Leita í fréttum mbl.is

The lowly Iceland

Gremja Englendinga brýst fram með ýmsum hætti vegna þess að landsliðið þeirra tapaði fyrir Íslandi. Í grein í Daily Telegraph í dag er talað um að þeir hefðu tapaði fyrir "the lowly Iceland" þ.e. tapað fyrir þessu ómerkilega Íslandi. Annarsstaðar í blaðinu er liðinu hins vegar hrósað fyrir einbeitni og góðan fótbolta.

Seinna í dag keppir Íslenska landsliðið við það franska á þjóðarleikvangi Frakka í París. Leikvangurinn rúmar meir en 80 þúsund manns eða eins og einn af hverjum fjórum Íslendingum. Þannig kæmust rúmlega 25% íslensku þjóðarinnar á þennan völl.

Þessi stærðarhlutföll og sú staðreynd að við erum ítrekað að keppa við milljónaþjóðir og höfum haft betur fram að þessu sýnir hversu frábær árangur íslenska landsliðsins er.

Það þarf margt að ganga vel og fótboltinn er nú einu sinni þannig að það þarf góða og sterka liðsheild ásamt heppni til að vinna leiki þegar keppt er við álíka góð eða betri lið. Við höfum aldrei átt jafn sterkt og heilstætt landslið þar sem valinn maður er í hverju rúmi og við getum valið um frábæra varamenn til að fylla þeirra skörð ef nauðsyn ber til.

Synir mínir ákváðu að skella sér til Parísar til að styðja okkar menn og buðu mér að koma með, en ég sagðist frekar vilja slá tvær flugur í einu höggi og sjá undanúrslitaleik Íslands við Þýskaland og síðan úrslitaleikinn. Ég vona að mér verði að ósk minni og Ísland vinni Frakkland seinna í dag.

Þegar sú stund nálgast að strákarnir okkar fari að spila á þjóðarleikvangi Frakka í París mun ég fara í svitastorkinn íþróttabúninginn minn, en ég hef ekki viljað þvo hann síðan við byrjuðum að vinna af eintómri þjóðlegri hjátrú, en ég er eins og margir aðrir sem halda að þeir eigi besta leik allra á hliðarlínunni og það sé undir þeim komið hvernig leikurinn fer.

Hvernig svo sem gengur í dag þá erum við samt með langbesta landslið í heimi miðað við fólksfjölda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 485
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband