Leita í fréttum mbl.is

Örlagatímar og lausnir

Hvađ á forseti lýđveldisins ađ gera ţegar forsćtisráđherra, sem er ekki í andlegu jafnvćgi, trausti rúinn og hefur ekki stuđning ţjóđarinnar, eigin flokks eđa samstarfsflokks, krefst ţess ađ forsetinn skrifi upp á opin víxil um ţingrof og kosningar. Forsetinn getur ekki sagt neitt annađ en Nei viđ slíkri bón. Slíkt Nei er ekki brot á stjórnskipunarreglum heldur heibrigđ skynsemi og nauđsynleg stjórnviska.

Sigurvegari gćrdagsins var ótvírćtt Ólafur Ragnar Grímsson forseti sem steig inn í erfiđan dans sem honum var bođiđ upp í, skömmu eftir heimkomu og leysti svo vel ađ ekki var hćgt ađ gera ţađ betur.

Í gćr kom í ljós hvađ ţađ skipti miklu máli ađ hafa forseta sem hefur ţor,víđtćka ţekkingu og nýtur trausts ţjóđarinnar. Fólk getur velt ţví fyrir sér hvort einhver ţeirra sem buđu sig síđast fram á móti Ólafi Ragnari Grímssyni hefđu í gćr komist međ tćrnar, ţar sem hann hafđi hćlana fyrir löngu eđa hvort einhver af ţeim hópi sem býđur sig fram núna til forseta sé líklegur til ađ geta ráđiđ viđ mikilvćgasta hlutverk forsta lýđveldisins sem er: Ađ tryggja festu í stjórnarfari landsins og starfhćfa ríkisstjórn í landinu.

Eđlilegt er ađ fólki sé brugđiđ viđ ţau tíđindi ađ mikill fjöldi Íslendinga eigi leynireikninga á Tortólu sem er í umsjá Panamískrar lögmannsstofu. Ţeir sem ţola ekki ađ eiga reikningana sína á almennum bankrareikningum undir eigin nafni eiga ekkert erindi í pólitík í lýđrćđislandi.

Íslenska ţjóđin hefur búiđ um margt í okursamfélagi ţar sem stjórnvöld hafa vegna ţjónkunar sinnar viđ sérhagmuni tekiđ sérhagsmunina framyfir hagsmuni fólksins í landinu. Ţess vegna er matvćlaverđ međ ţví hćsta í heiminum. Ţess vegna er fólki meinađ ađ gera hagkvćm og ódýr innkaup á mörgum hlutum.  Ţess vegna ţarf fólk ađ taka verđtryggđ lán međ okurvöxtum eđa óverđtryggđ međ ennţá meiri okurvöxtum.

Ţegar ţannig háttar til, er eđlilegt ađ ţrautpíndir ţrćlar okursamfélagsins bregđist illa viđ ţegar í ljós kemur ađ nokkrir helstu ráđamenn landsins eigi leynireikninga í erlendri mynt á Tortólu á sama tíma og ţeir berjast fyrir ţví ađ íslenska krónan verđi framtíđargjaldmiđill landsins međ tilheyrandi verđtryggingu.

Hvađ gat orđiđ ţess valdandi ađ ţessir ráđamenn og ađrir Tortólureikningseigendur veldu ađ eiga nafnlausa reikninga á Tortólu? Til ađ fela eignarhald sitt á fjármunum.

Ţađ stođar lítiđ ađ segja ađ allt hafi veriđ uppi á borđinu og allir skattar greiddir af ţví ađ ţađ er ekki nokkur kostur ađ sannreyna ţćr stađhćfingar. Eftir sem áđur liggur fyrir ađ Tortólureikningshafar voru ađ fela slóđ peninganna sinna og af hverju ţurftu ţeir ađ gera ţađ?

Mér finnst miđur ađ svo mikill fjöldi íslendinga sem raun ber vitni skuli hafa taliđ eđlilegt ađ fela peingana sína í skattaskjólum í umsjá lögmannsstofu sem ađ öđru jafnan ađstođar vopnasala, eiturlyfjasala, ţá sem stunda mannsal og einrćđisherra sem eru ađ féfletta ţjóđir sínar. Ekki góđur félagsskapur ţađ. Sćmir ráđamönnum lýđrćđisríkis ađ vera í slíkum félagsskap?

Innan skamms á ađ kynna samkomulag stjórnarflokkana um fyrirkomulag stjórnar lýđveldisins ţar sem tilkynnt hefur veriđ ađ flokkarnir hafi náđ samkomulagi.

Hvađ svo sem líđur samkomulagi stjórnarflokkana ţá sýnist mér veđur vera svo válynd í íslensku samfélagi og traust fólks á stjórnmálamönnum ţađ lítiđ, ađ viđ slíkar ađstćđur er ţađ ábyrgđarhluti fyrir sitjandi forseta ađ breyta ekki ákvörđun sinni um ađ gefa ekki kost á sér til endurkjörs.

Ţađ er ţví full ástćđa til ţess ađ skora á Ólaf Ragnar Grímsson ađ gefa kost á sér til endurkjörs, ţví svo virđist sem ţjóđin hafi aldrei haft jafnmikla ţörf fyrir ţađ ađ hann sitji sem forseti lýđveldisins  nćsta kjörtímabil og tryggi eftir mćtti festu í stjórnskipun landsins og komi í veg fyrir stórslys sem annars gćtu orđiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kjósendur koma ekki til međ ađ vera ánćgđir međ áframhaldandi setu  núverandi stjórnarflokka í Ríkisstjórn. Ef ţađ er ćtlunin, ţá verđur Ólöf Nordal og Bjarni Ben ađ segja af sér ráđherraembćttunum og Bjarni Ben ađ segja af sér ţingmennsku. Ţá kanski fá núverandi stjórnarflokkar starfsfriđ?

Ţingrof er auđvitađ ţađ eina rétta eins og máliđ er komiđ í og ţá verđa Birgitta og Helgi Hrafn forsćtisráđherra og fjármálaráđherra augljóslega. Sjórćningjarnir eru jú međ yfir 40% fylgi í sköđunarkönnunum og kanski fá ţeir yfir 50% fylgi í kosningunum, sem verđa ađ fara fram innan 45 daga frá ţingrofi, samkvćmt Stjórnarskrá.

Björt framtíđ Íslands er framundan nćstu 4 árin, međ Birgittu og Helga Hrafn međ stjórnarvaldiđ, er ţađ ekki?

Kveđja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 6.4.2016 kl. 18:45

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Frábćrleg skörp greining. Ólafur verđur ađ vera áfram. Mađur getur rétt séđ fyrir sér hvernig sumir af ţessum frambjóđendum hefđi stađiđ sig í sporum Ólafs. ţađ er enginn hćfur af ţeim frambjóđendum sem fram eru komnir-já og alvega sama ţótt Össur sé ekki kominn fram heldur.

Halldór Jónsson, 6.4.2016 kl. 22:47

3 Smámynd: Elle_

Í gćr kom í ljós hvađ ţađ skipti miklu máli ađ hafa forseta sem hefur ţor,víđtćka ţekkingu og nýtur trausts ţjóđarinnar.

Já ţađ er satt ţađ sást sterklega í gćr. Ţađ sást líka oft sterklega fyrr varđandi Ólaf forseta. Ţađ kom skýrt fram ţegar hann vísađi ICEsave málinu til ţjóđarinnar. Viđ getum í alvöru ekki misst núna hann ţó hann vilji hćtta.

Elle_, 7.4.2016 kl. 00:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Ágúst 2025
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 64
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 4903
  • Frá upphafi: 2592016

Annađ

  • Innlit í dag: 62
  • Innlit sl. viku: 4602
  • Gestir í dag: 56
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband