2.1.2017 | 09:07
Pólitíska veðurfræðin
Það er nýlunda að flytjandi veðurfregna hvetji neytendur til að sniðganga vörur framleiddar í Kína. Þó ég sé honum efnislega sammála, þó á fleiri forsendum sé, þá orkar það tvímælis flytjandi veðurfrétta á RÚV setji þar fram hápólitísk sjónarmið.
Í sjálfu sér er þeim geðþekka flytjanda veðurfregna sem setti fram þessa skoðun vorkunn, af því að fréttastofa RÚV, stjórnendur krakkafrétta og Kastljóss hafa ekki hikað við að taka pólitíska afstöðu til ágreiningsmála og flytja einhliða fréttir. Sök veðurfræðingsins er því síst meiri eða alvarlegri en annarra sem við fréttaflutning starfa hjá RÚV.
Fréttir, líka veðurfréttir eiga að vera hlutlægar og án pólitískra palladóma eða sjónarmiða viðkomandi fréttaflytjanda til að tryggja hlutlægni, en hefur ekkert með rétt viðkomandi aðila til að vera brennandi í pólitíska andanum. En sá verður að koma því á framfæri á öðrum vettvangi.
Sniðganga á vörum frá einu landi er alvörumál. Vörur frá Kína eru almennt ódýrari en vörur framleiddar annarsstaðar. Gæði þeirra eru yfirleitt í lagi. Það er því ekki á grundvelli almennra neytendasjónarmiða sem hvatt verður til sniðgöngu.
Pólitíska veðurfræðin, sem hefur gert loftslagshlýnun af mannavöldum að trúarsetningu horfir til þess, að Kína brennir kolum meir en nokkur annar. Indland er ekki langt undan og hvað með Indónesíu? Eigi að sniðganga vörur frá Kína er eðlilegt að spurt sé hvort það eigi ekki að gilda um vörur frá löndum sem haga sér með svipuðum hætti?
Miðað við mínar upplýsingar og þekkingu, hafa Kínverjar farið fram af meiri óbilgirni gagnvart náttúrunni en nokkur önnur þjóð. Miðað við okkar vinnulöggjöf og réttindi launþega, þá eru vinnuaðstæður í Kína nær þrælabúðum vinnustöðum á Vesturlöndum.
Fólk á Vesturlöndum hefur horft á eigendur fyrirtækja brytja þau niður og flytja til Kína eða Indlands, þar sem réttindi verkafólks eru engin. Þau skammtímasjónarmið sem þar ráða eru seld því verði að stórir hópar launþega missa vinnu og þjóðfélög Vesturlanda tapa þegar heildarhagsmunir eru hafðir í huga.
Það er með eindæmum að verkalýðshreyfing Vesturlanda skuli ekki hafa brugðist við og mótmælt og mótmælt og mótmælt því að réttindi sem hún og framsýnir stjórnmálamenn hafa náð fyrir vinnandi stéttir skuli eyðilögð með því að taka fyrirtækin og flytja þau þangað sem réttindalaust fólk framleiðir það, sem þjálfað hörkuduglegt starfsfólk á Vesturlöndum gerði áður og fékk greitt að verðleikum fyrir vinnu sína. Allt til að hámarka gróða fjármagnseigenda á kostnað hinna vinnandi stétta.
Verkalýðshreyfing Vesturlanda brást. Stjórnmálaflokkar brugðust og fjötruðu sig í hugmyndafræði heimsviðskipta þar sem frelsi fjármagnsins ræður öllu, en réttindi hins vinnandi manns gilda ekki. Vinstri sinnaðir stjórnmálamenn hafa verið helteknir af þessari heildarhugsun og hefðbundnir hægri flokkar hafa verið njörvaðir í 18.aldar sjónarmið um frelsi fjármagnsins. Svo finnst þessum aðilum skrýtið að það sem þeir kalla pópúlíska hægri flokka sem vilja gæta heildarhagsmuna vinnandi fólks skuli vaxa ásmegin.
Fjármagnseigendur Vesturlanda sem hafa svikið vinnandi fólk á Vesturlöndum horfa á það án þess að blikna sem og stjórnmálamenn Vesturlanda að við framleiðslu Kína og annarra sambærilegra landa er farið á svig við flest það sem við á Vesturlöndum teljum skyldu okkar að gera til að varðveita náttúruna og umgangast hana með virðingu.
Það er svo merkilegt að hvorki stjórnmálamenn né verkalýðshreyfing hafa lyft litla fingri eða mótmælt því að fjármagnseigendur hafi fullt og óheft frelsi til að eyðileggja atvinnu milljóna fólks,lítilsvirða áunninn réttindi verkafólks og valda óafturkræfri mengun náttúrunnar.
Frelsi fjármagnsins hefur ráðið á kostnað hagsmuna vinnandi fólks. Vinstra fólk á Vesturlöndum hefur ekki sinnt hagsmunum hins vinnandi manns í framleiðslustörfum. Það er síðan undrandi yfir því að hinar vinnandi stéttir skuli yfirgefa hina sósíalísku alþjóðahyggju þrælabúðann. Hefðbundnir hægri flokkar hafa líka brugðist bundnir á klafa sérhagsmuna fjármagnsins hafa þeir litið framhjá heildarhagsmunum þjóðfélagsins til að trufla ekki gleðileik eyðileggingar fjármagnseigenda á áunnum réttindum verkafólks á Vesturlöndum og vestrænum gildum mannúðar og virðingar fyrir náttúrunni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Mannréttindi, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 268
- Sl. sólarhring: 380
- Sl. viku: 4484
- Frá upphafi: 2450182
Annað
- Innlit í dag: 244
- Innlit sl. viku: 4173
- Gestir í dag: 236
- IP-tölur í dag: 233
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson
Athugasemdir
Ég hugsa að kínverska sendiráðið geri einhvað og þótt þetta hafi verið hlægilegt í fyrstu þá er þetta graf alvarlegt mál þegar ein þjóð talar svona til annara þjóðar. Smári til Trump og svo Borgarstjórn þegar þeir hótuðu Ísrael mönnum.
Valdimar Samúelsson, 2.1.2017 kl. 11:57
Fólk þarf ekki að verfa fanatískt í þessum málum og sniðganga allt sema ð kemur frá kína þó að fólk geti haft þessi mál á bak við eyrað næst þegar það það þarf að velja á milli hluta.
Jón Þórhallsson, 2.1.2017 kl. 16:34
Það kann vel að vera Valdimar. Það kemur þá bara í ljós. En það er alveg rétt hjá þér að það er ekki mikill mannsbragur að því að forsætisráðherraefni Pírata skuli yrða til Donald Trump með fjögurra stafa orðinu sem hann skilur og honum er tamast á engilsaxenskri tungu og hvatt sé til viðskiptabanns í fréttatíma ríkismiðilsins.
Jón Magnússon, 2.1.2017 kl. 18:34
Ég er almennt á móti sniðgöngu á vörum frá þjóðum. Það þarf ansi mikið að ganga á. Eins og ég sagði þá eru kínverskar vörur góðar og ódýrar. Það mæli á með þeim en hins vegar kemur ýmislegt annað á móti.
Jón Magnússon, 2.1.2017 kl. 18:36
Það er margt fleira í þessu sambandi, Jón.
Fyrir það fyrsta þá getur reynst erfitt að sniðganga vörur sem framleiddar eru í Kína. Ástæða þess er að erfitt getur verið að vita hvar varan nákvæmlega er framleidd eða íhlutir í hana. Á tæknisviðinu er sennilega útilokað að versla án þess að beint eða óbeint sé verið að versla við Kínverja.
Í öðru lagi greinir loftlagssérfræðinga á um þátt losun gróðurhúsategunda á hlýnun jarðar. Vitað er, í sögulegu samhengi, að hlýnun jarðar og aukið magn gróðurhúsaloftegunda fylgist að. Þetta er ótvíræð niðurstaða rannsókna á borkjörnum úr jökulhettum. Hins vegar greinir menn á um hvort sú aukning gróðurhúsaloftegunda sé orsök eða afleiðing hlýnunar lofthjúpsins. Vitað er að þegar freðmýrar þiðna, sem gerist auðvitað við hlýnun jarðar, losnar gífurlegt magn metangass úr jörðu. Væri kenningin rétt að gróðurhúsaloftegundir væru orsök hlýnunar, ætti þá auðvitað að hlýna út í hið óendanlega. Mun líklegri skýring, í það minnsta fyrir leikmann, er að þessu sé einmitt öfugt farið, að þessar loftegundir leiði til kólnunar. Alltaf þegar hlýnun hefur náð ákveðnu stigi, mun hlýrra en nú, hefur kólnað aftur.
Hægt er að fara nær í tíma, til þess er mælingar voru teknar upp. Ef skoðað er línurit yfir hlýnun jarðar frá ofanverðri 19. öld til dagsins í dag, svipað því er veðurfréttamaðurinn sýndi þjóðinni, kemur nokkuð merkilegt í ljós. Á tuttugustu öld hækkaði hiti jarðar verulega, eða um nærri 1,3 gráður. Ekki er þetta þó línuleg hækkun, heldur verður nokkuð skörp hækkun fram undir 1940, eða um 0,7 gráður, en þá kemur tímabil kólnunar allt fram undir byrjun níunda áratugar. Eftir það hækkar hiti aftur fram til dagsins í dag.
Þetta er nokkuð merkilegt, þar sem varla geta menn haldið því fram að seinni heimstyrjöldin hafi verið sérlega hagstæð náttúrunni, hvernig sem á það mál er litið og í kjölfar hennar varð bylting í bílaeign íbúa jarðarinnar. Ekki voru bílar neitt sérlega sparneytnir eða mengunarfríir á því tímabili.
Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að sótagnir, sem eru yfirgnæfandi frá brennslu kola og annarra frumeldsneytisgjafa, ætti samkvæmt eðlilegum og auðskyldum rökum að leiða til kólnunar, þ.e. byrgja fyrir sólu. Allir hafa heyrt talað um kjarnorkuvetur og allir íslendingar ættu að þekkja sögu mikilla eldsumbrota og afleiðingar þeirra fyrir heimsbyggðina. Næst okkur liggja þar sennilega Skaftáreldar og sú hörmung sem varð um Evrópu í kjölfar þeirra.
Enginn efast um að það er að hlýna verulega á jörðinni. Vel má vera að mannkynið eigi einhvern þátt í þeirri hlýnun, nú eða að það hafi kannski haldið örlítið aftur af henni. Vísindamönnum greinir á um orsök, sumir nefna sólgos og hafa komið fram með gögn og kenningar því til staðfestu.
Meiri líkur eru þó á að mannkynið geti lítið að gert, verði einfaldlega að aðlaga sig að þessum breytta veruleika. Hvað sem því líður, þá getum við huggað okkur við að jöklar munu ekki hverfa, eins og sumum "sérfræðingum" er tamt að tala um,, þó þeir sannarlega minnki verulega. Varla hefðu vísindamenn getað fengið borkjarna úr Grænlandsjökli, sem ná langt aftur fyrir a.m.k. síðustu tvö súperhitatímabil í jarðsögunni, ef hann hefði horfið á þeim tímum.
Hitt er svo allt annað mál að mengun, hverju nafni sem hún nefnist, er aldrei af hinu góða og vissulega ber að fara vel með Jörðina okkar. Það virðist þó oft gleymast í umræðunni, þeir sem henni stjórna horfa gegnum rör á einn þátt, sem kannski skiptir minnstu máli.
kveðja
Gunnar Heiðarsson, 2.1.2017 kl. 21:45
Takk fyrir þetta innlegg Gunnar. Ég er þér sammála. En geri þó fyrirvara um þá hlýnun sem verið er að tala um á síðustu árum, þar sem það er ljóst að mælingar eru með nokkuð öðrum hætti en áður var t.d. meira mælt í þéttbýli og í nágrenni flugvalla o.s.frv. þar sem hitinn er almennt meiri en þar sem mælar voru aðallega áður.
Jón Magnússon, 3.1.2017 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.