Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstyrktir stjórnmálaflokkar.

Ákvörðun og samstaða stjórnmálaflokkana um að stela milljörðum á hverju ári frá skattgreiðendum til að fjármagna starfsemi sína er siðlaus. Auk þess er fráleitt að flokksbrot geti gert út á ríkisstyrki og lifi til þess eins að vera framboðsflokkar út á ríkisstyrki.

Ég hef ávallt talað gegn ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka sem og borgar-, bæjar- og sveitartjórnarstyrkjum til stjórnmálaflokka. Stykur til stjórnmálaflokks og fjármögnun á að vera ákvörðunaratriði hvers einstaklings og það er ekkert annað en siðlaus þjófnaður frá fólkinu að skylda það til að leggja fé til stjórnmálaflokka sem það er gjörsamlega á móti, en þannig er það í dag.

Af gefnu tilefni vegna þess að ruglaðasta Útvarpsstöð landsins, Útvarp Saga hefur haldið því fram að ég blandist inn í eða hafi eitthvað með hugmyndir sr. Halldórs Gunnarssonar um sameiningu smáframboða að gera þá er allt sem þar er sagt alrangt. Framboð sem njóta mikils fylgis eða lítils eiga að koma fram á grundvelli hugsjóna og baráttu fyrir ákveðnum málefnum. Telji einhver að sameining framboða á þeim grundvelli að fáir vilji kjósa þau séu forsenda sameiningar þá er þar illa tjaldað til einnar nætur og á pólitísk fölskum forsendum.

Meginatriðið er samt sem áður það að sá þjófnaður sem stjórnmálaflokkarnir eru sammála um að stela peningum frá fólkinu í landinu til að fjármagna starfsemi sína er siðlaus og á að afnema.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vill hvetja fólk, til að lesa þau samningsdrög sem byrt hafa verið og eru skrifuð af Séra Halldóri í Hollti, þar stendur skýrum stöfum " Nýtt afl " og engar nánari skýringar þar á, en " Nýtt afl " er skráð stjórnmála afl, hvort sem mönnum líkar betur eða vel, svo einfallt mál var að misskilja þetta.

Það sem Arnþrúður gerði með viðtalinu við Séra Halldór, var að ganga úr skugga um að þetta " Nýja afl " væri ekki Stjórnmálaflokkurinn sem stofnaður var árið 2002 af Jóni Magnússyni, og reyndist það svo vera að ekki væri.

Hvet ykkur til að lesa greinina í Dagblaðinu Vísi, viðtalið við Ingu Sæland þar sem hún ásakar Helga Helgason: http://www.visir.is/inga-saeland.../article/2016161029248

Og hlustið síðan á höfund ruglsins Séra Halldórs í Hollti : Síðdegisútvarpið 1-hluti 25.október : http://utvarpsaga.is/thaettir/

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 27.10.2016 kl. 05:55

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það sem að vantar er að RÍKIÐ setji upp og reki nákvæmlega eins blogg-svæði eins og mogginn er með.

Þar gætu allir flokkar, forsetinn, Háskólafræðimenn, prestear og allir landsmenn skrifað sínar fræðigreinar í sinn eigin miðil og skipst á skoðunum á yfirvegaðan hátt.

Hugsanlega myndu fleiri stinga niður penna ef að svæðið væri talið algerlega   hlutlaust.

Ég er sammála þér í því að ríkið eigi ekki að henda neinum fjármunum í flokkastarf/auglýsingar.

Jón Þórhallsson, 27.10.2016 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 695
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband