Leita í fréttum mbl.is

Sakleysisvottorð

Í réttarríkjum telst hver maður saklaus þangað til sekt hans er sönnuð.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að snúa þessu mannréttindaákvæði á haus og skylda alla, sem reka fyrirtæki þar sem 25 eða fleiri vinna, að sanna árlega að þeir brjóti ekki lög. Takist þeim það fá þeir heiðarleikavottorð.

Þegar stjórnvöld krefjast þess að ákveðnir borgarar verði að sanna sakleysi sitt og sýna fram á að þeir fari að lögum, þá er stigið hættulegt skref frá reglum réttarríkisins. Næst mætti ákveða að allir verði árlega sanna sakleysi sitt og gangast undir heiðarleikapróf og fá vottorð upp á það á eigin kostnað.

Skriffinnskan og báknið vex á kostnað þeirra sem þurfa að gangast undir heiðarleikaprófið.

Í lögum nr. 10 frá 2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla eru ákvæði að viðlagðri ábyrgð að lögum um að ekki megi mismuna fólki á grundvelli kynferðis. Skv. 19.gr. sbr. og 25.gr. laganna er skylt að greiða konum og körlum jöfn laun og öll mismunun bönnuð. Sérstök Jafnréttisstofa starfar,sem getur kallað eftir upplýsingum frá fyrirtækjum um að þau fari að lögum. Hægt er að vísa málum til kærunefndar jafnréttismála og starfandi eru skv. lögunum sérstakir jafnréttisfulltrúar og jafnréttisráðgjafar o.s.frv. o.s.frv. 

Þrátt fyrir ótvíræða lagaskyldu að greiða fólki sömu laun óháð kynferði og víðtæk lagaákvæði til að tryggja að svo sé gert m.a. víðtækar heimildir til upplýsingaöflunar þá er það ekki nóg að mati ríkisstjórnarinnar. Hver maður skal sanna á eigin kostnað að hann brjóti ekki gegn lögunum.

Hvað sem líður göfugum markmiðum um jafna stöðu karla og kvenna sem og öðrum göfugum markmiðum þá má aldrei ganga of langt og skerða réttindi borgaranna og ætla þeim það að þeir séu að brjóta lög nema þeir geti sýnt fram á hið gagnstæða.

Þess vegna geta þeir þingmenn,  sem vilja einstaklingsfrelsi og vilja virða þá grunnreglu mannréttinda að hver maður skuli talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð ekki greitt þessum óskapnaði atkvæði sitt.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Er þá nokkur ástæða til þess að skylda mann til að skila inn árlega yfirliti yfir tekjur og gjöld sín? Er ekki nóg að maður gefi upp heildartöluna án þess að þurfa að sanna sakleysi sitt af því að svíkja undan skatti?

Ómar Ragnarsson, 11.2.2017 kl. 13:41

2 Smámynd: Sigrún Jóna Sigurðardóttir

Ég tel að þetta sé gert að gefnu tilefni. Og allskonar log eru þannig að maður þarf einmitt að sanna "sakleysi" sitt.

En meður er alls ekki talinn segkur þó maður þurfi að skila alls konar greinagerðum. Það er gert til að hafa allt undir "kontrol"

Eða er ég að misskilja eitthvað?

Sigrún Jóna Sigurðardóttir, 11.2.2017 kl. 16:19

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta er ekki það sama Ómar. Þú ert ekki að bera saman sambærilega hluti. Við þurfum að skila inn skattskýrslum, en við þurfum ekki sérstakt vottorð um að þær séu réttar. Skatturinn getur síðan endurskoðað þær og beðið um skýringar.

Það sama gildir varðandi fyrirtækin að þau þurfa að skila ýmsum gögnum og Jafnréttisstofa getur síðan kallað eftir skýringum og beitt viðurlögum.  En það á að ganga lengra en það gagnvart fyrirtækjum sem eru með 25 manns eða fleiri í vinnu. Þeir eiga að sýna fram á að þeir fari að lögum. Það eiga þeir að gera með sérstöku vottorði, jafnlaunavottorði, sem kostar bunch of money að útbúa  miðað við staðalreglur.

En það útvegar fullt af fólki atvinnu á kostnað fyrirtækjanna, en notagildið er ekkert og eftirlitsiðnaðurinn blómstrar sem aldrei fyrr.

Jón Magnússon, 12.2.2017 kl. 14:55

4 Smámynd: Jón Magnússon

Já ég held það Sigrún. Atvinnurekendum ber að fara eftir lögum alveg eins og hverjum öðrum. Þeim ber skv. lögum að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu óháð kyni t.d. Með þessum reglum er miðað við að þeir þurfi að sanna að þeir geri það og það þrátt fyrir að Jafnréttisráð geti kallað eftir öllum gögnum frá þeim varðandi launakjör.

Jón Magnússon, 12.2.2017 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband