Leita í fréttum mbl.is

Lífið er fótbolti

Ég hef ekki þorað að þvo landsliðsbúninginn minn frá því að EM byrjaði af ótta við að það muni breyta öllu til hins verra fyrir landsliðið. Það skiptir vissulega máli hvernig við á hliðarlínunni og/eða sjónvarpið undirbúum okkur fyrir leikinn. Ef svo heldur fram sem ég vona að íslenska landsliðið spili til úrslita á EM má búast við því að þeir sem næst mér standa þoli illa við í návist óþvegins landsliðsbúnings sem tekið hefur í sig og á öll geðhrif og spenning, gleði og sorg en þó aðallega gleði frá því að mótið byrjaði.

Landsliðsþjálfarinn sagði að úrslitin í leiknum í dag mörkuðu tímamót og mundi breyta einhverjum hlutum í ensku og íslensku þjóðfélagi til frambúðar. Ekki veit ég það svo gjörla en hitt veit ég að það hefði góð áhrif fyrir þjóðernistaugina ef við mundum vinna Breta. Jafnvel stagneraðir alþjóðahyggjukratar og kommar mundu þá ekki komast hjá því að viðurkenna að í þeim blundaði þjóðernissinni.

Hvað sem þessu öllu líður þá stöndum við með okkar mönnum hvernig sem fer og gleymum því ekki að þeir eru alltaf strákarnir okkar sem eru að gera sitt besta og þeir hafa verið og eru landi og þjóð til sóma. Þetta er besta knattspyrnulandslið sem við höfum nokkru sinni átt og vonandi tekst þeim það illmögulega í kvöld. Að vinna Breta.

Áfram Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 67
  • Sl. sólarhring: 809
  • Sl. viku: 6266
  • Frá upphafi: 2471624

Annað

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 5717
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband