Leita í fréttum mbl.is

Góður listi Sjálfstæðisflokksins en það er ekki nóg.

Sjálfstæðismenn í Reykjavík standa sameinaðir um framboðslista flokksins til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Þrátt fyrir að kjörnefnd gerði tillögu um verulegar breytingar m.a. mikið af hæfu ungu fólki og margir byggjust við verulegum andmælum og andófi þá fór ekki svo. Flokksmenn ákváðu að standa sameinaðir að baki framboðsins. Þannig að það hefur alla vega þann fararheill.

Miklu skipti að vel tækist til um framboð Flokksins þannig að samhent heild starfaði með Eyþóri Arnalds sem flokksmenn höfðu valið sem oddvita sinn í borginni með yfirgnæfandi stuðningi flokksfólks.

Nú reynir á. Reykvíkingar hafa mátt þola óstjórn í borgarmálum um árabil og fyrst keyrði um þverbak þegar tvíeykið Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson skiptu með sér kökunni og ekki batnaði það eftir að Dagur sat einn að aðgerðum.

Nú skiptir máli að Sjálfstæðisfólk í Reykjavík móti sér framsækna stefnu í borgarmálum - af því að það er ekki nóg að hafa bara góðan framboðslista hann verður að eiga fullt erindi til að ná brautargengi. Það þarf að skerga burt Báknið í Reykjavík. Það þarf að tryggja nauðsynlega þjónustu og greiða umferð og umfram allt lækka álögur á borgarbúa. Þetta er vel hægt ef vel verður að verki staðið. 

Þreyttur hugmyndasnauður meirihluti á að víkja fyrir framsækinni stefnu til framfara í Borginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Reykjavík að stefna að því að skuldir og gjöld séu svipuð og í Garðabæ?

Jonas Kr (IP-tala skráð) 23.2.2018 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband