Leita í fréttum mbl.is

Til hvers flokksþing Framsóknarmenn?

Eitt af séreinkennum íslenskrar stjórnmálaumræðu er að mótmæla því sem liggur í augum uppi.

Þingmaður Framsóknarflokksins kom í fréttaviðtal í 22 fréttum RÚV í gær af því tilefni að ákveðið var að halda flokksþing Framsóknarflokksins. Hann sagði að það væri ekki til að losna við formanninn heldur vegna þess að Framsóknarfólki fyndist svo gaman að vera saman.

Ekki skal dregið í efa að Framsóknarfólki þyki gaman að vera saman. Samt er sú eina ástæða til að boða til flokksþings að mikil óánægja er með að Sigmundur Davíð leiði flokkinn í komandi kosningum. Framsóknarfólk er ekki skyni skroppið og gerir sér grein fyrir því að þrátt fyrir að Sigmundur hafi margt gott gert þá væri samt heppilegra að velja aðra forustu.

Af hverju þá ekki að segja það? Af hverju keppast flokksbroddar Framsóknarflokksins við að lýsa yfir stuðningi við Sigmund Davíð á meðan víðtæk samantekin ráð eru um að losa sig við hann sem formann. Af hverju má ekki segja það sem allir sjá og skynja?

Halldór Laxnes Nóbelskáld lýsir þjóðareðli okkar í Innansveitarkróníku og segir að því hafi verið haldið fram að íslendingar "verði skelfingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls." - Nú mætti bæta við "eða haldi því fram sem allir vita að er ekki rétt til að komast hjá að ræða kjarna málsins."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var einmitt að hugsa það sama. Þetta hljómar einhvernveginn svo falskt.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2016 kl. 11:44

2 identicon

Sæll Jón.

Sigurður Ingi hefur marglýst því yfir
að hann sækist ekki eftir formennsku í flokknum
og er því enginn í augsýn sem nokkur veigur er í.

Sigmundur Davíð er borinn til forystu og sjá það
jafnt samherjar sem andstæðingar hans.

Framsóknarflokkurinn mun nær þurrkast út í
komandi kosningum ef hann skrifar uppá
800 milljón króna gjöf George Sorosar
og illþýði hans fyrir höfuð Sigmundar Davíðs.

Sigmundur hyggst flytja sína höfuðlausn og vonandi
ber Framsóknarflokkurinn gæfu til þess og höfðingsskap
að gjalda það kvæði sem vert er en á honum brennur sá
eldur og verður eftir því tekið hvort enn eru menn
með viti þar innan veggja eða þeir vitlausir orðnir 
allir!

Húsari. (IP-tala skráð) 26.8.2016 kl. 14:37

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Rétt er það Jón. Kettir fara í kringum heitan graut og það óbeðnir en framsóknarmenn eru ekki einu flokksmeðlimirnir sem það gera.

Píratar galgopast á ritvöllinn þessa dagana, sem er reyndar gott mál. Þar er einn vel ritfær og kemur hlutum vel frá sér en enginn veit hvort hann er einn um þær skoðanir eða flokkurinn.

Þú lýsir framsókn ágætlega, litlu við að bæta.

Vinstri Grænir, þegja á meðan Steingrímur þegir. Styttist í að hann frussi í geðræðiskasti yfir landslýð.

Samfylkingin... ?

Viðreisn, kratar að flýja sjálfstæðisflokkinn, tímabært, fyrir löngu.

Sjálfstæðisflokkurinn. Hvað ætlar hann að gera? Standa á sínum prinsippum? Hann þarf að öllum líkindum að rifja þau mörg hver upp og þá sérstaklega þau sem snúa að aukaatriðunum. Aukaatriðin eru of fyrirferðarmikil þessi árin og áratugina.

Vona að beinið í nefinu þoli grautinn.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.8.2016 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 273
  • Sl. sólarhring: 763
  • Sl. viku: 4094
  • Frá upphafi: 2427894

Annað

  • Innlit í dag: 254
  • Innlit sl. viku: 3790
  • Gestir í dag: 249
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband