Leita í fréttum mbl.is

Isil verður ekki aðskilið frá Íslam

Stjórnmálaleiðtogar í vestrænum ríkjum með Obama forseta og Merkel kanslara í forsvari hafa í kjölfar hryðjuverka sem framin eru af Íslamistum sagt:

"Þetta hefur ekkert með Íslam að gera"

Hollande Frakklandsforseti og vestræna fjölmiðlaelítan samsinnir þessu rugli og ístöðulitlir makráðir kirkjuleiðtogar murra sama söng. Þeir sem halda öðru fram eru sagðir, Íslamófópar, öfgafólk, rasistar, nýrasistar o.s.frv. Smá saman er þó að renna upp fyrir fólki að þeir sem hafa verið stimplaðir á jaðrinum í umræðunni eru að segja það sem allir ættu að sjá og vita. 

Nú hefur erkisbiskupinn af Kantaraborg æðsti leiðtogi bresku biskupakirkjunnar stigið fram og tekið afstöðu gegn þessu Óbamíska rugli. Í ræðu sem hann hélt í Frakklandi þegar hann var sæmdur titli heiðursdoktors sagði hann m.a.:

"Ísil er ekki aðskilið frá Íslam"

Greinilega finnst erkibiskupnum nóg komið af afneitun stjórnmálaleiðtoga, fréttaelítunnar og kollega sinna.

Erkibiskupinn segir að yfirlýsingar um að hryðjuverk Ísil hafi ekkert að gera með með Íslam skaði viðleitni til að takast á við og berjast gegn öfgunum. Hann segir líka að trúarleiðtogar allra trúarbragða verði að kveða sér hljóðs og taka ábyrgð á hryðjuverkum öfgafólks sem segist aðhyllast trú þeirra og fólk verði að vita hvað um sé að ræða annars geti það aldrei barist gegn þessari hugmyndafræði hatursins með áhrifaríkum hætti.

Hryðjuverkaárásirnar í Evrópu sýndu að það væri brýn nauðsyn til að fólk aflaði sér þekkingar á trúarbrögðum og hryðjuverkin mætti ekki meðhöndla eingöngu sem öryggismál því þá yrði illmögulegt eða ómögulegt að sigra þessa óværu. Trúarleiðtogar allra trúarbragða yrðu að standa upp og taka ábyrgð á trúarsystkinum sínum hvar svo sem þau fremdu hryðjuverk.

Erkibiskupinn sagði líka að það væri tími til kominn fyrir Evrópuríki að finna á ný kristilegar rætur menningar sinnar.

Í ræðunni gagnrýndi erkibiskupinn Evrópusambandið fyrir miðstýringu, spillingu og stofnanaveldi og sagði að milljónir Grikkja þjáðust vegna aðgerða stjórnenda Evrópusambandsins og sagði:  

"Þeir hafa gert landið (Grikkland) að stærsta skuldafangelsi í sögu Evrópu".

Það er óneitanlega ánægjulegt að sá velmetni fræðimaður og trúarleiðtogi sem erkibiskupinn af Kantaraborg er skuli taka undir sjónarmið okkar sem höfum barist gegn hryðjuverkahugmyndafræði Íslam og vekja athygli á því að þarna er um hættulega pólitíska hugmyndafræði að ræða.

Það er svo kaldhæðni örlaganna að á sama tíma og erkibiskupinn vekur máls á þessum staðreyndum skuli vestræna fréttaelítan fara hamförum gegn Michael Flynn hershöfðingja sem Donald Trump hefur skipað til að vera þjóðaröryggisráðgjafa og Stephen Bannon sem Trump hefur valið sem aðalstjórnmálaráðgjafa sína, vegna þess að þeir hafa varað við öfgaíslam á sömu forsendum og Welby erkibiskup í Kantaraborg gerði í ræðu sinni.

Það er mál til komið að fólk á Vesturlöndum átti sig á að það á í baráttu við pólitíska hugmyndafræði þar sem öfga-Íslam er, sem er ekki síður hættuleg heildarhyggja í fullri andstöðu við einstaklingshyggj,  en nokkru sinni kommúnisminn og fasisminn.

Welby, Flynn og Bannon átta sig á því sem betur fer. En hér á landi fljóta stjórnmálaleiðtogar og kirkjuleiðtogar sofandi að feigðarósi og engin þeirra tekur upp virka baráttu fyrir skynsemi í innflytjenda- og öryggismálum þjóðarinnar. Þannig getur það ekki gengið lengur .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jú, er það ekki? Írski lýðveldisherinn er annað en Kaþólska kirkjan.

Jósef Smári Ásmundsson, 19.11.2016 kl. 11:10

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Það er einnig hluti af kaldhæðni örlaganna að hinn íslamski leiðtogi Tyrklands, Erdogan, kættist yfir sigri Trumps. Auk þess hefur Flynn biðlað til Erdogans í skrifum sínum.

Wilhelm Emilsson, 19.11.2016 kl. 12:42

3 identicon

þvilik afbökun á frétt. Það er óheiðarlegt

The Archbishop said religious violence was not just a security problem and added that defeating it 'requires a move away from the argument that has become increasingly popular, which is to say that ISIS is 'nothing to do with Islam', or that Christian militia in the Central African Republic are nothing to do with Christianity, or Hindu nationalist persecution of Christians in South India is nothing to do with Hinduism.



Read more: http://www.dailymail.co.uk/news/article-3952030/It-s-wrong-claim-ISIS-Islam-says-Archbishop-Canterbury.html#ixzz4QSTszDSP 
Follow us: @MailOnline on Twitter | DailyMail on Facebook

Salmann tamimi (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 12:51

4 identicon

Það er ekkert við þetta að bæta.

Snilldarpistill.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 13:48

5 Smámynd: Elle_

Góður pistill, Jón. 

Nú verður erkibiskupinn, Justin Welby, væntanlega næsta skotmark þessarar vonsku og vitfirringa, meðan pólitískar gungur og staurblinda fólkið reynir að þagga niður í honum og þeim sem þora að segja það sama og hann.  Og hjálpa þar með Islamistum við að tortíma heiminum, nema þeim sjálfum.

Elle_, 19.11.2016 kl. 14:08

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Mæltu manna heilastur Jón.Það er eins og menn þurfi að fá sönnun á eigin skinni fyrr en þeir láta sannfærast. Slík er forherðingin.

Halldór Jónsson, 19.11.2016 kl. 21:58

7 identicon

Heyr heyr , vel sagt Jón.

Merry (IP-tala skráð) 19.11.2016 kl. 23:02

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt, því krauma undir sárar kenndir þegar varnaðarorð manns ná ekki eyrum réttrúaðra.

Helga Kristjánsdóttir, 20.11.2016 kl. 03:53

9 Smámynd: Jón Magnússon

Jósef írski lýðveldisherinn er samtök þjóðernissinna ekki samtök á grundvelli trúarbragða. Isis eru samtök á grundvelli trúarbragða og það er allt annað.

Jón Magnússon, 20.11.2016 kl. 10:39

10 Smámynd: Jón Magnússon

Er það svo Wilhelm. Það vissi ég ekki. E.t.v. telur Erdogan nauðsynlegt að hengja sig sem fastast við Trump vegna ummæla hans um langtímaerkióvininn Rússland.

Jón Magnússon, 20.11.2016 kl. 10:40

11 Smámynd: Jón Magnússon

Salman fréttin er ekki afbökuð eða rangfærð hún er í samræmi við það sem Daily Telegraph skrifaðu um ræðu erkibiskupsins og ekkert orð eða staðreynd rangfærð eða afbökuð. Það er hins vegar útilokað að birta alla ræðuna í bloggi sem þessu. Ef þér finnst þetta rangfærsla eða afbökun af hverju birtir þú ekki ræðu Welby á þinnig síðu og gerir þær athugasemdir sem þér finnst viðeigandi. Ég tók kjarnann úr því sem Welby sagði í samræmi við frétt DT af ræðunni.

Jón Magnússon, 20.11.2016 kl. 10:43

12 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Sigurður.

Jón Magnússon, 20.11.2016 kl. 10:43

13 Smámynd: Jón Magnússon

Það er hugsanlegt Elle. Hann ræðst gegn hatri og ofbeldi í öllum trúarbrögðum. Ef rétttrúnaðarklíkan og vinstri fréttaelítan telur að sér vegið vegna þess að maður eins og Welby ræðst gegn ofbeldi og bendir á það augljósa að Íslam er öðrum þræði pólitísk hugmyndafræði sem verður að bregðast við á grundvelli þekkingar- þá þeir um það. Þeir gera þá bara ennþá minna úr sér en orðið er.

Jón Magnússon, 20.11.2016 kl. 10:45

14 Smámynd: Jón Magnússon

Takk Halldór. Því miður er þetta svona. Fólk leitast við í þessu efni að stinga höfðinu í sandinn í þeirri von að þá muni ógnin hverfa frá því.

Jón Magnússon, 20.11.2016 kl. 10:46

15 Smámynd: Jón Magnússon

Takk fyrir það Merry.

Jón Magnússon, 20.11.2016 kl. 10:46

16 identicon

Að taka orð ISIS um að þau séu samtök á grundvelli trúarbragða sem hinn eina sannleik í ljósi mótmæla allra annarra múslima sýnir vel hugarfar pistlahöfundar. Hann getur réttlætt öll voðaverk kristinna með því að þau tengist ekkert kristni en skrifar öll óhæfuverk sem múslímar framkvæma á trú múslima. Hryðjuverk IRA, útrýmingarbúðir nasista, skotárásir í bandarískum skólum, Breivik og krossfarirnar má skrifa á kristni eins auðveldlega og að skrifa voðaverk ISIS á íslam.

Jós.T. (IP-tala skráð) 20.11.2016 kl. 13:56

17 identicon

Forstöðumenn kaþólsku kirkjunnar í Rúanda hafa beðist afsökunar á þætti hennar og gjörðum kristinna manna í þjóðarmorðunum sem áttu sér stað þar í landi árið 1994.
Í yfirlýsingu frá biskupum kirkjunnar var viðurkennt að meðlimir hennar hefðu lagt á ráð um og tekið þátt í að myrða meira en 800 þúsund Tútsía og Hútúa.
„Við biðjumst afsökunar á öllu því ranga sem kirkjan átti þátt í. Við biðjumst afsökunar fyrir hönd allra kristinna manna. Það er okkur mikill harmur að meðlimir kirkjunnar hafi brotið gegn hollustu sinni við boðorð Guðs,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. Margir, sem sluppu lifandi úr hörmungunum, báru vitni um að klerkar, prestar, nunnur og aðrir þjónar kirkjunnar hefðu tekið þátt í morðunum.

Svona er Kristni ef Isis er Islam.

Ufsi (IP-tala skráð) 21.11.2016 kl. 00:52

18 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Jón.

Salmann, það sem þú vitnar í staðfestir það sem síðuhafi segir. Ef þú lest það sem þú vitnar í aftur vandlega hlýtur þú að sjá það. 

Wilhelm Emilsson, 21.11.2016 kl. 04:16

19 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sæll nafni. Góður pistill.

Ég heiti Jón Gunnar Bjarkan. Nú veist þú auðvitað ekkert hver ég er. En ég skulda þér afsökunarbeiðni engu að síður frá því að ég var ungur og vitlaus og hafði allt á hornum mér varðandi afstöðu þína gegn Íslamistum um það leyti sem innanflokksátök frjálslyndaflokksins stóðu yfir. Þá var mér mikið heitt í hamsi og bölvaði þér sem rasista í kommentakerfum á bloggum og þar fram eftir götum. 

Maður dauðskammast sín niður í tær núna í dag og biðst ég bara innilegar afsökunar fyrir þetta gelgjuskeið mitt.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2016 kl. 22:20

20 identicon

Ayatolla Khomeini sagði: Ef islam væri ekki pólitík, þá væri islam ekki neitt. Ef hægt er að banna eina pólitíska stefnu, þá er einfalt að banna aðra sambærilega helstefnu. Eða?

Valdimar Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.11.2016 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband