Leita í fréttum mbl.is

Einkunnir og palladómar RÚV spyrla í umræðum forsetaframbjóðenda

Umræður frambjóðenda til forseta á RÚV í gærkvöldi voru athyglisverðar um sumt. Einkum vakti þáttur stjórnenda RÚV athygli.

Í fyrsta lagi þá nálguðust stjórnendurnir frambjóðendur með mismunandi hætti:

Davíð þú ert nú svo umdeildur áttu þú eitthvað erindi og telur þú þig geta verið sameiningartákn þjóðarinnar?

Ástþór þú hefur nú ekki haft erindi sem erfiði af hverju ertu að bjóða þig fram?

Andri Snær þú ert umhverfissinni og vilt gæta viðkvæmrar náttúru landsins?

Guðni þú mælist langhæst í skoðanakönnunum hverju þakkar þú það?

Sturla þú hefur beitt þér fyrir hagsmunum fátæka fólksins hverju breytir það að þú verðir forseti?

Aðrir fengu líka sína dóma. Eins og Halla hrunverji og hinar konurnar þrjár hvers vegna ertu að þessu eiginlega? Í sjálfu sér spurning sem hefði þá átt að vera inngangsspurning hjá öllum án einkunnagjafa

Hér eru týnd til nokkur dæmi um ávirkar og skoðanamótandi spurningar stjórenda umræðuþáttarins. Þær eru til þess fallnar að gefa ákveðna sýn á frambjóðendur. Davíð er umdeildi maðurinn sem stendur ekki fyrir neitt jákvætt. Ástór er paufarinn sem er endalaust að berjast við einhverju sem á enga skírskotun. Andri Snær stendur fyrir jákvæð gildi náttúruverndar og Guðni er fyrirfram sigurvegari. Sturla er alþýðuhetjan í uppleggi þáttastjórnenda.

Annað vakti líka athygli. Sumir frambjóðendur voru nánast stöðvaðir strax af stjórnendunum eins og t.d. Ástþór hvað eftir annað, en aðrir eins og t.d. Andri Snær máttu láta móðan mása án inngripa þeirra.

Aldrei hef ég séð hvorki hér á landi né erlendis eins ávirka palladóma frá stjórnendum umræðuþáttar fyrir kosningar. Það verður að gera þá kröfu til RÚV að það sinni þeirri lágmarksskyldu við lýðræðið í landinu að velja hæft fólk til að stjórna mikilvægum umræðuþáttum frambjóðenda eins og þessum. Fólk sem kann, skilur og veit og gefur ekki palladóma en lætur fólkinu í landinu það eftir að móta sér skoðun á frambjóðendum á lýðræðislegum grundvelli óháð skoðunum og palladómum stjórnenda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það einhver feluleikur að Davíð sé umdeildur? Hann sagði það sjálfur að það væri kostur. Ef Ástþór hefði ekki verið stoppaður hefði hann talað út vikuna. Það er aldrei hægt að gera öllum til hæfis en mér fannst stjórnendur standa sig vel. Elísabet stóð sig best og Ástþór mjög skemmtilegur. Hin komust flest þokkalega frá þessu.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 4.6.2016 kl. 12:07

2 identicon

 Satt segir þú. Það er til háborinnar skammar, hvernig þetta svokallaða almenningsútvarp er orðið. Ég nennti nú raunar ekki að sitja yfir þessu masi og rausi í forsetaframbjóðendunum, finnst ég yfirleitt lítið græða á svoleiðis röfli, enda er ég alveg ákveðin í því, hvern ég kýs, og er ein af yfirlýstum stuðningsmönnum Davíðs, enda hefði ég ekki kosið, ef hann hefði ekki boðið sig fram eða hans líki. Það er náttúrulega alveg dagljóst, hvernig Rúv er orðið, enda rekur þessi Sovétfréttastofa þess bullandi pólitík og varla hlustandi á fréttirnar þar eða fréttatengda þætti. Það er líka auðheyrt, hvar þeir eru í ESB-pólitíkinni, eins og þeir agitera fyrir því, að við önum inní það brennandi hús. Sem ESB-andstæðingur get ég ekki hugsað mér að kjósa neinn ESB-sinna sem forseta, og yfirleitt neinn þeirra, sem þessi Sovétfréttastofa Rúv eða 365-miðlar, sem eru síst skárri, fara að mæla með. Það er vitað mál, að Guðni er þeirra frambjóðandi. Sem dóttir fyrsta formanns Sjómannasambands Íslands kæri ég mig heldur ekkert um að kjósa mann, sem talar illa um sjómenn eða niður til þeirra og þeirra afreka. Ég hef yfirleitt ekki getað séð neinn af þessum frambjóðendum fyrir mér á Bessastöðum nema Davíð, svo að valið er einfalt. Það er bara sorglegt til þess að hugsa, hversu mjög Rúv hefur breyst frá því, sem áður var, og við ólumst upp við, og var þó þá nóg af vinstri sinnuðu fólki innan dyra fréttastofunnar, en datt ekki í hug að brjóta svona freklega hlutleysisregluna, eins og nú hefur gerst. Það virðist bara enginn vilja breyta þessu, því miður.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2016 kl. 12:07

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Rétt athugað.  Of oft vill brenna við, að spyrlar rembist við að láta ljós sitt skína.  Þeir hinir sömu skilja ekki, að þeir standa sig bezt, þegar þeir sýna fyllstu hlutlægni og gera engum hærra undir höfði en öðrum. 

Bjarni Jónsson, 4.6.2016 kl. 16:35

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sammála hverju orði, Jón. Það var allt að því óþægilegt að horfa á þennan þátt. Án þess ég ætli að gera neinum af frambjóðendum hærra undir höfði en öðrum, fannst mér spyrlarnir ósvífnir og á köflum andstyggilegir við þá sem minnst mælast í skoðanakönnunum, en silkimjúkir við "þá réttu" af þeim "réttu". Ömurlegt spyrlateymi og höfðu greinilega ekki samið sínar spurningar sjálf. Málpípur sem nánast hreyttu í suma frambjóðendur ófyrirleitnum spurningum, eins og að drekka vatn. Óhæft fólk, með öllu. Framundan er ófyrirleitin kosningabarátta, sem keyrð verður á sameiginlegum þvingunargjöldum almennings til þessa DDDrúv.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 5.6.2016 kl. 00:39

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flestir virðast sjá þessi skelfilegu vinnubrögð fréttamanna ruv, samt gerist ekkert. Hvað er til ráða?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.6.2016 kl. 06:46

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

Lýðræðið hefur vikið fyrir RÚV-ræði !

RÚVarar, hústõkufólkið í Éfstaleiti ætlar að ráða þessu !

Gunnlaugur I., 5.6.2016 kl. 07:30

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég verð að leggja orð í belg. Þessi þáttur var bara grín! Fyrirfram settar spurningar. Fólki gert ójafnt undir höfði. Ef við fáum fleiri svona þætti vona ég að þær verði málefnalegar.

Vona svo líka að frambjóðendum verði boðið til sætis. Þvílík skömm þessi fyrsta umræða á RÚV. Ég hef reyndar valið fyrir mig..en hvað um þá sem eru að móta sér skoðun?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.6.2016 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 502
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband