Leita í fréttum mbl.is

2017

Gjöfult og gott ár 2016 kveður. Ár mikilla umskipta þar sem kom í ljós að vinstri- stjórnmála- háskóla- og fréttaelítan sem og elítu stjórnmálaflokkar í Evrópu átta sig ekki á því hver vandamál venjulegs fólks eru og standa svo gapandi af undrun yfir því að meirihluti kjósenda skuli hafa aðrar skoðanir en þau.

Brexit í Englandi og Sigur Donald Trump í USA var eitthvað sem engin bjóst við. Samt gerðist það og einungis vitifirrta vinstrið trúir því að Pútín forseti hafi ráðið öllu um hvernig fór. Því fólki væri nær að skoða að lífskjarabatinn hefur að mestu farið framhjá svokallaðri miðstétt og þeim sem lægst hafa launin, en skolað sér helst til ofurfjárfesta og þeirra sem þiggja allt sitt frá hinu opinbera sem launafólk eða sem gjafir frá skattgreiðendum

Furðuyfirlýsingar kanslara Þýskalands Angelu Merkel um þann ábata sem Þýskaland hafi af innflytjendastraumnum þar sem fleiri vinnandi hendur komi til að bæta lífskjörin í landinu stangast á við raunveruleikann, en samkvæmt nýjustu tölum eru eingöngu um 34 þúsund innflytjenda af um 1.2 milljónum innflytjenda sem komu til landsins árið 2015 í vinnu. Það þýðir að þýskir skattgreiðendur þurfa að fæða og klæða rúmlega milljón fleiri en þeir hefðu þurft að gera ef helstefna Angelu Merkel í innflytjendamálum hefði ekki komið til.

Búast má við að árið 2017 verði gott ár fyrir okkur, en það eru hættumerki eins og óhófleg styrking krónunnar, okur gagnvart útlendingum sem gæti drepið þá gullgæs sem aukin straumur ferðamanna er fyrir okkur. Jón Ásbergsson forstjóri Íslandsstofu sagði í fréttum fyrir nokkru að ríkið fengi nú um 60 milljarða af ferðamönnum á ári. Það munar um minna og það ætti ekki að vera ofrausn að eyrnamerkja þó ekki væri nema 5% af þeim hagnaði til að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum koma upp salernisaðstöðu og veita björgunarsveitum myndarlegan fjárstuðning í stað þess að láta þær nær eingöngu þrífast á flugeldasölu.

Donald Trump tekur við 20. janúar n.k. og fróðlegt verður að vita hvernig honum gengur. Fyrstu skref hans lofa meiru en ýmis ummæli hans í kosningabaráttunni gátu bent til. Það er þörf stefnubreytingar hjá USA. Utanríkisstefna þeirra er komin í þrot og saga tómra mistaka og brota á alþjóðalögum alla þessa öld.

Ár hanans byrjar skv. kínversku stjörnufræðinni og það hefu þá þýðingu sem þeir sem trúa á stjörnuspeki vita. Í byrjun febrúar á alþjóðadegi Hijapsins (höfuðfat sumra múslimskra kvenna) eru konur hvattar til að finna út hvernig það er að vera með slíkt handklæði á höfðinu.

Nýr forseti Frakklands verður kosinn á árinu. 10 ár verða liðin frá því að Steve Jobs kom fram með iPhoninn. Fimmtíu ár frá dauða Che Guevara. 100 ár frá byltingu kommúnista í Rússlandi og 500 ár frá því að Marteinn Lúther hóf andstöðu sína við Kaþólsku kirjuna sem leiddi til aðskilnaðar kaþólskra og mótmælenda.  Þannig er margs að minnast. En áskoranir framtíðarinnar eru margar.

Við fáum nýja ríkisstjórn í byrjun árs 2017 ef að líkum lætur. Ótrúlegt gauf hefur verið á þeim sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum og ótrúlegt að það skuli taka fólk svona langan tíma að finna út úr því hvort það er samstarfsgrundvöllur eða ekki. Katrín Jakobsdóttir, sem hafði öll spil á hendinni eftir kosningarnar hefur spilað hvern afleikinn á fætur öðrum sem veldur því að öllum líkindum að VG verður utan stjórnar og heldur áfram eyðimerkurgöngu ásamt systurflokki sínum Pírötum.

Svo fremi stjórnmálamenn og lífeyrissjóðir valdi ekki meiri háttar búsifjum á árinu og ofurverðlagning hrekji ferðamenn ekki frá landinu þá verður árið 2017 með þeim bestu sem við höfum upplifað - að vísu með þeim fyrirvara að náttúruhamfarir setji ekki strik í reikninginn. Við eigum alla möguleika til að rísa til betri kjara og batnandi þjóðlífs ef við leyfum einstaklingunum að njóta aukins svigrúm og þúsund blómum framtaks þeirra áð blómstra. Mér finnst gaman að sjá hvernig íslenskir listamenn einkum í tónlist hafa haslað sér völl með framúrskarandi hætti. Þannig getum við náð árangri. En besta leiðin til þess er að ríkið hætti að styðja atvinnurekstur og leyfi öllum að sitja við sama borð.

Gleðilegt ár árið 2017 verður ef við leikum ekki af okkur.

Nú er kominn tími til að hlusta á Vínartónleikana í beinni svo ég segi:

Kæru vinir Gleðilegt ár 2017

Þið sem hafði horn í síðu minni og teljið ykkur vera óvini mína vil ég líka óska gleðilegs og farsæls nýs árs og geri mér grein fyrir því að ég bjó ykkur til því miður.

Lifið heil 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 297
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4118
  • Frá upphafi: 2427918

Annað

  • Innlit í dag: 273
  • Innlit sl. viku: 3809
  • Gestir í dag: 264
  • IP-tölur í dag: 253

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband