Leita í fréttum mbl.is

Fréttablaðið, Geert Wilders og ISIS

Stundum er athyglisvert að sjá mismunandi tök fréttamiðla á sömu frétt. Í gær sagði Fréttablaðið frá ummælum Jórdanska prinsins Zeid Ra,ad al-Hussein formanns Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann líkti baráttuaðferðum stjórnmálafólksins Geert Wilders, Donald Trump, Marine Le Pen, Nigel Farage og Viktor Orban við aðferðir ógnarsamtakana ISIS. Samlíkin ein hefði átt að kveikja allar aðvörunarbjöllur hjá fréttamiðlinum, en þess í stað þá sagði Fréttablaðið frá ummælum þessa Jórdanska prins nánast eins og þar hefði almættið einu sinni enn höndlað stóra sannleikann og greinin var að öðru leyti samfelld árás á hollenska stjórnmálamanninn Geert Wilders.

Stórblaðið Daily Telegraph fjallar um þessi sömu ummæli Jórdanska prinsins með öðrum hætti en Fréttablaðið.

Daily Telegraph gagnrýnir prinsinn fyrir að segja að frjálst markaðshagkerfi sé ógn við heiminn. Blaðið segir að Hussein prins sé heiftarlega gagnrýndur fyrir þessi ummæli sín og ummæli um Geert Wilders og aðra hægri sinnaða stjórnmálamenn. Telegraph segir að Hillel Neuer yfirmaður UN Watch tali um þetta sem "loony tweed" á sama tíma og þjóðarmorð milljóna fólks eigi sér stað, sem og þrælahald og hungur.

Það er athyglisvert að skoða þessi ummæli jórdanska prinsins ekki síst vegna þess að allar tilraunir til að stjórna á grundvelli annars en frjáls markaðshagkerfis hafa brugðist. Augljósasta dæmið í dag er Venesúela þar sem milljónir búa í dag við hungur í þessu áður auðuga landi og frjálst markaðshagkerfi hefur komið hundruðum milljóna Kínverja frá fátækt til velmegunar.

Það athyglisverðasta er samt að skoða mismunandi umfjöllun breska stórblaðsins og Fréttablaðsins. Fréttablaðið er andaktugt yfir ummælum Jórdanans og tekur því eins og Guð hafi sagt það og bergmálar skoðanir hans, en Daily Telgraph vekur athygli á hversu arfa vitlaus þessi ummæli prinsins eru.

Umfjöllun Fréttablaðsins eru í samræmi við þá glórulausu pólitísku innrætingu sem þessi fjölmiðill stundar, en sjaldan hafa þeir verið teknir eins illilega í bólinu og nú.

Meðal annarra orða. Hvernig stendur á því að Jórdanskur prins er formaður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í Jórdaníu njóta konur ekki sömu réttinda og karlar, mál- funda- og tjáningarfrelsi er skert. Stöðugar árásir eru á samkynhneigða og erlent verkafólk. Trúfrelsi er skert og hluti íbúanna er svipt borgaralegum réttindum af því að þeir eiga uppruna sinn í gömlu svonefndur Palestínu. Ekkert af þessu vekur athygli Fréttablaðsins, sem skrifar á stundum eins og því sé stjórnað af fréttamiðlum frá Katar eða Saudi Arabíu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og að því ógleymdu að múslimaríki eru upp til hópa ekki aðilar að mannréttindasáttmála UN. Þessi fugl hefur ekkert að gera með að vera í þessu embætti.

Fréttablaðið hefur ekki nefnt að Geert Wilders þarf að hafa lögregluvernd 24/7 vegna morðhótana hinna "friðsömu" múslima. 

Tek heilshugar undir með þér að Fréttablaðið er klárlega kostað að hluta af einhverjum arabaríkjum eða aðilum tengdum þeim. Það er ekki eðlilegt hve veruleikafyrrtur þessi snepill er. Fékk þennan póst inn í morgun sem lýsir hugarfari þessara vitleysinga.

http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/2179614/?fb=1 

Karl Löve (IP-tala skráð) 8.9.2016 kl. 11:36

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sonurinn hefir breyst miðað við þann gamla en hann var alltaf kumpánlegur við okkur þegar við vorum að vinna fyrir hann. Jórdanía var friðsöm og ekkert ofstæki og konur voru ekki með Búrkur heldur meira vestrænar en þetta var báðum megin við 1980.Líklega hafa Ímamanarnir orðið að herða reglur en Jórdanir voru háðir Sádunum með eldsneyti svo þeir hafa átt ítök og komið upp trúarlögreglu sveitum.   

Valdimar Samúelsson, 8.9.2016 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband