Leita í fréttum mbl.is

Mikilvægar kosningar í Bretlandi

Undanfarið hafa vinstri sinnaðar fréttastofur og fréttamenn eytt miklu af fréttatímum miðla sem kostðir eru af almannafé hér og erlendis sagt okkur að mjótt verði á munum í ensku kosningunum og Verkamannaflokkur Corbyn sæki jafnt og þétt í sig veðrið og auki fylgi sitt á sama tíma og Theresa May forsætisráðherra og flokkur hennar sé að tapa fylgi.

Þetta fjölmiðlafólk hefur eytt miklum tíma í að tala um að engin flokkur verði með hreinan meirihluta og jafnvel muni Íhaldsflokkurinn verða utan stjórnar. Allt eru þetta byggt á óskhyggju og draumsýnum þessara vinstri sinnuðu fréttamanna miðað við niðurstöður þeirra skoðanakannanna sem taldar eru hvað áreiðanlegastar.

Almennar kosningar í lýðfrjálsum löndum eru alltaf sigurhátíð lýðræðis. Þannig er það líka í Bretlandi í dag. Í lýðræðisríki eru skiptar skoðanir og eiga að vera það og sami flokkur sigrar ekki endalaust eins og dæmin sanna.

Þó að Íhaldsflokkur Theresu May hefði ýmislegt mátt gera betur þá fæ ég ekki séð að Verkamannaflokkurinn undir stjórn Marxistans Jeremy Corbyn vinni sigur í þessum kosningum. Tilraun hans til að gera lítið úr Theresu May og kenna henni um hryðjuverkin í London og Manchester vegna niðurskurðar til löggæslu var vægast sagt aumkunarverð og sama er að segja um kröfu hans og flokksbræðra hans um eflingu lögreglunnar- flokks sem alltaf hefur staðið á bremsunni hvað það varðar þangað til að þeir töldu að hægt væri að gera sér atkvæðamat úr hryðjuverkaógninni. Eiríkur Bergmann álitsgjafi RÚV, mundi kalla slíkt pópúlisma ef ekki kæmi til flokkur á sama róli í pólitík og hann sjálfur.

Theresa May hefur komið fram þann stutta tíma sem hún hefur verið forsætisráðherra Breta sem sterkur leiðtogi sem lætur að sér kveða og hefur ákveðnar skoðanir bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi. Það hefur m.a. komið í ljós á fundum hennar með Donald Trump,sem hún hefur greinilega haft jákvæð áhrif á. Ekki síður hefur hún haldið sínu í viðræðum við Evrópuforustuna varðandi Brexit.

Ekki verður séð að leiðtogi Verkamannaflokksins geti veitt sömu jákvæðu forustuna og Theresa May og verður ekki annað séð, en að Verkamannaflokkurinn sé einstaklega óheppinn með forustumann.

Þó ég spái almennt ekki um úrslit kosninga þá ætla ég samt að gera það núna og spái að skynsemin muni ráða hjá breskum kjósendum þó flokkshollusta þar í landi sé meiri en víðast annarsstaðar og Theresa May og flokkur hennar vinni góðan sigur í kosningnum. Það skiptir máli varðandi Brexit og samband Bandaríkjanna og Bretlands og raunar Bandaríkjanna og Evrópu. Corbyn getur ekki veitt þá forustu sem May hefur sýnt að hún gerir.  

Hætt er því við að óskadraumur og vonir vinstri sinnuðu fréttamannanna sem hafa bullað við okkur undanfarna daga fjari út þegar þeir vakna í fyrramálið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 293
  • Sl. sólarhring: 707
  • Sl. viku: 4114
  • Frá upphafi: 2427914

Annað

  • Innlit í dag: 269
  • Innlit sl. viku: 3805
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 250

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband