Um aldir var um það deilt í kristna heiminum, hvort "Guðs lög" þ.e. klerkaræði eða almenn lög leikra manna skyldu vera æðri. Frægasta dæmið í Íslandssögunni um þetta, eru orð Jóns Loftssonar, Oddaverja sem mestur var höfðingi á landi hér í sinni tíð þegar hann sagði þegar biskup krafðist ættaróðals hans á grundvelli kirkjulaga:
"Heyra má ég erkibiskups boðsskap, en ráðinn er ég í að halda hann að engu og eigi hygg ég, að hann vilji betur eða viti, en mínir foreldrar Sæmundur hinn fróði og synir hans." Biskup hótaði þá að bannfæra Jón, en hann lét sig ekki og biskup þurfti frá að hverfa og var það hin mesta sneypuför.
Í kjölfar umbrota á síðmiðöldum og í kjölfar sigurs heimspeki upplýsingaaldarinnar, var oki kirkju og klerkadóms létt af þjóðum kristna heimsins. Í kjölfarið varð sú þróun,að Evrópa varð forustuálfa um tjáningafrelsi,lýðréttindi, almenn mannréttindi og lýðræði. Af því leiddu framfarir í verklagi og skipulagi sem gerði Evrópu ekki bara að forustuálfu hvað varðar réttindi einstaklingsins heldur einnig á öllum sviðum verklags og viðskipta.
Því miður hefur Íslamski heimurinn ekki gengið í gegn um sama þróunarferli og því hamlar stirnað klerkaræði framþróun í þeim löndum sem klerkaræðið ríkir og á mikið undir sér.
Svo merkilega brá við þ.29.júní s.l., að biskupinn yfir Íslandi lýsti því yfir ásamt nokkrum prelátum sínum, að kirkjulög væru eftir allt saman æðri lögum leikra manna settra á Alþingi. Biskupinn og prelátarnir sögðu að hvað svo sem menn hefðu af sér brotið þá skyldu þeir eiga kirkjugrið án þess að útfæra það frekar. Helst var að skilja að kæmist afbrotamaður í kirkju þá gætu lögleg lýðræðislega kjörin stjórnvöld ekki komið fram lögum. Þessi skoðun biskups er afturhvarf til viðhorfa sem voru við lýði í kirkjurétti fyrir um 800 árum, en eru fyrir löngu aflögð, sem betur fer, lýðræði og borgaralegum réttindum til heilla.
Það er ekkert í íslenskum lögum, sem veitir sökuðum mönnum eða afbrotafólki vernd í kristnum kirkjum. Það væri ósvinna hin mesta að ætla að færa það í lög nú eða af kirkjunni að ætla að taka sér það vald. Þá yrði farið á svig við grunnréttinn um jafnrétti borgaranna hvað þá trúfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Þeir sem ekki kæmust í kirkju yrðu dæmdir og tuktaðir en þeir sem í kirkjuna kæmust fengju að sinna störfum kórdrengja allt undir náð biskupsins og preláta hennar. Hætt er þó við að þeir yrðu seint hvítskúraðir kórdrengir.
Í Laugarneskirkju var fyrir mannsöfnuður nokkur þ.29 júní og vildi varna því að lögreglan gæti framfylgt lögum. Allt var undirbúið og leikritið æft. Myndavélum var komið fyrir í áróðursskyni fyrir aðstandendur "opinna landamæra" og gott fólk sem vill ekkert illt sjá eða heyra. Prelátarnir og aðrir sem að þessu stóðu og rugluðu um kirkjugrið í fyrirfram tilbúnu leikverki sínu, voru í raun að gerast brotlegir við 106.gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og eftir atvikum einnig 107.gr.sömu laga.
Viðbrögðin létu ekki á sér standa öfgatrúleysingjafélagið Vantrú lýsti yfir stuðningi við þetta framferði Biskupsins yfir Íslandi og preláta hennar í Laugarneskirkju og stór hópur fólks sem þekkt hefur verið fyrir þjónkun við ákveðin kristnifjandsamlega isma máttu vart vatni halda af gleði yfir þessari lagalegu sjálftöku prelátanna í Laugarneskirkju. Fréttastofa RÚV sýndi áróðursmyndbandið svikalaust og Fréttablaðið sagði að fólk væri almennt slegið óhug yfir aðgerðum lögreglunnar. Sá óhugur virðist þó mjög staðbundinn við andstæðinga kirkju og kristni, biskupinn og legáta hennar.
Innanríkisráðherrann hafði það eitt að segja um málið að lögreglan væri sífellt að skoða verkferla sína. Það er heldur betur munur fyrir lögreglu og Útlendingastofnun að hafa yfirmann eins og Innanríkisráðherra sem stendur aldrei með sínu fólki og lögunum í landinu heldur sýnir í besta falli hlutleysi eða gengur þá í lið með upplausnaröflunum.
Nú hlítur það að vera verkefni ríkissaksóknara að kalla eftir rannsókn á málinu með tilliti til þess hvort prelátarnir og eftir atvikum biskupinn hafi brotið gegn 106.gr. sbr. 107.gr. almennra hegningarlaga. Ríkissaksóknara er þó nokkur vorkunn að ætla að framfylgja lögum í landinu og lögboðnum starfsskyldum sínum að þessu leyti þar sem að hennar æðsti yfirmaður mundi þá e.t.v. gera kröfu um endurskoðun á öllum verkferlum og fordæma það að saksóknari hagaði störfum sínum með þeim hætti að allir væru jafnir fyrir lögunum.
Vitið þér enn eða hvað?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 310
- Sl. sólarhring: 662
- Sl. viku: 4131
- Frá upphafi: 2427931
Annað
- Innlit í dag: 286
- Innlit sl. viku: 3822
- Gestir í dag: 274
- IP-tölur í dag: 263
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Góður pistill kæri Jón.
Ekki láta þér þó detta í hug að allir prelátar þjóðkirkjunnar séu byskupi órum sammála í þessu, hvað þá prelátunum í Laugarneskirkju. Þó eru ótrúlega, raunar óþ´gilega margir, preláta landsins sammála þessu. Góður er, og þarfur seem þinn, pistill Jóns Vals um þetta efni og læt ég fylgja slóðina á hann :
.
http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2175756/
.
.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.6.2016 kl. 11:35
Sæll Jón, ég segi það aftur. Þú þessi skemmtilegi maður og það meina ég. Ég hvet þig með vinsemd og virðingu til að líta í kring um þig og sjá allt það góða í heiminum, ekki aðeins það vonda, því ef þú gerir það ekki þá verður þetta erfitt. Þú getur ekki þráast svona við fram eftir öllum aldri Jón.
Það eru mörg mörg málefni sem maður með þína menntun og reynslu getur unnið mikið gagn, þetta mál er ekki eitt þeirra.
bkv
g
Gunnar Waage (IP-tala skráð) 30.6.2016 kl. 16:38
Takk fyrir það Prédikari. Ég veit að margir kirkjunar þjónar eru æfir út í biskupinn og þessa Laugarnesvillu. En þeir þora ekki að láta í sér heyra því miður. Óttinn við reiði öfgafólksins um opin landamæri og nytsömu sakleysingjanna sem halda að það sé verið að hjálpa fólki í neyð er svo mikill.
Jón Magnússon, 30.6.2016 kl. 17:06
Takk fyrir hólið Gunnar minn. Ég geri það daglega að líta í kring um mig og horfa á það góða í heiminum og fegurð fjallanna. Ég veit hins vegar að það er rétt hjá þjóðskáldinu sem kvað: Guð það hentars heimi fann það hið blíða blandað stríðu, allt var gott sem gjörði hann.
Ég óska mér ekki þess hlutskiptis Gunnar að þurfa stöðugt að þurfa að skrifa greinar til varnar tjáningarfrelsi og kristilegum gildum í landinu og benda á þá ógn sem steðjar að íslensku samfélagi. Það er hins vegar þannig Gunnar að þetta er mesta alvörumálið sem við stöndum frammi fyrir og ef við töpum því að hér sé ein þjóð í einu landi þá er miklu glatað. Við getum rifist um kvótakerfi, verðtryggingu, okur gagnvart neytendum og þá má laga og lagast vonandi sem fyrst, en þau mál hlaupa ekki frá okkur. Hins vegar er það svo að ef við töpum samfélagsgerðinni og hér fara að myndast ghettó eða samfélög sem jafnvel tala ekki íslensku og hata og fyrirlíta mannréttindi og kristilega arfleifð þjóðarinnar þá náum við því aldrei til baka. Þess vegna neyðist ég þessi skemmtilegi maður til að vera í vörninni hvað þetta varðar. Kæmir þú og fleiri af afli í þessa baráttu með mér Gunnar, þá mundi ég hafa meiri tíma til að fjalla um annað og skemmtilegra sem lífið hefur upp á að bjóða.
Jón Magnússon, 30.6.2016 kl. 17:13
Það er ekki að sjá á myndbandinu að nokkur hefi verið að reyna að hindra lögreglu í starfi þegar þeir tóku mennina. Ég sá allavega engan reyna að stoppa þá. Einn gekk að lögreglumanni og sagði honum að sá sem hann væri að setja í járn væri bara 16 ára og var fyrir vikið beittur algerlega tileflnslausu ofbelsi af hálfu lögreglumannsins sem sló hann í andlitið. Það ætti að sjálfögðu að ávíta þennan lögreglumann fyrir það tilefnislausa ofbeldi.
Ég hel að það hafi verið harkan í aðgerðum lögreglunnar sem fór fyrir brjóstið á fólki en ekki það að þeir hafi þurft að framfyljga þeirri stjórsýsluákvörðun sem ákveðin var af Útlendingastofnun. Kirkjunnar menn voru ekki að mótmæla lögunum sem stjórnsýsluákvörðunin byggir á heldur stjórnsýsluákvörðuninni sem slíkri sem hefði verið hægt að hafa allt öðruvísi en samt innan ramma laganna. Það er fyrst og fremst beiting laganna en ekki lögunum sjálfum sem fólk er að mótmæla.
Hvaða fylgjandur "kristinfjandsamlega isma" ert þú að tala um?
Sigurður M Grétarsson, 30.6.2016 kl. 17:39
Þakkir fyrir góðan og þarfan pistil.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.6.2016 kl. 19:07
Ég held ekki að kirkjugrið hafi nokkurn tíma verið ætluð afbrotamönnum. Þeir menn sem leituðu skjóls í Laugarneskirkju voru heldur ekki afbrotamenn. Þeir voru flóttamenn.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.6.2016 kl. 20:02
Þakka góða grein og þetta voru undarleg skot frá Gunnari en hann er líklega með margar kinnnar.
Ég tel að þessar aðgerðir kirkjunnar eigi að kæra og sérstaklega biskup en hann er að fæla kristna frá kirkjunni.
Við í þessu samfélagi tökum ekki svona aðgerum sem leik og hvað þá aðgerðir NoBorder fólksins en þar á að setja lögbann og nálgunar bann á alla sem tilheyra og hjálpa þessum ef ég ma segja Anarkistum.
Valdimar Samúelsson, 30.6.2016 kl. 20:26
Góður pistill eina ferðina enn. Skil ekkert í Gunnari Waage en haltu þínu striki Jón.
Laugarnesvilla er gott orð yfir þessa villu og mikil skömm. Lögreglumenn voru þarna að vinna sína vinnu og eins og ég best sá og skil þig, í samræmi við lög. Persónulega ber ég enga virðingu fyrir presti kirkjunnar og ekki í fyrsta sinn sem þessi kona kemur fram eins og verndari þeirra sem brjóta lög.
Elle_, 1.7.2016 kl. 11:28
Sigurður M. Grétarsson það liggur fyrir núna að þetta var sviðssetning af hálfu Kirkjunnar með blessun biskupsins yfir Íslandi. Ég er ekki sammála þér að lögreglan hafi ekki staðið faglega að þessu máli í alla staði. Lögreglan verður alltaf að ráða við aðstæður og þess vegna verður að stugga við fólki sem er að blanda sér í mál sem því kemur ekki við og það var gert og ekkert annað. Fólki er þvert á móti misboðið Sigurður Grétar yfir því hvernig kirkjan stendur að svona málum og hjálpar til við að gera áróðursmyndband og tálmar starfi löreglunnar. Áttar þú þig á að þessir lögreglumenn eru að gegna skyldustörfum og þeir eiga konur og börn það er verið að reyna að útmála þá sem einhver illmenni. Þetta var óþokkabragð af hálfu þessara vankristnu forustumanna Íslensku þjóðkirkjunnar.
Jón Magnússon, 1.7.2016 kl. 21:59
Takk fyrir það Heimir.
Jón Magnússon, 1.7.2016 kl. 21:59
Þeir voru ekki flóttamenn Þorsteinn. Þeir voru ólöglegir innflytjendur. Á því er mikill munur. Það var búið að fjalla um mál þeirra af þeim fagaðilum sem hafa með málið að gera og þetta var niðurstaðan. Niðurstöðu yfirvalda verða menn að hlýða hvort sem þeim líkar betur eða verr líka pokaprestar.
Jón Magnússon, 1.7.2016 kl. 22:01
Takk fyrir það Valdimar. Sammála.
Jón Magnússon, 1.7.2016 kl. 22:01
Þakka þér fyrir Elle sammála þér.
Jón Magnússon, 1.7.2016 kl. 22:02
Jón. Það var ekki búið að fjalla um mál þessara manna af fagaðilum. Það var ákveðið að nýta sér Dyflinnar reglugerðina til að komast hjá því að fjalla um mál þeirra af fagaðilum. Og það er þessi staefna stjórnvalda að nýta sér alltaf þá heimild sem er til staðar í Dyflinnar reglugerðinni til að komast hjá því að afgreiða mál hér sem er verið að mótmæla. Eitt af því sem var verið að mótmæla þarna var að ekki skyldi skoðað hversu gamall yngri maðurinn er þar sem líklegt er að hann sé barn að aldri.
Sigurður M Grétarsson, 4.7.2016 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.