Leita í fréttum mbl.is

Styðjum baráttu Kúrda fyrir sjálfstæði

Erdogan Tyrkjaforseti hefur gert innrás í Sýrland. Her Tyrkja ásamt hryðjuverkamönnum í Sýrlandi, sem Tyrkir styðja sækja nú að Kúrdum, en Tyrkjaher hefur í aðdraganda innrásarinnar verið með linnulausa stórskotahríð og loftárásir á borgir, þorp og bækistöðvar Kúrda.

Innrás Tyrkja er til að ganga milli bols og höfuðs á Kúrdum í Sýrlandi. Hvaða rétt hafa þeir til þess? Engan.

Hvaða rétt eiga þeir til að styðja hryðjuverkamenn í Sýrlandi og nota þá nú beint til óhæfuverka sinna gegn Kúrdum. Engan.

Kúrdar eru sérstök þjóð með eigin sögu og menningu og eiga rétt á því að staða þeirra sé virt í alþjóðasamfélaginu og þeir eigi þess kost að mynda sjálfstætt ríki á þeim svæðum þar sem Kúrdar eru í afgerandi meirihluta íbúa. Á þetta vilja Tyrkir og raunar fleiri einræðisstjórnir á svæðinu ekki hlusta. Tyrkir stunda kerfisbundnar ofsóknir gegn Kúrdíska minnihlutanum í Tyrklandi og sækja nú að Kúrdum utan landamæra Tyrklands og fara þar í bág við alþjóðalög.  

Komi Bandaríkjamenn Kúrdum ekki til aðstoðar í þessari stöðu sýna þeir að USA er vondur bandamaður. 

Hvað ef Tyrkir lenda í útistöðum við Rússa í þessu herhlaupi. Ætlar NATO þá og þar á meðal við að standa við bakið á Tyrkjum?

Tyrkir hvöttu til uppreisnar gegn stjórnvöldum í Sýrlandi og hafa stutt hryðjuverkafólk þar. Tyrkir stóðu í ábatasömum viðskiptum við ISIS og sáu til þess að þeim bærist liðsauki og félagar í ISIS ættu frjálsa för um Tyrkland allt til þess að slettist upp á vinskapinn. Vesturlönd ættu því að sýna Tyrkjum fullkomna andúð.

Við Íslendingar sem lítil þjóð, sem fékk sjálfstæði á þeim grundvelli að við værum sérstök þjóð með eigin menningu ættum að stilla okkur upp með Kúrdum, sem eru að berjast fyrir sjálfstæðri tilveru og viðurkenningu. Við ættum á alþjóðavettvangi að fordæma harðlega framferði Tyrkja og krefjst þess um leið að réttindi Kúrda verði virt. 

Oft hefur verið lítið tilefni til yfirlýsinga af hálfu utanríkisráðherra, en nú skiptir máli að hann láti í sér heyra og fordæmi Tyrklandsforseta og Tyrki fyrir innrás á frjálst og fullvalda ríki og hernað gegn Kúrdum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Skilyrðislaust!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.1.2018 kl. 12:02

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Það er mín skoðun að Kúrdar séu afkomendur Israels ættkvíslanna 10, sem í árdaga fóru til Evrópu, en að þeir (Kúrdarnir),séu afkomendur þeirra sem hafi helst úr lestinni og ekki komist norður fyrir fjallgarða Persíu, og að þeir myndi núna Kúrdaþjóðina.

 

Það er mitt álit, að Alþingismenn eigi að setja fram og samþykkja þingsályktun þess efnis, að Íslendingar tilkynni opinberlega á þingi Sameinuðu Þjóðanna, að Íslendingar styðji kröfur Kúrda um stofnun sjálfstæðs ríkis á þeim landssvæðum sem þeir ráða yfir og hafa búið á um aldir. Þá vil ég jafnframt óska þess, og fara fram á, að Alþingi leggi fram og samþykki þingsálykunartillögu þess efnis, að "EF" Tyrkir ráðist á Kúrda með hervaldi, þá muni Ísland segja sig úr NATO.

Tryggvi Helgason, 21.1.2018 kl. 17:59

3 Smámynd: Hrossabrestur

Gleðilegt nýtt ár, það væri nú aldeilis frábært að þakka kúrdum fyrir þeirra hlut í baráttunni við ISIS með því að leyfa Tyrkjum að ráðast svona á þá, við skulum vona fyrir hönd kúrda að USA sé góður bandamaður. síðan er það spurning hvort Tyrkir séu húsum hæfir í NATO.

Hrossabrestur, 21.1.2018 kl. 19:55

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Kúrdar í Tyrklandi fá litla umfjöllun.

Þeir eru að sagt er 14 miljónir og bældir, kúgaðir af Tyrkjum.

Reyndar eru þeir í Tyrklandi, Sýrlandi, Iraq,Iran, taldir 35 mljónir.

Til viðbótar eru Kúrdar í mörgum löndum.

Það er erfitt að fá heildar tölu á Kúrdum í veröldinni.

Löndin vilja ekki rugga bátnum, og ræða sem minnst um Kúrdana.

Who are the Kurds?

http://www.bbc.com/news/world-middle-east-29702440

Kurds received harsh treatment at the hands of the Turkish authorities for generations. In response to uprisings in the 1920s and 1930s, many Kurds were resettled, Kurdish names and costumes were banned, the use of the Kurdish language was restricted, and even the existence of a Kurdish ethnic identity was denied, with people designated "Mountain Turks".

Kúrdarnir vonast til að gleymast ekki.

Egilsstaðir, 21.01.2018  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 21.1.2018 kl. 21:04

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Núverandi utanríkisráðherra mun trauðla gefa eina eða neina yfirlýsingu um yfirgang tyrkja, fyrr en einhver annar hefur riðið á vaðið. Kratisminn í flokknum mun sjá til þess, auk þess sem Vinstri Grænir og Framsókn eru ekkert að spá í þessi mál.  

 Umheimurinn er þeim með öllu óskildur, nema eftirá. Þá skortir ekki skoðanir.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.1.2018 kl. 01:11

6 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Takk fyrir þetta Jón Magnússon og er þér hjartanlega sammála, með að okkar stjórnvöld eiga að fordæma þessa árás Tyrkja.

Kristinn Ásgrímsson, 22.1.2018 kl. 17:05

7 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er ömurlegt að ráðist se með hervaldi á smáþjóð eins og Kúrda.

 Það virðist vera að sjálfstæðiðir friðelskandi flokkar fólks sem berst fyrir sínu lifsviðurværi án alþjóðlegrar aðstoðar og  er nægjusamt og ræðst ekki á aðra  se bitbein strísherra.

 Ekki er nú metnaður þeirra eða frægð mikil af slíku.

Erla Magna Alexandersdóttir, 22.1.2018 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband