Leita í fréttum mbl.is

Einkavæðing skólastarfs í boði Dags B og félaga

Á undanförnum árum hefur ekkert orð verið jafn ógnvænlegt fyrir Samfylkingarfólk, VG og annað öfgavinstrifólk og "einkavæðing"

Heilbrigðisráðherra og fleiri úr þeirri hjörð hafa talið nauðsyn á að komið verði í veg fyrir frekari einkavæðingu heilbrigðis- og skólakerfis og snúið frá þeirri að þeirra mati háskalegu braut sem einkavæðing hefur í för með sér fyrir þjóðlíf og sálarheill landsmanna.

Mitt í þessu írafári gegn einkavæðingu semur Dagur B. Eggertsson og vinstri meirihlutinn í Reykjavík um víðtæka einkavæðingu kynlífsfræðslu í grunnskólum og leikskólum borgarinnar. Gerður var samningur við samtökin 78 um "hinsegin" kynlífsfræðslu í grunn- og leikskólum, fyrir börn sem eru ekki komin á kynþroskaaldur.

Erfitt er að sjá hvaða erindi hinsegin fræðsla eigi til barna, en e.t.v. liggja fyrir því einhverjar duldar ástæður svo sem skimun eftir því hjá ungbörnum hvort til þess geti komið að þau muni eiga í kynáttunarvanda þegar fram í sækir á lífsleiðinni. 

Fróðlegt verður að vita hvort áframhald verður á einkavæðingastefnu Dags B og félaga og t.d. að samið verði við þjóðkirkjuna um að annast um trúarbragðafræðslu í grunn- og leikskólum. Vafalaust gengur það ekki þar sem meirihlutinn í Reykjavík hefur með ráðum og dáð reynt að úthýsa kirkju og kristni úr skólum í Reykjavík. 

Fyrst nauðsyn þykir vera að kenna börnum sem ekki eru komin á kynþroskaaldur um kynlíf af samtökunum 78, þá veltir maður því fyrir sér hvað mín kynslóð þurfti að ganga í gegn um án allrar fræðslu í "hinsegin fræðum".

Ef til vill er það þess vegna sem vísað er til okkar sem "Baby Boomers" eða barnakynslóðin. 

Hætt er við að sú kynslóð sem nýtur fræðslu Samtakanna 78 og tileinkar sér hinsegin fræðin verði ekki þeirrar gæfu aðnjótandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá hvað lítið breytist hjá kennurum

þegar ég var í barnaskóla þá var hoppað yfir síðu 79 í líffræðibókinni en þar voru þó engar myndir bara texti um æxlunarfæri karls og konu.

Nú fela þó kennarar verktökum að sjá um þessa síðu

Grímur (IP-tala skráð) 26.1.2018 kl. 17:07

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Waldorf skólakerfið setur kennslu ungra barna i flokka.

 Hvað aldur þeirra ræður við eftir vísindalegum rannsóknum.

 Þar er farið nákvæmlega inn á svið sálfræði og hvað er heppileg fræðsla aldurslega seð- hvað ræður barnið við.

 Það þarf ekki Waldorfskóla til að segja fólkui með fullu viti að smábörn þurfa ekki fræðslu um kynlif..

 Þar að auki helt eg að kennarar um kinlif þyrftu kennaramentun eins og aðrir kennarar.

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.1.2018 kl. 17:57

3 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Afbragðsgóð grein, nafni, jafntímabær og hún er afhjúpandi um gerðir vinstri meirihlutans. Þeir voru samhliða þessu að taka ákvörðun um að gefa 26,1 milljón af skattfé borgarbúa í styrk til þessara einkahagsmuna-samtaka, Samtakanna 78!

Kristin stjórnmálasamtök, 27.1.2018 kl. 08:01

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afbragðsgóð grein, nafni, jafntímabær og hún er afhjúpandi um gerðir vinstri meirihlutans. Þeir voru samhliða þessu að taka ákvörðun um að gefa 26,1 milljón af skattfé borgarbúa í styrk til þessara einkahagsmuna-samtaka, Samtakanna 78!

Jón Valur Jensson, 27.1.2018 kl. 08:02

5 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver er stefna Eyþórs í svona málum?

Er hann KRISTINNAR TRÚAR og hefur kjark til sporna gegn 78;

eða trallar hann með í gaypride göngunni?

Jón Þórhallsson, 27.1.2018 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 489
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband