Leita í fréttum mbl.is

Er snjórinn hvítur?

Hingað til hefur það ekki verið vandamál og tala um hvítan snjó. Mest selda jólalagið frá upphafi er "I´m dreaming of a white Christmas" (mig dreymir hvít jól) Engi hefur efast um það hvað það þýðir og engum hefur frammi að þessu dottið í hug að það gæti flokkast undir rasisma að tala um hvítan snjó. 

Nú bregður hins vegar svo við á þessum ofurteprutímum, að biðjast verður afsökunar á því að tala um hvítan snjó. 

University College í London (UCL) hefur beðist afsökunar eftir að twitter færsla var talin rasísk, en UCL tísti þá

"Dreaming of white campus? ------ /(We can´t gurantee snow but we´ll try).

Háskólinn segir að því miður hafi orðalag tístsins ekki verið nægilega vandað. 

Þegar svo er komið að biðjast þarf afsökunar á því að tala um hvítan snjó erum við þá ekki komin yfir öll skynsamleg mörk í réttrúnaðinum og búin að dæma okkur til alvarlegrar sjálfsritskoðunar og tjáningarbanns?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Að sama skapi verðum við þá að sleppa því að tala um "svartan sand" eða "gulan sand".  Vonandi verður þó áfram óhætt að tala um blóðrautt sólarlag?

Kolbrún Hilmars, 14.12.2017 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 817
  • Sl. viku: 5758
  • Frá upphafi: 2472428

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband