Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Benediktsson er vaxandi stjórnmálamaður

Í leiðtogaumræðunum í sjónvarpssal í kvöld bar Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins höfuð og herðar yfir aðra flokksleiðtoga bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Bjarni var málefnalegur og sýndi fram á að hann hefur yfirburða þekkingu á íslensku samfélagi. Vona að frammistaða formannsins skili flokknum auknu fylgi í kosningunum á morgun. 

Bjarni gerði góða grein í stuttum setningum fyrir þeim reginmun sem er á lífsskoðun okkar sem viljum að hver og einn fái að njóta verka sinna og sósíalistanna sem vilja láta aðra njóta þess sem þú gerir. Á sama tíma og við viljum hafa öryggisnet velferðar í landinu og svigrúm fyrir einstaklinganna til að vera sinnar gæfu smiðir, þá telja sósíalistarnir nauðsynlegt að skattleggja þá sem mest, sem vinna sjálfum sér og þjóðfélaginu best.

Þeir Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi komu líka fram sem öruggur stjórnmálaleiðtogar. Vel að merkja miðað við málflutning þeirra þá voru þeir ekki að lýsa skoðunum miðflokka heldur hægri flokka. 

Katrín Jakobsdóttir komst líka vel frá þessum umræðum málefnaleg og rökföst. 

Þar sem ég lofaði konunni minni að vera ekki neikvæður fram yfir kosningar þá ræði ég ekki frammistöðu annarra flokksleiðtoga. 

Hvernig svo sem kosningarnar fara þá verður ekki annað sagt en að formaðurinn hafi lagt sitt að mörkum með frábærri frammistöðu sinni í kvöld til að við vinnum góðan sigur í kosningunum á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 215
  • Sl. sólarhring: 510
  • Sl. viku: 4431
  • Frá upphafi: 2450129

Annað

  • Innlit í dag: 196
  • Innlit sl. viku: 4125
  • Gestir í dag: 192
  • IP-tölur í dag: 190

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband