Leita í fréttum mbl.is

Dómstóll RÚV

Dómstóll RÚV hefur verið að störfum í Kastljósi tvö kvöld í röð. Dómstóll RÚV fjallar þar aðallega um meint hatursummæli í garð framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar Semu Erlu Serdar. Kastljósþættirnir voru fyrst og fremst klæðskerasniðnir fyrir Semu til að koma höggi á þá sem svara henni. Þess er vandlega gætt að gera í engu grein fyrir þeim skrifum og skoðunum sem Sema Erla stendur fyrir og hvað leiddi til andsvaranna.

Sema Erla hefur kallað fólk fasista, rasista, þjóðernisofstækisfólk og öðrum nöfnum að tilefnislausu. Þá stendur hún fyrir samskonar hatursherferð gegn Gyðingum og nasistar byrjuðu í Evrópu um miðja síðustu öld, með því að hvetja til að fólk sniðgangi vörur sem framleiddar eru í Ísrael. Sema Erla er formaður félagsskaparins sem er með þessa kynþáttafordóma gagnvart Gyðingum. Væri þá sanngjarnt að kalla hana nasista af því tilefni? Hún gefur öðrum álíka nafngiftir af minna tilefni.

Svo rakin séu nokkur nýleg ummæli Semu Erlu þá segir hún í pistli á Eyjunni 28.2.s.l. "Marine Le Pen, Geert Wilders og aðrir Evrópskir fasistar hafa eignast systurflokk á Íslandi (Þjóðfylkingin)þau hljóta að vera ánægð."

Er óeðlilegt að það fólk sem þarna er kallað fasistar sendi Semu Erlu svipuð skilaboð og hún þeim?

"Um langan tíma hefur Morgunblaðið gerst sekt um að ýta undir fordóma í samfélaginu." Eyjan 14.112.2015 

Í pistli sínum á Eyjunni þ.14.12.2015 nafngreinir hún síðan einstakling sem hún kynnir sem fulltrúa fordóma á Íslandi.

Hér eru eingöngu tilfærð nýjustu ummæli Semu án þess að fara á fésbókarsíðu hennar. Er furða þó að þeir sem verði fyrir barðinu á hatursummælum Semu bregðist við?

Athyglisvert er að sjá þegar skrif Semu eru skoðuð að þriðjungur þeirra fjallar um, hvað hún eigi bágt að sitja undir árásum og hatursummælum fólks. Þrátt fyrir að hún hafi ekki setið undir meiri árásum, en ýmsir aðrir þ.á.m. sá sem þetta ritar.

RÚV dómstóllinn ákvað hins vegar að taka málið fyrir, rétta yfir fólki einhliða og mannorðsmyrða það fyrir ummæli sem ekki voru sett í samhengi við það sem Sema hafði skrifað. Andmælaréttur sakborninga var í engu virtur. Dómur RÚV var einhliða og öllu alvarlegri misbrestur á málefnalegum réttarhöldum en í Sovét forðum eða í Tyrklandi nútímans.

Hingað til hafa þeir sem verða fyrir árásum á mannorð sitt og æru eða sitja undir röngum dylgjum og öðru þess háttar, þurft að reka mál sín fyrir dómstólum. Dómstólar viðhafa vandaða málsmeðferð og kveðið upp dóma á grundvelli laga eftir að hafa hlustað á sjónarmið beggja aðila og kynnt sér öll gögn málsins. Dómstóll Kastljóss RÚV sér ekki ástæðu til að viðhafa slík vinnubrögð. Erdogan stíllinn er þeim meir að skapi þó sá stíll hafi leitti til þess að í Tyrklandi eru nú fleiri blaða- og fréttamenn í fangelsum en í nokkru öðru landi í veröldinni.

Enn einu sinni gerist Fréttastofa/Kastljós RÚV sig seka um að þjónusta ákveðna pólitíska og skoðanalega hagsmuni og beitir þá aðferðum sem Erdogan Tyrkjasoldán mundi telja eðlilega, en standast ekki í réttarríkjum. Er einhver afsökun fyrir því í lýðrfrjálsu landi að almenningur skuli neyddur til að borga þessum pólitísku áróðursglömrurum RÚV launin sín.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mikið er ég sammála þér frown Algjörlega einhliða umfjöllun RÚV.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 1.4.2016 kl. 11:12

2 Smámynd: Elle_

Hingað til hafa þeir sem verða fyrir árásum á mannorð sitt og æru eða sitja undir röngum dylgjum og öðru þess háttar, þurft að reka mál sín fyrir dómstólum. Dómstólar viðhafa vandaða málsmeðferð - -

Gott Jón. En þú veist SAMfófólk segir ekki vanalega satt, heldur bara eitthvað út í loftið sem passar við það. Og þeim er nákvæmlega sama um lög og niðurstöður dómstóla, eins og sást í stjórnlagaráðsmálinu sem Hæstiréttur dæmdi ólöglegt. Þau böðluðust bara áfram eins og þeirra er von og vísa og notuðu sama fólkið og endurnefndu hópinn.

Elle_, 1.4.2016 kl. 11:59

3 identicon

sæll Jón, mér hefur nú alla tíð þótt þú skemmtilegur maður. Ég hef ekki viljað vera að vesinast yfir þínum málflutningi. En hér ert þú nú komin alveg út úr því sem hægt er að taka alvarlega. Þú gegur alls ekki sett fasistastimpil á fólk fyfir að befjast fyrir réttindum flóttafólks. Ekki ef þú vilg að orð þín séu tekin til greina. En ég meina þú um það svo sem. Þessi málflutningur er svo mikil rökleysa hjá þér að bara sorry.

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 15:28

4 identicon

Orðrétt úr lögum um hlutverkd RÚV: "1. Hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, þ.m.t. um mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana..... 2. Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varða."

Orðrétt úr siðareglum RÚV: "Starfsfólk sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni eða dagskrárgerð sannreynir að heimildir séu réttar og að sanngirni sé gætt í framsetningu og efnistökum. Þetta á sérstaklega við þegar upplýsingar geta verið litaðar af persónulegum hagsmunum eða geta verið til þess fallnar að skaða aðra. Gildir þá einu hvort í hlut eiga einstaklingar, fyrirtæki, samtök, félög eða annað."

Þarf eitthvað að hafa fleiri or um að umrætt eintal í Kastljósi þar sem aðrar skoðanir en viðmælanda voru dæmdar óalandi, er algjörlega úr korti við lög sem stofnunni eru settar og siðareglur sem stofnunin setur sér sjálf?  Lágmarkskröfur sem hægt er að gera til starfsfólks RÚV sem er í eigu okkar allra, er að lög og reglur séu virtar.

Ragnar Thorisson (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 17:11

5 Smámynd: Jón Magnússon

Var ég að setja fasistastimpil á þá sem berjast fyrir réttindum flóttafólks Gunnar Waage. Hvernig gerði ég það og hvar. Ekkert í þessari færslu fjallar um flóttafólk. Ég nefni andúð Semu Erlu á Gyðingum og að hún skuli standa fyrir sömu hefndaraðgerðunum gagnvart þeim og nasistar í Þýskalandi byrjuðu á fyrir miðja síðustu öld.

Af hverju ekki að sniðganga vörur frá Tyrklandi, Saudi Arabíu og Katar sem styðja Íslamska ríkið ÍSIS í raun. Af hverju ekki að fordæma stuðning Saudi Araba við hryðjuverkastarfsemi víða um heim. En Sema Erla og hennar líkar gera það ekki. Þeim er í nöp við Gyðinga og hvað er það annað en rasismi hjá henni?

Jón Magnússon, 1.4.2016 kl. 21:43

6 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir að benda á þetta Ragnar.

Jón Magnússon, 1.4.2016 kl. 21:43

7 Smámynd: Jón Magnússon

Tek fram af gefnu tilefni að ég birti almennt ekki athugasemdir sem eru lengri en sú færsla sem um ræðir.

Jón Magnússon, 1.4.2016 kl. 21:44

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Sema Erla Serdaroglu kveðst vera trúleysingi. Hvernig í ósköpunum getur hún þá viljað greiða götu flóttafólks frá Sýrlandi sem eru jú flestir múslimar og eru með það greipt í hugarfylgsni sitt að þeir skuli vanvirða og hata vantrúað fólk. Það fólk er verst sem hefur gengið af trúnni.

Flestir múslimar ganga í gegnum það í æsku að læra vers úr Kóraninum utanbókar á arabísku og um 10 ára aldurinn geta sum börnin farið með allan Kóraninn utanbókar, þ.e. um 400 blaðsíður.

Sem manneskju sem ættuð er frá Tyrklandi og ætti að vera málið kunnugt, þá ætti hún að hafa séð eftirfarandi hatursummæli í sinn garð, aðeins úr fyrstu 10 blaðsíðum Kóransins:

Um vantrúaða

2:6-7    Um hina vantrúuðu gildir einu, hvort þú varar þá við eður eigi; þeir láta ekki sannfærast.

            Allah hefur innsiglað hjörtu þeirra og hlustir, og hula hvílir á sjónum þeirra. Þeim verður refsingin þung.

 

2:39     En þeir sem eigi trúa og afneita boðskap vorum, munu með réttu Eldinn gista og dveljast þar að eilífu.

 

2:65     Og þér vitið þá meðal yðar sem vanhelgað hafa hvíldardaginn. Við þá sögðum Vér: “Verið apar, smáðir og fyrirlitnir.”

 

2:98     Hver er óvinur Allah, engla Hans og sendiboða, Gabríels og Mikaels? Sjá, Allah er óvinur hinna vantrúuðu.

 

2:100   Er það eigi svo, að hvert sinn er þeir gangast undir sáttmála, muni nokkrir þeirra rjúfa hann. Víst eru þeir flestir vantrúa.

 

2:121   Þeir sem Vér höfum gefið Ritninguna og lesa hana svo sem hún skal lesin, þeir trúa henni. Þeir sem henni afneita, það eru þeir sem glatast.

 

2:130   Hverjir afneita trú Abrahams nema þeir sem niðra sál sína af heimsku?

 

2:161   En á þeim sem trúnni hafna og deyja í vantrú hvílir bölvun Allah og englanna og allra manna;

2:162   og við hana skulu þeir búa um eilífð; refsing þeirra verður eigi milduð né heldur er náðunar von.

 

2:171   Um hina vantrúuðu er líkt háttað og kallað væri á búsmala sem ekkert skynjar nema hróp og köll. Daufir, dumbir og blindir skilja þeir ekkert.

Sigurður Rósant, 1.4.2016 kl. 23:05

9 identicon

Nei það að vera andsnúin utanríkisstefnu Ísraelsstjórnar hefur ekkert með andúð á gyðingum að gera Jón, þú ert bara að missa þig í Reductio ad absurdum.

Gunnar Waage (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 23:46

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Að líkja sniðgöngu gegn Ísrael BDS við gyðingaofsólnir nasista er svo fáránleg samlíking að þeir sem gera það gera lítið úr sjálfum sér með því. Guðingaofsóknir nasista gengju út á það að ofækja fólk sem ekkert hafði til sakar unnið annað en að vera af tilteknum trúarhópi meðan BDS gengur út á að setja þrýsting á stríðsglæpamenn til að fá þá til að láta af stríðsglæpum sínum. Um er að ræða grimmilegar þjóðernirhreinsanir sem eru framkvæmdar með því að hrekja fólk á brott frá heimilum sínum og leggja þau við jörðu til að byggja byggðir fyrir eigin fólk á stolnu landi. Og að skilgreina BDS sem gyðingahatur er ekkiert annað en lágkúlulegt skítkast fólk sem styður þessa stríðsglæpi.Ég gæti rökstutt þessa fullyrðingu og hef gert en þú villt víst ekki byrta langar aghugasemdir og því verður þetta að duga.

Sigurður M Grétarsson, 2.4.2016 kl. 07:41

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Að sjálfsögðu á að taka fram hliðar beggja þegar fjallað er um mál einstaklinga. Ef Sema Erla hefur nafngreint einhvern og kallað hann rasista, nasista eða öðrum ónefnum þá er hún undir sömu sökina seld. Ef hún notar þetta orðalag almennt um fólk sem hallast undir" þann sem ekki má nefna á nafn", svo ég vitni nú í Harry Potter, þá snúa hlutirnir öðru vísi við. Ekki satt Jón Magnússon, sem er lögfróðari en ég? En ummælin sem birtust í sjónvarpinu um Semu voru vægast sagt ógeðsleg og hvert og eitt held ég að hljóti að vera tilefni til dómsmáls.

Jósef Smári Ásmundsson, 2.4.2016 kl. 07:48

12 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir þessar ábendingar Sigurður Rósant.

Jón Magnússon, 2.4.2016 kl. 11:14

13 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er andsnúinn stefnu Ísraelsstjórnar varðandi málefni Palestínu-Araba Gunnar Waage, en ég tek ekki þátt í eða mæli bót hatursherferð á hendur þeim sem felst í samskonar aðgerð og nasistar beittu í Þýskalandi um miðja síðustu öld. Vilji fólk fara út í það að setja ákveðna hópa eða þjóðir í viðskiptabann, þá er eðlilegt að það sé gert á málefnalegum forsendum þ.e. þjóðir sem ekki uppfylla ákveðin skilyrði. En þetta Gyðingahatur sem að Sema Erla og ýmsir aðrir standa fyrir sem taka þátt í einhliða aðsókn að Gyðingum er ekki afsakanleg að mínu mati. Af hverju þá ekki að setja viðskiptabann á Saudi-Arabíu, Tyrki og Katara sem styðja hryðjuverkahópa leynt og ljóst þ.m.t. ISIS? Af hverju ekki lönd sem virða ekki lágmarksmannréttindi þ.e. rétt borgara sinna til lífs. Meðan Sema Erla berst einhliða gegn Gyðingum á þessum grunni þá er hún ekki málefnaleg heldur haldin fordómum í garð Gyðinga Gunnar Waage.

Jón Magnússon, 2.4.2016 kl. 11:19

14 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður M. Grétarsson lestu athugasemdina mína við skrif Gunnars Waage það á það sama við hvað þig varðar og athugaðu vel og skalt gaumgæfa hvernig nasistarnir byrjuðu þessar Gyðingaofsóknir sínar. Lítið í fyrstu eins og þið eruð að gera í þessum samtökum sem Sema Erla veitir forstöðu en síðan jókst það stig af stigi. Þannig hafa ykkar líkar líka farið að gagnvart Gyðingum víða í álfunni upp á síðkastið og hvað svo sem þér eða mér finnst um Ísrael og það sem þeir eru að gera þá er viðskiptabann gagnvart Ísrael ekki byggt á málefnalegum forsendum af ykkar hálfu heldur andúð á Gyðingum.

Jón Magnússon, 2.4.2016 kl. 11:21

15 Smámynd: Jón Magnússon

Ummælin voru mismunandi Jósef og það er útilokað að meta hvers eðlis þau eru nákvæmlega eða hvort óeðlileg nema vita hvað hafði gengið á t.d. hvað hafði Sema Erla skrifað sem olli þessum ummælum og hvað hafði fólkinu farið á milli t.d. Dæmi ekki út frá hálfsannleik og það er það sem ég er að gagnrýna að Kastljósið skuli gera.

Jón Magnússon, 2.4.2016 kl. 11:30

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ef þú hefði birt athugasemdinga mína frá því í gær sem þú vildir ekki birta sökum þess hvað hún var löng þó hún sé styrtir en athugasemd Sigurðar Rósants þá voru þar rök gegn pllu sem þú skrifar hér þaar sem þú ert að óskekju að klína gyðingahatursstimpli á Semu Erlu og BSD hreyfinguna. Það að berjast gegn stríðsglæpum er ekki gyðingahatur þó það séu gyðingar sem framja stríðsglæpina.

Í stuttu máli sagt þar sem þú heimilar ekki langt mál þá snýst barátta BDS um það að vinna gegn landránsstefnu Ísraaela sem innifelur grimmielgar þjóðernirhreinsanir á Vesturbakkanum með því að gera þeim erfitt fyrir með aðhalda uppi atvinnustarfsemi í þessum landaránsbyggðum þeirra og hagja þannig á útbreisælu þeirra. Það er ekki verið að setja sniðgöngu gegnn gyðingum heldurd aðeins landræningum. Það er ekki eins og það sé eitthvað til sem getur réttlætt þessar landræningjabyggðir Ísraela. Og að lokum, Það að vera Ísraeli er ekki það sama og að vera gyðingur og því er barátta gegn Íslraelum ekki aðför að gyðingum. 

Sigurður M Grétarsson, 2.4.2016 kl. 11:53

17 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég veit ekki hvað fólkinu fór á milli Jón enda hef ég ekki verið að fylgjast með þessu? En ef hún hefur viðhaft ærumeiðandi ummæli í garð þeirra sem vísað var til í kastljósinu verður að taka það mál sér, ekki satt? Sök hinna dettur ekkert út þrátt fyrir það. Ættum við ekki bara að vera sammála um kynþátta- og trúarbragðaníð ætti ekki að líðast í þjóðfélaginu og virðing í samskiptum fólks á milli?

Jósef Smári Ásmundsson, 2.4.2016 kl. 13:04

18 identicon

Vildi gjarna losna við 80 þúsunda króna árs-nauðungaráskrift ríkisrúvs úr mínu heimilisbókhaldi, þeim peningum er illa varið, mjög illa, því miður. 1 milljón á 10 árum hverfur frá mínu heimili inn í þennan botnlausa pólitíska fjölmiðil sem fer um þjóðfélagið með djöfulgangi einkaskoðana, öfga og ófaglegheita starfsmanna sinna. Hrein hörmung miðað við BBC, ITV og aðrar rásir sem streyma inn á mitt heimili frá FreeView bretanna.

Stefán Auðunn Stefánsson (IP-tala skráð) 2.4.2016 kl. 20:54

19 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður Már Grétarsson ég átta mig ekki alveg á því hvað þú ert að tala um varðandi athugasemd þína hafi ég ekki birt hana þá hafa það verið mistök. Ég var með því sem ég skrifaði hér fyrr um langar athugasemdir að vísa til langrar athugasemdar sem var í raun ítrekun á því sem viðkomandi hafði skrifað áður auk annars. Þannig var ekki vilji til að birta ekki þína athugasemd Sigurður.

Ég er þér ósammála varðandi viðskiptabannið á Ísrael sem að nokkur vinstri öfgasamtök og nokkrir fleiri standa fyrir. Viðskiptabann á Ísrael er einhliða beint gegn einni þjóð sem er fjarri því að vera sú versta varðandi að virða mannréttindi. Ég er ósammála stefnu Ísraels í sambandi við Palestínu Araba og er fylgjandi sérstöku ríki Palestínumanna. Þrátt fyrir það réttlætir það ekki viðskiptabann á Ísrael og mér finnst það óneitanlega minna á vígorð nasistanna gagnvart þeim um miðja síðustu öld. Af hverju þá ekki að útiloka Hamas sem heimtar að hverjum einasta Gyðingi verði útrýmt. Ekki bara í Ísrael heldur allsstaðar. Hvað hefur þú um það að segja Sigurður og hvað skyldi þessi kona Sema Erla sem er greinilega í framboðsleik í Samfylkingunni segja um það. Ef fólk vill beita viðurlögum gagnvart þjóð eða öðrum þá er það ekki málefnalegt nema það gangi það sama yfir alla sem beita svipuðum hlutum t.d. Tyrkir sem beita Kúrda og fleiri hræðilegum ofsóknum. Af hverju beitir Sema Erla sér ekki fyrir viðskiptabanni á Tyrkland sem er eitt versta ríkið í dag. Ofsækir þjóðernisminnihluta. Ofsækir blaða- og fréttafólk sem er ekki á ríkislínunni. Hefur stutt Isis með því að kaupa af þeim olíu og selja vopn og vistir. Áfram mætti telja. Ef eitthvað ríki ætti að beita viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota sem nálæagt okkur standa þá er það Tyrkland.

Jón Magnússon, 3.4.2016 kl. 10:13

20 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er ekki svo mikið á netinu að ég viti það út í hörgul, en ég hef séð skrif þessarar konu og hún vílar ekki fyrir sér að fella alvarlega dóma og kalla fólk illum nöfnum algerlega að ástæðulausu Jósef.

Jón Magnússon, 3.4.2016 kl. 10:14

21 Smámynd: Jón Magnússon

Það vil ég líka Stefán.

Jón Magnússon, 3.4.2016 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 606
  • Sl. sólarhring: 647
  • Sl. viku: 5545
  • Frá upphafi: 2426179

Annað

  • Innlit í dag: 563
  • Innlit sl. viku: 5117
  • Gestir í dag: 537
  • IP-tölur í dag: 510

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband