Leita í fréttum mbl.is

Fjármálaráðherra seðlar, evra og króna

Fjármálaráðherra hefur ítrekað lýst þeirri skoðun, að takmarka eigi eða banna viðskipti í íslenskri mynt. Þess í stað skuli öll viðskipti fara í gegn um debet- eða kreditkort. Fjármálaráðherra hefur einnig ítrekað amast við því að við skulum vera með 10 þúsund króna seðil og telur að svo há fjárhæð sé til þess fallin að auðvelda sjálfsbjargarviðleitni þeirra borgara, sem vilja komast undan ofurskattheimtu ríkisstjórnarinnar. 

Á sama tíma og fjármálaráðherra amast við notkun íslenskra seðla og vill eingöngu bankamillifærsluviðskipti á íslenska myntsvæðinu, þá er hann öflugur talsmaður þess að íslenska krónan verði lögð niður, en Ísland taki upp Evru. 

Nú vill svo til að myntkerfi Evrulandana er með þeim hætti að þar er stærsti seðillinn 500 Evrur sem samsvarar 60.000 sextíuþúsund íslenskum krónum miðað við gengi Evrunnar 120. 

Ólíklegt verður að telja að fjármálaráðherra telji sig þess umkominn komi til þess að Ísland taki upp Evru að breyta svo greiðslukerfi Evrulanda, að notkun myntar já og 500 Evru seðilsins verði bönnuð. 

Það er óneitanlega skondið að sami maður vilji afnema 10 þúsund króna seðil af því að svo hár seðill stuðli að skattsvikum og glæpum, á sama tíma og hann vill ólmur í Evrulandið þar sem 60 þúsund króna seðlar eru daglegt brauð. 

Gott væri að fá vitræna skýringu á þessari tvíhyggju fjármálaráðherra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki bíð ég eftir neinni vitrænni skýringu frá þessum Benedikt. Hann hefur sína sérvisku fyrir sig og mér kemur hún akkúrat ekkert við þar sem ég gef ekkert fyrir hana.

Halldór Jónsson, 28.7.2017 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 808
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband