Leita í fréttum mbl.is

Fáráðar

Sennilega á ekkert orð betur við um helstu stjórnmálamenn Evrópusambandsins en orðið "fáráðar". Þeim koma fá haldbær ráð í hug, en þeim sem þeim kemur þó í hug eru slæm. Þeir hafa enga hugmyndafræðilega tengingu við eitt eða annað en að hanga á völdunum. Framtíðarsýnin nær ekki lengra en til næsta kjördags.

Angela Merkel og Francois Hollande eru flaggskip ömurleika Evrópskra stjórnamálamanna. Þau hafa engar lausnir. Þau stjórna því frá degi til dags. Eftir hundruði funda þar á meðal fjölda neyðarfunda hefur vandi Grikkja ítrekað verið leystur. En aðeins til bráðabirgða. Framtíðarlausn er engin og ný fundarsería er væntanleg varðandi efnahagsvanda Grikkja.

Evrópskir leiðtogar höfðu ekki yfirsýn eða skilning á því hvaða máli það skiptir fyrir öryggi og efnahagslega framþróun Evrópu að stjórna landamærunum, en láta ekki innflytjendur flæða yfir stjórnlaust. Með því settu þeir velferðarkerfið í Evrópu í uppnám og öryggi eigin borgara.

Þegar einræðisherrann í Tyrklandi Erdogan ýtti hundruðum þúsunda  fólks yfir til Evrópu höfðu leiðtogar Evrópu engin önnur ráð en að semja við einræðisherrann. Leggjast í duftið og biðja hann vægðar Bjóða honum marga milljarða Evra, ef hann yrði góður. Auk þess gæti hann sent alla Tyrki til Evrópu að vild.

Nálegri sendinefnd á fund Tyrkjasoldán hefur aldrei farið úr Evrópu til Miklagarðs.

Stjórnmála- og fréttaelítan í Evrópu gerir engar athugasemdir við að einræðisherrann í Tyrkalandi útrými tjáningarfrelsinu og handtaki alla sem gagnrýna hann. Þeir gera heldur ekki athugasemd við að fjöldamorð hans á  Kúrdum. Merkel setur kíkinn fyrir bæði blindu augun, en telur rétt að höfða mál gegn grínista sem vogaði sér að gera grín að Erdogan einræðisherra.

Nú hótar Erdogan að senda nýja bylgju "flóttamanna" til Evrópu nema hann fái meiri pening.

Á sínum tíma var einræðisherra í landinu sem Merkel ríkir nú. Hann vildi losna við Gyðinga og útrýma öðrum en eigin skoðunum. Forustumenn Evrópu brugðust ekki við og neituðu að taka við Gyðingunum þó þeir vissu að það þýddi dauðadóm yfir þeim fyrr eða síðar. Þá lokaði stjórnmála- og fréttaelítan augunum og þaggaði niður í hatursáróðursmönnum eins og Winston Churchill sem krafðist þess að brugðist yrði við til verndar mannréttindum og lýðfrelsi.

Sagan endurtekur sig nú. Stjórnmála- of fréttaelítan í Evrópu þar á meðal á Íslandi dansar eftir flautuleik Erdogan einræðisherra. Fjölmiðlar Evópu tíunda harmleikina sem verða þegar Erdogan sendir lekahripin yfir hafið með ótölulegum fjölda fólks og margir farast. Fjölmiðlaelítan kennir stjórnmálamönnum í Evrópu um í stað þess að benda á einræðisherrann sem er valdur að þessu. 

Hér á landi er stjórnmála- og fréttaelítan svo heltekin af uppgjafarheilkenninu að hún ræðst gegn öllum þeim sem vara við opnum landamærum og skefjalausum innflutningi fólks úr framandi menningarheimum. Lítt virðist stoða að benda á víti hinna Norðurlandanna til varnaðar. Þetta stjórnmála- og fréttafólk tekur undir með Merkel í uppgjafarsöngnum gagnvart gjörspilltum illum einræðisherra sem stendur fyrir fjöldamorðum á Kúrdum en gegn heilbrigðri skynsemi, öryggi og velferð eigin borgara. Ábyrgðarlausara lið fáráða hefur ekki sést fyrr hvorki á innlendum vettvangi né Evrópskum.

Meðal annarra orða. Eigum við samleið með Tyrkjum í Nato. Fara öryggishagsmunir okkar og þeirra saman. Hvað er þá til ráða. Reka Tyrki eða við yfirgefum sakomuna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt kæri Jón!

Ég vona að það séu fleiri og þá helst einhverstaðar á meginlandi Evrópuálfu sem að þenkja eins og þú í þessum málum og stinga niður penna af tilefninu. Þó svo að mér líki skrifin þín þá er ég hræddur um að enginn "sem skiptir máli" lesi eða heyri svona boðskap heiman af Klaka.

Það er ljóst að Evrópusambandið hefir snúist upp í andhverfu sína og nú er svo komið að vandinn, efnahags- og byggðar er óviðráðanlegur.

Ég finn talsvert fyrir þessu þar sem ég bý í Frakklandi og hefi gert um skeið. Og stór hluti vandans en ekki lausna er forseti vor, Herra Hollande.

Kveðjur góðar heim á "gamla landurinn' sunnan úr álfu

Hörður Þór Karlsson (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 13:21

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Verður ekki að kíla á lokun landamæra íslands.Við erum byrjuð að fá sendingar með Norrænu og það mun aukast þar sem engin lög ná yfir þá sem eru komnir inn í Evrópu eða Shengen svæðið. Verðum við ekki að virkja Ólaf ef hægt er með að setja stopp á alla flóttamenn áður en þeir komast til landsins. Jón þú ættir að þekkja lagalegar leiðir.

Valdimar Samúelsson, 12.5.2016 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband