Leita í fréttum mbl.is

Ber einhver ábyrgð í núinu?

Athyglisvert hefur verið að fylgjast með varnarræðum Barnaverndarnefndar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna ótrúlegra mistaka beggja þessara stofnana vegna máls kynferðarafbrotamanns gagnvart börnum. 

Barnaverndarstofa lét manninn starfa áfram þrátt fyrir fyrri brot hans, sem sýndu að honum var ekki hægt að treysta. 

Lögreglan tilkynnti ekki um kæru gegn manninum vegna brots svo mánuðum skipti þótt hann væri í vinnu á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 

Engum vafa er undirorpið að þarna urðu báðum aðilum á alvarleg mistök, sem eðliegt er að verði skýrð og gaumgæft hvort einhverjir beri þá ábyrgð á þessum mistökum að þeim sé ekki lengur sætt í störfum sínum. Þetta ætti að vera augljóst öllum. 

Nú bregður hins vegar svo við í umræðunni að þegar fjallað er um mistök Barnaverndarnefndar og lögreglu sem gerðust í þátíð og í núinu, þá setja talsmenn þessara stofnana á alinlangar ræður um hvað þeir ætli að gera í framtíðinni til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Allt er það gott og blessað, en hefur ekkert með þá spurningu að gera:  "Hver eða hverjir bera ábyrgð" á þessum mistökum.

Það er satt að segja óttalega kauðslegt að tuða endalaust um framtíðina þegar viðfangsefnið er í nútíð og þátíð, en bendir til þess að það sé verið að fela eitthvað. 

Nokkrir hlutir hafa komið á óvart við umfjöllun fréttamiðla um þetta mál. Í fyrsta lagi er engin nafnbirting, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst í sambærilegum málum. Í öðru lagi þá er eins og einhverri verndarhendi hafi verið haldið yfir þessum manni af einhverjum, en sé svo er brýnt að upplýsa það. 

Ágæti lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og talsmaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Þurfið þið ekki að hreinsa til og segið fólkinu í landinu hvað gerðist. Af hverju þessi alvarlegu mistök áttu sér stað og hver ber ábyrgð á þeim og hvort viðkomandi þurfi að svara til saka vegna þess.

Fólk á rétt á að fá að vita það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 64
  • Sl. sólarhring: 807
  • Sl. viku: 6263
  • Frá upphafi: 2471621

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 5714
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband