Leita í fréttum mbl.is

Hatursorðræða

Samfylkingin og Píratar skilgreina hatursorðræðu, sem ummæli, sem beinast að Múhameðstrú og samkynhneigðum. Nokkuð skondið vegna þess að víðar en ekki er samkynhneigð dauðasök í löndum Múhameðstrúar, en annars alvarlegt afbrot. Í siðuðum löndum er víðast hvar mun víðtækari skilgreining á hatursorðræðu en hér.

Frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar, Sema Erla Serdar, fer fyrir hópi sem berst fyrir því, að fólk kaupi ekki vörur frá Ísrael. Sema þessi, fékk sérstakan Kastljósþátt til að barma sér yfir hatursorðræðu sem að henni beindist í upphafi kosningabaráttunnar. Sema stendur þó fyrir hatursorðræðu gagnvart öðrum. Á það var ekki minnst af starfsfólki Kastljóss.

Í Frakklandi er það hatursorðræða að berjast fyrir að fólk sniðgangi vörur framleiddar í Ísrael. Í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi eru reglur sem annaðhvort banna starfsemi sniðgönguhreyfingar gagnvart Ísrael, þar sem um sé að ræða hatursorðræðu eða höft eru sett á starfsemi þeirra. Í  Bretlandi er opinberum aðilum þ.m.t. bæjarfélögum, námsmannafélögum o.fl. bannað að taka þátt í eða leggja sniðgönguhreyfingunum lið.

Miðað við nágrannalönd okkar er umræðan hér svo vanþróuð og undir svo miklum öfgavinstri áhrifum, sérstaklega í fréttamiðlum 365 og RÚV, að jafnræði hvað varðar hatursorðræðu er ekki fyrir hendi. Allir flokkar í borgarstjórn með heiðarlegum undantekningum einstaklinga stóðu t.d. að því að styðja sniðgöngu gagnvart Ísrael.

Svo illa er nú komið fyrir Sjálfstæðisflokknum að fulltrúar hans undantekningarlítið, láta öfgavinstriliðið teyma sig hvert á land sem er í umræðunni um hatursorðræðu, innflytjendur og flóttamenn.

Ólíkt því sem er í nágrannalöndum okkar þá er engin stjórnmálaflokkur sem berst fyrir skynsemi hvað varðar hatursorðræðu eða málefni innflytjenda og flóttafólks. Öfgavinstrihallinn á umræðunni fær því lítið áreittan framgang. Við það verður ekki búið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sniðganga gegn hinu grimma hernámsveldi Ísrael hefur ekkert með hatursorðræðu að geta heldur baráttu gegn stríðslæpum. Hún miðar af því að þrýsta á stríðsglæpamenn til að hætta glæpaverkum sínum og er í raun sams konar aðgerð og sniðganga gagnvart Íran vegna kjarnorkuáætlunar þeirra var og sniðganga gegn Rússum vegna glæpaverka þeirra í Úkraínu og sniðganga gegn Norur Kóreu vegna mannréttindabtota þeirra. Eini munurinn er að sniðganga gegn Ísrael er einstaklingsframtak en hitt ákvarðanir ýmissa stjórnvalds.

Ástæða þess að sniðgagna gegn Ísrael er bönnuð í sumum vestrænum ríkjum er sú að þau ríki eru mörg hver mjög meðvirk stíðsglæpamönnunum í Ísrael og styðj þá með ráði og dáð.

Því miður þurfti Reykjavíkurborg að láta af hinnu mjög svo góðu ákvðrðun sinni að taka þátt í þessari sniðgöngu sem hefði annars orðið mikill sigur fyrir þessa mikilvætu mannréttindabarattu sem miðar af því að gera heiminn betri en hann er í dag. Þeir sem leiða þá baráttu eru hetjur en ekki skúrkar og að tala um þá baráttu sem gyðinghatur eins og margir gera er svo fáránlegt að engu tali tekur.

Sigurður M Grétarsson, 10.4.2016 kl. 12:41

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er rangt hjá þér Sigurður. Það hefur allt með hatur á Gyðingum og Ísraelsríki að gera. Þetta sama fólk gapir upp í Múslimaríkin þar sem mjög alvarleg mannréttindabrot eru framin á degi hverjum og hefur ekkert við það að athuga og styður jafnvel Hamas sem hafa það á stefnuskrá sinni að útrýma öllum Gyðingum. Þeir ganga lengra en nasistar gerðu nokkru sinni. Þetta er anti semítismi í þessum nýja búningi Sigurður.

Jón Magnússon, 10.4.2016 kl. 13:27

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég biðst velvirðingar á því að segja að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hefðu látið kjurrt liggja. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur fóru fram á sérstakan fund til að Reykjavíkurborg drægi til baka Gyðingahaturssamþykkt sína.

Jón Magnússon, 10.4.2016 kl. 13:29

4 identicon

Er rússabannið þá hatur á meðlimum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar Jón?

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 13:50

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér, nafni, og lokaályktunum þínum.

Svo stendur Sema Erla ekki aðeins fyrir fyrir því, sem kalla má hatursorðræðu gagnvart öðrum, heldur hafa margir aðrir, sem standa gegn útbreiðslu islamisma eða vilja verja landamæri Íslands gegn óboðnum gestum, sem og þeir sem standa vörð um kristið siðgæði gagnvart ófæddum börnum og varðandi hjónavígsluréttindi m.t.t. kynhneigðar, fengið yfir sig miklu meiri hatursorðræðu gegnum árin heldur en Sema.

Jón Valur Jensson, 10.4.2016 kl. 15:21

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

... án þess að Kastljós hafi hreyft við því legg né lið.

Jón Valur Jensson, 10.4.2016 kl. 15:23

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst bara öll höft á málfrelsi af hinu illa. Menn geta hatast eða elskað í orði og verið ósammála um það, kallað fólk illum nöfnum og hvað sem verkast vill. Oftast er það dómur gerandans yfir sjálfum sér, ef hann sýnir af sér ofstæki og flestir hugsandi menn taka því svo.

Rétthugsunarkirkja stjórnmálanna er gengin of langt þarna og fólki ekki leyft að viðra sínar meiningar undir uppdiktuðum hugtökum eins og hatursorðræðu.

Sá sem er orðinn svo rangeygður af hatri að hann getur borðið rök fyrir mali sínu né vísað í staðreyndir, dæmir sig sjálfan úr leik í orðræðunni. Það er samt leiðinleg tilhneiging í sensationalisma nútíma fjölmiðlunnar að gefa slíkum einstaklingu meira rúm en aðrir. Yfirveguð og rökföst umræða er ekki nægilega spennandi og selur líklega síður.

Hvað og hvernig fólk ræðir á alnetinu ætti ekki að koma lögum við svo fremi sem ekki er vegið að mannorði fölks með slandri og lygum.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2016 kl. 16:17

8 identicon

Það hlítur að vera erfitt að vera svona uppfullur af hatri.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 16:57

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er sammála Sigurði Grétarssyni um það, að andstaða við ofbeldi Ísraelsstjórnar gagnvart Palestínumönnum á nákvæmlega ekkert skylt við hatur á Gyðingum sem kynstofni. Það er fáránlegt að halda slíku fram.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.4.2016 kl. 20:41

10 Smámynd: Jón Magnússon

Takk Jón Valur. Það er ekki hægt að horfa aðgerðarlaus á tilraunir öfgavinstri aflanna til að eyðileggja landið og valda komandi kynslóðum gríðarlegum vanda með vanhugsuðum skefjalausum innflutningi fólks frá ólíkum trúar- og menningarheimum.

Jón Magnússon, 10.4.2016 kl. 23:32

11 Smámynd: Jón Magnússon

Ég er sammála því Jón Steinar. Það á að leyfa alla umræðu. Ég hef talað fyrir tjáningarfrelsinu og það hefur þú væntanlega séð. Ég get hins vegar ekki látið vera þegar þeir sem barma sér yfir hatursorðræðu eins og þessi furðufugl Sema Erla Serdar eru uppfullir af henni sjálfir og það er það sem ég er m.a. að vekja athygli á.

Jón Magnússon, 10.4.2016 kl. 23:33

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka góðan pistil. Því miður er þessu rétt lýst hjá þér Jón. Það er eiginlega engin leið að viðhalda skynsamlegri og öfgalausri umræðu í fjölmiðlum lengur, um viðkvæm málefni. Stærstu fjölmiðlar landsins eru búnir að leggja allar línur um hvað megi og hvað ekki. Hver sá sem "villist" út fyrir sakramentið er samstundis keyrður í kaf og úthrópaður öllum illum nöfnum. Dapurlegt ástand, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Í pólitíkinni er það sama uppi á teningnum. Það þorir enginn lengur, því það gæti mælst illa fyrir af fjölmiðlum og elítu sem telur sig yfir alla aðra hafna í allri umræðu.

 Goðar stundir, mð kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.4.2016 kl. 23:36

13 Smámynd: Jón Magnússon

Það er ekki rétt Þorsteinn. Þetta hefur því miður allt með Gyðinga að gera. Ef fólk færi fram á siðferðilegum grunni og segði við kaupum ekki vörur frá löndum sem virða ekki almenn mannréttindi sem við teljum algild þá væri um annað að ræða. En þetta beinist bara gegn Gyðingum. Tyrkland heimaland Semu Erlu Serdar hefur t.d. fangelsað fleiri blaðamenn en nokkurt annað ríki í heimi og misboðið þjóðernisminnihluta Kúrda um árabil. Þeir hafa auk þess stutt ÍSIS samtökin leynt en að hluta til ljóst. Er það allt í lagi. Af hverju ekki viðskiptabann á Tyrkland? Hvað með Saudi Arabíu. Hvaða með Qatar. Hvað með Íran. Hvað með Marokkó o.s.frv. Það þýðir ekki að taka Gyðinga eina út fyrir sviga og halda því fram að setja eigi viðskiptabann á þá eina og sér. Það er ekki málefnalegt Þorsteinn það er Gyðingahatur.

Jón Magnússon, 10.4.2016 kl. 23:39

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þökk fyrir góðan pistil kæri Jón.

Hér er myndband af aðstæðum „vesalings palestínubúunum“  :
.

http://tibsen.blog.is/blog/tibsen/entry/2170245/

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.4.2016 kl. 01:04

15 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér hefur ætíð þótt það hvimleitt þegar múslimar setja samasemmerki á milli gagnrýni á trúarbrögðin og kynþáttahatur. Það er svo fullkomlega galið og notað til að loka á alla umræðu. Það er ekkert genetískt við trúarbrögð eða trúarsetningar. Múslimar eru ekki kynþáttur heldur eru þeir eru af öllum þjóðernum. Vissulega eru fæstir þeirra öfgafólk, en ef öfgarnir eru gagnrýndir er það ávallt tekið sem árás á alla innan trúarbragðanna. Þetta er ákveðin varnartaktík og tilraun til að kæfa málfrelsi og heilbrigð skoðanaskipti.

það eru undartekningarnar, öfgamennirnir sem eru svo fullir af sjálfum sér og sjálfshelgun sinni að þeir telja sig vera málsvara allra múslima. Það eru þeir langt í frá svo mikið sem ég þekki til. Venjulegir múslimar eru hinsvegar hræddir við að viðra gagnrýni sína af ótta við ofbeldi og útskúfun og sitja því hljóðir hjá. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2016 kl. 05:19

16 identicon

Jón

Þetta er laukrétt hjá þér. Að gera aðrar kröfur, allt aðrar og meiri, til Ísraels en annarra ríkja getur einvörðungu helgast af grímulausu gyðingahatri. Því miður.

Raunar ber Ísrael af öðrum ríkjum í sínum heimshluta þótt þar sé ekki allt eins og best væri á kosið frekar en annars staðar.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 13:45

17 Smámynd: Þröstur Jónsson

Það er nokkuð augljóst Gyðinga-hatur að reyna að sniðganga vörur frá Ísrael. Gyðingar hafa verið undir eilífum árásum Islam allt frá því að Múhameð lét hálsskera þá hundruðum saman í Mekka. Menn skildu heldur ekki gleyma hverjir byrjuða ófriðinn við Israel. Hvergi er hatrið meira á Gyðingum en meðal múslima. Engin furða að Israel verjist af hörku.

Þeir sem senda flugskeyti yfir landamærin til Israel vita að því verður svarað af fullri hörku. Þeim hinum sömu er skítsama um áhrif á almenna meðborgara sína. Það eina sem virðist vaka fyrir þeim er að fá útrás fyrir hatrið og meðaumkun vesturlanda. Grunar hið fyrrnefnda gildi fyrir "góða sniðgöngufólkið" einnig.

Síðan er gott að rifja upp hverjir komu kristnum til hjálpar í Líbanon á sínum tíma þegar Islam gekk á milli bols og höfuðs á þeim,... gestgjöfunum sjálfum. Neyðarkalli til vesturlanda var ekki svarað. Á endanum gat Israel ekki horft upp á hryllingin lengur og réðst inn.

Þröstur Jónsson, 11.4.2016 kl. 17:23

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú heldur því fram, Jón, þvert á það sem þú auðvitað veist, að fólk er ekki sjálfkrafa Gyðingahatarar þótt það andæfi framferði Ísraelsstjórnar. Eða álítur þú kannski að allir sem andæfðu meðferð Suður-Afríkustjórnar á svörtum íbúum landsins hafi verið uppfullir af hatri á hvítum Suður-Afríkumönnum? Ímyndar þú þér að fólk sem andæfir mannréttindabrotum í Saudi-Arabíu sé Arabahatarar, eða að þeir sem berjast fyrir viðskiptabanni á Kínverja vegna meðferðar á Tíbetum séu Kínverjahatarar?

Ef þú værir sjálfum þér samkvæmur myndir þú halda öllu þessu fram. En eins og gjarna fer með þá sem blindaðir eru af eigin kjánalega ofstæki, ert þú auðvitað ekki samkvæmur sjálfum þér.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2016 kl. 20:44

19 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka ykkur fyrir innleggin. Af gefnu tilefni Þorsteinn þá vil ég segja þér að ég hef oft verið ósáttur við afstöðu Ísraelsmanna varðandi Arabana sem eru á Gasa svæðinu og innan aðskilnaðarmúrsins á svokölluðum Vesturbakka árinnar Jórdan. Ég hef verið í Ísrael og séð hluti sem mér geðjast ekki að. En það er annað mál Þorsteinn. Í fyrsta lagi er ég almennt á móti viðskiptabanni og tel aðrar aðferðir heppilegri til að fá fólk til að breyta afstöðu. Í öðru lagi þá tel ég að það þurfi að vera samræmd stefna sem taki þá til allra sem brjóta mannréttindi og þar finnst mér t.d. Tyrkland fara fremst í flokki af ríkjum sem er í fjarlægu nágrenni við okkur. En þessi einhliða afstaða gagnvart Ísrael án siðferðilegrar skírskotunar sem nær þá með sama hætti til allra ríkja veraldar gengur ekki og þegar þannig háttar til þá er ekki hægt að skilgreina það með öðrum hætti en sem Gyðingahatur.

Jón Magnússon, 11.4.2016 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 67
  • Sl. sólarhring: 809
  • Sl. viku: 6266
  • Frá upphafi: 2471624

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 5717
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband