Leita í fréttum mbl.is

Að byggja sitt eigið fangelsi.

Vilhjálmur Tell frelsishetja Svisslendinga, sem barðist við ofurefli einræðisafla. Sá sem sagan segir að hafi með lásboga skotið epli á höfði sonar síns, er sagður hafa sagt þegar hann var látinn vinna við byggingu fangelsis einræðisaflanna, að það væri hart að þurfa að byggja sitt eigið fangelsi.

Þessi saga kom mér í hug þegar ég hef ítrekað orðið vitni af skefjalausum áróðri fréttastofu RÚV, þöggun og rangfærslum.

Í hverjum einasta fréttatíma RÚV í gær frá kl. 7 að morgni til kl. 12 að kvöldi sem og í morgunfréttum í dag var hamrað á því að heimasíðu forseta Bandaríkjanna hefði verið breytt og nú væri ekki minnst á réttindi samkynhneigðra og vá vegna loftslagsbreytinga. Hins vegar var í engu getið hvaða áherslur hefðu komið í staðinn.

Þögn RÚV um áherslur Bandaríkjaforseta varð meira og meira æpandi eftir því sem sama fréttin um þær vondu breytingar á heimasíðu Trump skv. skilningi fréttastofu RÚV voru ítrekaðar oftar.

Þess var t.d. ekki getið í fréttum RÚV að eitt af fyrstu verkum Trump var að færa styttu af Winston Churchill aftur á viðhafnarstað í Hvíta húsinu. Obama hafði látið fjarlægja hana.

Frétastofa RÚV hefur ekki minnst á að helstu áhersluatriði Trump sem sett voru á nefnda heimasíðu forstetans heldur bara það sem er þar ekki en áhersluatriðin sem sett voru inn eru:

Að berjast við ISIL og sigra þau hermdarverkasamtök

Að skapa 25 milljón ný störf

Að minnka skattbyrði allra borgara

Að auka orkuframleiðslu Bandaríkjanna

Að endursemja um NAFTA

Að styrkja herinn (rebuild the military)

Að koma á öðru heilbrigðiskerfi en svonefndu Obamacare.

Vissulega má gagnrýna margt af þessu, en það er þó heiðarleg og hlutlæg fréttamennska að segja rétt frá og málefnalega um þá stefnu í stað þess að vera með einhliða neikvæðan áróður.

Áhersla Trump á rétt hins vinnandi fólks og nauðsynlegar takmarkanir á frelsi fjármagnsins til að eyðileggja störf fólksins er athyglisverð og eðlilslík því að ríkisstjórn Íslands mótaði þá stefnu, að vinna gegn því að fjármagnið geti á grundvelli rangláts kvótakerfis tekið vinnuna frá fólkinu að geðþótta.

Þá er gagnrýni Trump á NATO og utanríkisstefnu Obama réttmæt. Nauðsynlegt er að byggja brýr yfir til Rússa og skapa eðlileg samskipti og það þarf ekki að þýða neina undansláttarsemi heldur hitt að búa ekki til óvin fyrirfram eins og Óbama gerði með Assad,Mubarak, Al Sisi, Pútin o.fl.

Sú stefna Trump að ætla að draga úr frjálsum viðskiptum landa á milli er varhugaverð. Frjáls viðskipti hafa aukið velmegun í heiminum og fært hundruðir milljóna manna frá hungri til velmegunar. Á sama tíma hafa stjórnendur vestrænna ríkja ekki gætt að réttindum borgaranna en leyft fjármagnseigendum að fara sínu fram á kostnað hins almenna borgara.

Afturhaldið og vinstri pópúlisminn hafa gengið hönd í hönd fyrir sérréttindum hinna fáu á kostnað hagsmuna alls almennings.

Þessi mál hefði verið vert að RÚV hefði fjallað um og staðið fyrir málefnalegri umræðu í Kastljósi í stað þess að vera eingöngu með einhliða neikvæðar fréttir og vinstri sinnaða svonefnda sérfræðinga, sem geta ekki flokkast undir annað en skefjalausan áróður og innrætingu.

Vonandi bregst nýr menntamálaráðherra við þeirri áskorun að gera Fréttastofu RÚV að málefnalegri hlutlægri fréttastofu eins og lög um RÚV kveða á um. Við sem erum ekki vinstri pópúlistar eigum ekki að þurfa að greiða til þeirrar skoðanalegu dýflissu vinstri öfga sem fréttastofa RÚV hefur svo mikið dálæti á en gleymir á sama tíma því sem eru raunverulegar fréttir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðan póst Jón.

RÚV hefur verið stundað tilfinningalega fréttamennsku þegar kemur að bandarískum stjórnmálum, dýptin er engin.  Trump er málaður sem svarthöfði sjálfur þannig að til þess að leita að málefnanlegri umfjöllun um stjórnmálaástandið í USA þá verður að leita í erlenda fjölmiðla eins og Telegraph eða WSJ.

Karl (IP-tala skráð) 23.1.2017 kl. 09:23

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Herbert Hoower reindi þessa mixtúru í sinni forsetatíð og gafst ekki mjög vel, flestir hafa ekki upplifað Kreppuna Miklu á þrítugasta áratug síðustu aldar, en kanski að þeir hafi lesið um hana.

Auðvitað á að afnema alla tolla á viðskiptum milli landa.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.1.2017 kl. 05:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 273
  • Sl. sólarhring: 373
  • Sl. viku: 4489
  • Frá upphafi: 2450187

Annað

  • Innlit í dag: 248
  • Innlit sl. viku: 4177
  • Gestir í dag: 240
  • IP-tölur í dag: 237

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband