Leita í fréttum mbl.is

Aflandsfélög og skattaframtöl stjórnmálamanna.

Forsætisráðherra Breta átti ekki reikning í skattaskjóli eins og eiginkona Sigmundar Davíðs, Bjarni Benediktsson og Ólöf Norðdal. Þó David Cameron hafi ekki átt persónulega reikninga í skattaskjóli þá fannst honum samt nauðsynlegt að birta allar upplýsingar sem máli skipta um varðandi framtöl sín til skatts aftur til ársins 2009 til dagsins í dag til að reka af sér ámæli vegna arfs og annars úr skattaskjólsreikningum.

Fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð hefur ítrekað sagt að allir skattar hafi verið greiddir af aflandsreikningi konu hans og áður þeirra beggja á Tortóla. Sama segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Norðdal varðandi sína reikninga á þeim slóðum. Af því gefna tilefni væri rétt að þau legðu fram skattagögn sín með sama hætti og breski forsætisráðherrann og raunar fleiri stjórnmálamenn þar í landi hafa gert.

Það tekst engum að sanna, að hann hafi greitt skatt af aflandsfélögum hvort sem þau eru á Tortóla, Panama eða annarsstaðar nema leggja fram staðfestingu á því

Hópur stjórnmálamanna í Bretlandi hefur vegna skattaupplýsinga Cameron talið sig þurfa að birta upplýsingar um sig. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar heldur sama veg hvað það varðar.

Ekki verður séð að það sé góður siður að stjórnmálamenn fari almennt að birta almenningi skattaframtöl sín. Þó einn stjórnmálamaður sé grunaður um græsku vegna samneytis við aflandsfélög á Tortóla eða Panama, þá þurfa aðrir ekki að líða fyrir það. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er enn svo komið er  ekki grunaður um græsku í þessum efnum. Birting hans á skattaupplýsingum sínum er umfram það sem eðlilegt er.

Öðru gegnir varðandi Sigmund Dvíð, Bjarna Benediktsson og Ólöfu Norðdal. Nöfn þeirra koma fram í Panamaskjölunum. Þeim liggur á að sýna fram á að staðhæfingar þeirra um skattgreiðslur af þeim reikningum og fullnægjandi gagnaskil séu fyrir hendi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1. Árni Páll er ekki að birta nein skattagögn, hvað þá framtal, heldur aðeins að segjast hafa talið tilteknar tekjur fram.

2. Ólöf hefur sagt að engir peningar hafi farið til Tortóla og því hefur væntanlega ekkert verið til að telja fram á skattaskýrslu.

Ekki þar fyrir að mér kemur ekkert við hvað allt þetta fólk hefur í tekjur, treysti skattayfirvöldum ágætlega til að sinna sinni vinnu. Verð hins vegar að viðurkenna að ég treysti stjórnmálamönnum (allra flokka) og fjölmiðlafólki (þ.m.t. þeim sem kalla sig rannsóknablaðamenn) ekki eins vel...

ls (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 276
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 4492
  • Frá upphafi: 2450190

Annað

  • Innlit í dag: 250
  • Innlit sl. viku: 4179
  • Gestir í dag: 241
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband