Leita í fréttum mbl.is

Aftur til fortíðar

Í gær ráku Bandaríkjamenn tugi rússneskra sendimanna úr landi og sakar þá um að ógna öryggi USA. Óneitanlega minnir þetta á aðgerðir stórveldanna upp úr 1960. Obama stjórnin er á síðustu metrunum að hverfa hálfa öld aftur í tímann.

Fyrir þrem dögum flutti utanríkisráðherra USA dæmalausa ræðu þar sem hann hjólaði í ríkisstjórn Ísrael með þeim hætti að meira að segja Bretum bestu vinum Bandaríkjanna er misboðið og forsætisráðherra þeirra fordæmir ummælin, sem hún telur fráleitt að nota um lýðræðislega kjörna ríkisstjórn vinaþjóðar.

Fyrr breytti Obama stjórnin svo um utanríkisstefnu þegar hún stóð fyrir fordæmingu á Ísrael í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Obama Bandaríkjaforseti hefur sakað Rússa um að stunda tölvunjósnir og brjótast inn í tölvur í Bandaríkjunum. Hvað sem rétt kann að vera í því á eftir að koma í ljós. Hitt liggur fyrir, að í stjórnartíð Obama voru einkasímar forsætisráðherra vinveittra ríkja hleraðir af Bandaríkjamönnum.

Bandaríkjamenn brutust inn í tölvur forustumanna vinaþjóða sinna og Evrópusambandsins og voru meira að segja gripnir í að hlera það sem gerðist í svefnherbergi Angelu Merkel þó búast megi við að þar séu ekki mikil hressileg tíðindi.

Hvað tölvunjósnir varðar kemst engin í hálfkvisti við Bandaríkjamenn. Nema að því leyti að svo virðist sem Obama stjórnin viti allt um alla þar sem hún þarf ekkert að vita en ekkert um neinn þar sem virkilega er þörf á upplýsingaþjónustu eins og í Mið Austurlöndum.

Obama forseti veit að hann er mistök frá upphafi til enda. Ríkisskuldir Bandaríkjanna hafa tvöfaldast í stjórnartíð hans, vaxið úr 10 trilljónum í 20 trilljónir. Hann er trausti rúinn eins og sást á úrslitum í forseta-,þing-og fylkisstjórakosningum

Nú þegar hann vill sýna myndugleika á síðustu metrunum í embætti þá snýst þetta allt í höndunum á honum þannig að forustufólk vinaþjóða Bandaríkjanna bíður með öndina í hálsinum eftir að hann láti af embætti og maðurinn sem þetta sama fólk óttaðist hvað mest að fá í embættið Donald Trump taki við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Góð samantekt Jón. Ég hef tekið eftir því að Obama hefir verið eins og í einhverri leiðslu þegar hann talar opinberlega. Það er einhvað persónulegt sem truflar hann. Ræður hans hafa verið slitróttar og hann starandi. Kannski veit hann hvað hann á von á fljótlega eftir að hann lætur af embætti. Fortíð hans er í raun skuggaleg sé allt tekið og eins hjá Hillary-u  

Valdimar Samúelsson, 30.12.2016 kl. 13:07

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bandaríkin stóðu reyndar ekki fyrir neinni fordæmingu á Ísraela í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þeir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. 

Þessi fordæming hefði reyndar átt að koma fyrir löngu enda ekkert sem réttlætir það landrán sem þar er fordæmt sem er framkvæmt með þjóðernishreinsunum þar sem Palestínumenn eru hraktir af heimilum sínum eða ræktarlandi til að rýma fyrir nýjum byggðum gyðinga á hernumdu landi. Þessar landránsbyggðir eru ekki bara ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum heldur útilokað með öllu að réttlæta þær á nokkurn hátt. Eða telur þú að það sé til einhver réttlæting fyrir þeim?

Sigurður M Grétarsson, 30.12.2016 kl. 14:01

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nobelsfriðarverðlaunahafinn sjálfur reynir að endurvekja kalda stríðið á síðustu metrununum í embætti, þ.e. á meðan aðeins þrjár vikur eru til stefnu. 
Svo virðist samt sem rússar taki ekki mark á þessum pólitíska skammtímalöðrungi og hyggist ekki launa í sömu mynt, amk bíða með það fram í seinnihluta janúar - eða svo segja nýjustu fréttir.

Kolbrún Hilmars, 30.12.2016 kl. 15:30

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það hefur verið skoðað Valdimar varðandi ræður sem hann er að halda núna og sem hann hélt þegar hann var í framboði og hann skilar um 30% færri orðum frá sér á mínútu núna en þá og mislangar þagnir eru einkennandi í ræðustíl hans í dag, sem ekki var áður. Það virðist vera sem eitthvað sé ekki í lagi hjá honum.

Jón Magnússon, 30.12.2016 kl. 16:50

5 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg rétt Kolbrún og Rússar ná enn einu sinni  að gera lítið úr honum með því að taka þessum brottvísunum sem hverju öðru hundsbiti og segja jæja við skulum bara sjá til.

Jón Magnússon, 30.12.2016 kl. 16:51

6 Smámynd: Jón Magnússon

Það er alveg ljóst að Bandadríkin voru á bak við þessa tillögu Sigurður. Svo er landrán og kaup á landi sitt hvað. Telur þú eðlilegt að Gyðingur megi kaupa íbúð eða hús í Austur Jerúsaslem? eða á Gasa svæðinu?

Telur þú að tveggja ríkja lausn sé í sjónmáli á meðan að stjórnendur Gasa svæðisins hafa það á stefnuskrá sinni að drepa alla Gyðinga ekki bara þá sem eru í Ísrael heldur útrýma þeim með öllu. Þeir eru mun harðari í afstöðu sinni en Hitler og nasistarnir voru nokkru sinni. Finnst þér það í lagi Sigurður?

Jón Magnússon, 30.12.2016 kl. 16:54

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sigurður ég virði ekki alþjóðalög lengur hvað þá ef þau koma frá UN þau eru í raun notuð sem hentugleika lög og lög hverra þjóðar eiga að gilda. Þessu stríði á milli Palestínu og Ísraelsmanna er stríð sem UN samþykkir. Jón gaman að heyra að ég er ekki einn með þessa skoðun varðandi Obama en hann er einhvað viðutan og hver veit nema hann viti að einhverjir viti meira um hann en þægilegt er fyrir hann.    

Valdimar Samúelsson, 30.12.2016 kl. 17:38

8 Smámynd: Elle_

Jón ég er algerlega á móti óvinveittum þvingunum gegn Rússlandi.  Ruddaskapurinn og þvinganirnar gegn Rússlandi eru forkastanlegar.

Hinsvegar er ég alveg ósammála hvað þú skrifaðir um Ísrael.  Öryggisráð SÞ var ekki að fordæma Ísrael, landið Ísrael eða ísraelsku þjóðina.  Það var verið að fordæma langvarandi ólöglegt ofbeldi og valdníðslu og óheyrilegan þjófnað og yfirgang Ísraelsstjórnar

Elle_, 30.12.2016 kl. 19:03

9 identicon

Góður pistill hjá þér Jón sem og tilsvörin þín

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 22:40

10 Smámynd: Jón Magnússon

Valdimar. Pútín náði að snúa fúlegginu sem Óbama sendi í dag til hans öfugu til baka og sýndi hver þeirra tveggja er raunverulegur leiðtogi og hver er tilbúningur.

Jón Magnússon, 30.12.2016 kl. 23:08

11 Smámynd: Jón Magnússon

Sammála þér Elle. Það að við skulum taka þátt í því er til skammar. Nei Elle ef þú lest ályktunina þá er verðið að fordæma Ísrael sem ríki. Vandamálið er það Elle að fyrst að sigurvegurunum í síðasta heimsstríði datt í hug að hrúga Gyðingum þarna niðureftir og standa að stofnun ríkis þeirra þarna þá var það óhjákvæmilegt að þeir kæmu sér fyrir með þokkalega örugg landamæri í þessu milljónahafi andstæðinga, sem ítrekað hafa farið í stríð gegn þeim og sum hafa á stefnuskrá sinni að útrýma öllum Gyðingum eins og Hamas og Múslimska bræðralagið.

Jón Magnússon, 30.12.2016 kl. 23:12

12 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Rafn

Jón Magnússon, 30.12.2016 kl. 23:12

13 Smámynd: Elle_

 Valdimar, UN samþykkir ekkert stríð.  Þeir samþykkja ekki stríð milli Palestínu og Ísrael.  Þeir fordæmdu framgöngu Ísrael eða Ísraelsstjórnar núna í desember.

Elle_, 30.12.2016 kl. 23:29

14 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er rangt að stjórnandur á Gasa hafi það á stefnuskrá sinni að drapa alla Gyðinga. Þeir hafa meira að segja lýst sig reiðubúna til að viðurkenna Ísrael innan vopnahléslínunnar frá því fyrir sex daga stríðið og gerðu það strax á tíuna áratug síðustu aldar. Það eru Ísraelar sem eru smátt og smátt að hrekja þá á brott til að rýnma fyrir landránsbyggðumn sínum auk þess að fremja reglulega vísvitandi fjöldamorð á óbreyttum borgurum.

Þetta snýst ekki um rétt gyðinga til að kaupa íbúðir í Austur jerúsalem Þetta snýst um byggirnar á heilu íbúðahverfunum þar sem engir aðrir en gyðingar fá að kaupa íbúðir og engir aðir en gyðingar fá að byggja íbúðir þar. Þegar börn Palestínumanan í austur Jerúsalem vilja flyutja að heiman eiga þeir engan möguleika á að fá að byggja sér hús í austur Jerúsalem vegna þess að þann rétt hafa gyðingar einir. Einnig er töluvert um það að Palestínumenn sé hraktir úr íbúðum sínum til að koma þar fyrir gyðingum. 

Það eru þessar þjóðernishreinsanir sem Sameinuðu Þjóðirnar voru að fordæma og hefðu átt að gera fyrir tveimur áragugum síðanl Þetta er ólöglegt athæfi Ísraela og algerlega óréttlætanlegar aðgerðir með öllu. 

Það er ekkert sem bendir til þess að Bandaríkin standi að baki þessari tillögu. Þar hðfum við bara orð illmennisins, lygarans og stríðsglæðanannsins Benjamíns Netanjaho. Banaaríkin voru ekki tillöguflytandi og studdu ekki tullöguna.

Sigurður M Grétarsson, 31.12.2016 kl. 14:57

15 Smámynd: Jón Magnússon

Sigurður M. Grétarsson ég hleypi almennt ekki að athugasemdum sem eru svona langar. En auk þess ferðu með staðlausa stafi og rangfærslur og ég bið þig bara um að skoða stofnskrá Hamas samtakanna þá sérðu að útrýming Gyðinga er óafmáanleg stefna samtakanna. Kynþáttahyggja? Að sjálfsögðu Sigurður. Heldur þú að það sé hægt að semja við slíkt lið? Ekki ég.

Jón Magnússon, 31.12.2016 kl. 21:40

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fAyrsta lagi hefur Hamas ekki starfað í þá átt sem stofnskráin segir og hafa ekki þessa stefnu ennþá þó hún hafi ekki verið tekin úr stofnskránni

Í öðru lagi þá kveður stofnskráion um að útrýma Ísrael en ekki gyðingum. Hún snýst sem sagt um að endurheimta landið sem stolið var af Palestínumnönnum til að stofna Ísrael en ekki að drapa dólkið sem þar býr.

Það sem stendur í einhverri stofnskrá en er ekki verið aðvinna eftir skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er hvað eru menn að gara og þar eru það Ísraelar sem eru þeir sem beita mesta ofbeldinu og eru að framvkæma þjóðernishreinsanir en ekki Hamas.

Sigurður M Grétarsson, 1.1.2017 kl. 11:47

17 Smámynd: Jón Magnússon

Vá Sigurður þetta var aldeilis athugasemdin hjá þér. Í fyrsta lagi segir þú að ákvæði um að útrýma Gyðingum sé ekki í stofnskrá Hamas. Auk heldur sem Hamas hafi ekki þessa stefnu þó hún hafi ekki verið tekin úr stofnskránni. Það þýðir að sú afstaða Hamas að útrýma eigi öllum Gyðingum er í stofnskránni eins og ég sagði

Síðan heldur þú því fram að stofnskrá Hamas segi útrýma Ísrael en ekki öllum Gyðingum uak þess em það sem stendur í einhverri stofnskrá sé ekkert að marka. Góði Sigurður hvað á að gera við fólk eins og þig sem er gjörsamlega rökhelt og jafnvel þó það sjái hluti á prenti þá neitar það enn fyrir að svona sé þetta.

Málið er einfalst og viðurkenndu það bara. Ég er að segja satt um stefnu Hamas samtakanna. Þú hefur ekki fyrir því að kynna þér hana og bullar bara.

Jón Magnússon, 1.1.2017 kl. 15:51

18 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Þetta verða áhugaverðir tímar, endurvakning kalda stíðsins, með meiru.

Merkilegt að UN skuli vera Þyrnirós. Kannski fékk hún koss?

Sindri Karl Sigurðsson, 1.1.2017 kl. 17:22

19 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi þá er það sama að vera Ísraeli og að vera gyðingur. að er því ekki samasemmerki við það að vilja útrýma Ísrael og því að vilja útrúma gyðingum. Þetta snýst um að endurheimta stolið land og ekkert annað. Það að Hamas samtökin hafa lýst sig reiðubúin til að samþykkja Ísrael innan vopnahléslínunnar frá því fyrir sex daga stríðið er yfirlýsing á öfuga átt og hún er nýrri en stofnskráin. Þar að auki hafa Hamas samtökin aldrei gert tilraun til að framkvæma þetta ákvæði stofnskrárinnar.

Það eru hins vegar Ísraelar sem eru á fufllu við að útrýma Palestínu þó það standi ekki í neinni stofnskrá enda standa þeir fyrir grimmilegum þjóðernishreinsunum og stöðugu landráni þar sem greinilegt er að þeir ætla að ræna öllu eða nánast öllu landi Palestínumanna. Þessi samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eru einfaldlega fordæming á því og því fyllilega tímabær og hefði átt að koma fyrir löngu. Vonandi verður þessu fylgt eftir með aðgerðum þar sem Ísrael verður beitt hörðum refsiaðgerðum ef þeir stöðva ekki þessar þjóðernishreinsanir og landrán.

Sigurður M Grétarsson, 1.1.2017 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband