Leita í fréttum mbl.is

Gott frumkvæði utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi fyrir nokkru við utanríkisráðherra Breta, Boris Johnson um hugsanlega aðild Breta að EFTA, fríverslunarsambandi Evrópu, en við ásamt Norðmönnum, Sviss og Lichtenstein erum í því bandalagi og Bretar voru það áður en þeir gengu í Evrópusambandið.

Mikilvægt er fyrir Ísland að ná góðu viðskiptasambandi við helstu viðskiptaþjóð Íslands, Bretland, og hluti af því ferli gæti verið að Bretar tengdust EFTA á nýjan leik. 

Spurning er þá einnig hvort að Bretar telji það kost að tengjast Evrópska efnahagssvæðinu ásamt okkur Norðmönnum og Lichtenstein, en sennilega eru minni líkur á því en meiri, þó slíkt mundi tryggja Brexit að nokkrum hluta fljótt og örugglega og síðan gætu þeir haldið áfram og sagt sig frá EES samningnum með tíð og tíma.

EES samningurinn er að sumu leyti góður, en öðru leyti slæmur. Stór hluti þeirra sem studdu Brexit vildu koma í veg fyrir frjálsa för fólks frá Evrópusambandinu og tryggja að Bretar hefðu meiri stjórn á landamærum sínum.  

Brexit viðræðurnar og þeir kostir sem óneitanlega geta opnast með þeim þarf að skoða vel og reyna að ná góðu sambandi við Breta og jafnframt að fá fram breytingar á EES samningnum varðandi frjálsa för í samræmi við þann fyrirvara sem Ísland gerði með bókun við EES samninginn, sem felur í sér heimild til að takmöaka frjálsa för fólks til landsins með tilliti til íslenskra hagsmuna.

Utanríkisráðherra heldur vonandi vel á þessum flóknu en að mörgu leyti góðu spilum sem við höfum á hendi og ég treysti honum til góðra verka og ná fram betri stöðu með samningum fyrir Ísland. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 221
  • Sl. sólarhring: 487
  • Sl. viku: 4437
  • Frá upphafi: 2450135

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 4130
  • Gestir í dag: 197
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband