Leita í fréttum mbl.is

Brexit

Ég hlustaði á kappræður andstæðra fylkinga um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu í gærkvöldi. Fyrrum borgarstjóri London Boris Johnson var yfirburðamaður í umræðunum, en aðrir stóðu sig einnig vel enda toppfólk sem tók þátt í þessari umræðu á vegum BBC.

Talað hefur verið um hræðsluáróður útgöngufólks, sem reyni að vekja ótta vegna innflytjendastraumsins frá öðrum Evrópuríkjum og stefnu Evrópusambandsins í Evrópumálum. Boris Johnson gerði góða grein fyrir því og sýndi fram á fáránleika innflytjendastefnu Evópusambandins þar sem smygglarar eru teknir við stjórninni í boði Angelu Merkel.

Hræðsluáróðurinn virist mér fyrst of fremst vera einhliða og koma frá aðildarsinnum, sem töluðu um að enska pundið mundi falla niður úr öllu valdi. Bretum stæði ekki til boða jafngóð kjör í viðskiptum o.s.frv. o.s.frv. Í stuttu máli minnti umfjöllun aðildarsinna mig á rök talsmanna samninga um Icesave á sínum tíma þar sem fullyrt var að við yrðum annars flokks ríki á borð við Kúbu og Norður Kóreu ef við samþykktum ekki Icesave. Aðildarsinnar í Bretlandi nota í meginatriðum sömu röksemdirnar.

Fróðlegt verður að sjá hver niðurstaðan verður í kosningunum á morgun. Margir hafa talað um að umræðan hafi verið hatursfull og sumir hafa fullyrt að það hafi leitt til þess að truflaður maður myrti bresku þingkonuna Joe Cox. Slíkar fullyrðingar hafa takmarkaða innistæðu þegar betur er skoðað. Því miður þá gerast voðaverk, sem eru fyrst og fremst afleiðing af truflunar viðkomandi geranda. Þegar slíkir einstaklingar eiga í hlut þá skaða þeir að jafnaði þann málstað sem þeir segjast vilja þjóna eins og varð í þessu tilviki. 

Þeir sem leitt hafa umræðuna í Bretlandi á báða bóga hafa ekki verið með hatursáróður en þeir hafa haldið fast á sínum málum og yfirleitt gert það af mannviti, en óneitanlega minntu rök aðildarsinna í umræðum BBC í gær mig á rök stuðningsmanna Icesave á sínum tíma hér á landi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt, margt er líkt með skyldum.

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2016 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 808
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband