Leita í fréttum mbl.is

Kaka eða faðmlag

Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa vakið athygli á því að það sé betra að fólk sem vill gera vel við samstarfsfólk sitt sýni því væntumþykju með faðmlagi eða með öðrum hætti innan siðrænna og viðurkenndra marka í stað þess að færa því kökur eða annað sætmeti,eftir komu frá útlöndum, á afmælum eða öðru tilefni.

Offita, áunnin sykursýki og vaxandi tannskemmdir eru verulegt og vaxandi heilbrigðisvandamál í Bretlandi. Þannig er það einnig hér. Nauðsynlegt er að vinna gegn sykurómenningunni.

Talið er að börn innbyrði að jafnmagni þriggja sykurmola með morgunkorninu sínu á hverjum morgni og sum mun meira. Sykur er nánast í allri tilbúinni fæðu og erfitt að varast hann. Það er heilbrigðismál að vinna gegn sykurneyslu.

Sykur er eins og hvert annað fíkniefni. Aukin sykurneysla kallar á meira magn af fíkniefninu sykri. Sykur kallar fram vellíðan hjá okkur sykurfíklunum og þess vegna sækjumst við í fíkniefnið, þrátt fyrir að vita að líkamlega er það bara vont fyrir okkur.

Á sama hátt og yfirvöld unnu gegn tóbaksreykingum ættu þau nú að setja sér markmið varðandi að draga úr sykur- og þess vegna saltneyslu þjóðarinnar. Það mundi auka vellíðan fólks þegar fram í sækir og draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins.

Hver einstaklingur ber ábyrgð á sjálfum sér, en hann verður þá að eiga þess kost að geta valið ósykraða neysluvöru í stað sykraðrar eins og morgunkorn, brauð o.s.frv. Ef til vill mætti gera eins og með sígarettupakkana að setja varúðarmerki á neysluvörur þar sem sykurmagn er umfram ákveðið viðmið t.d:

VARÚÐ: Óhófleg sykurneysla er hættuleg heilsu þinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 272
  • Sl. sólarhring: 766
  • Sl. viku: 4093
  • Frá upphafi: 2427893

Annað

  • Innlit í dag: 253
  • Innlit sl. viku: 3789
  • Gestir í dag: 248
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband