Leita í fréttum mbl.is

Trump, Obama og skoðanakannanir

Vinsældir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa þokast upp á við í síðustu skoðanakönnunum, en engin fjölmiðill hér á landi sér ástæðu til að birta þær niðurstöður. 

Í Daily Telegraph þ.4 mars s.l. var sagt frá því að Trump væri vinsælli en Barack Obama forveri hans var á sama tíma í forsetatíð sinni. Þá eru mun fleiri Bandaríkjamenn sem telja landið vera á réttri leið en þeir sem töldu svo vera í forsetatíð Obama. Samt sem áður telja færri landið vera á réttri leið en þeir sem styðja Trump. Ekkert af þessu er að sjálfsögðu fréttnæmt hér á landi. 

Blaðið telur að eitt af því sem geri kjósendur ánægðari með Trump en áður séu breytingar á skattalögum og fólkið sjái,að það hafi meira á milli handanna. Skattalækkanir Trump lækka nefnilega líka skatta vinnandi fólks, þó okkur hafi stöðugt verið færðar þær fréttir að þær væru eingöngu fyrir þá ofurríku og stórfyrirtæki. 

Því miður virðist Donald Trump ekki hafa hugmyndafræðilega kjölfestu eins og raunar er reyndin með 57 þingmenn af 63 á Alþingi í dag. Það gerir að verkum að hann er lítt útreiknanlegur og hætta getur verið á að hann eigi erfitt með að átta sig á leiðum og markmiðum. 

Vegna þess að Donald Trump skortir hugmyndafræðilega sýn á gildi frjáls markaðshagkerfis, hefur honum dottið í hug að setja verndartolla á innflutt stál og álúmínum.

Þeir sem halda að verndartollar séu lausn á vanda Bandaríkjanna (og þess vegna Íslands) munu fá að finna fyrir afleiðingum slíkrar verndarstefnu þar sem vöruverð hækkar og iðulega lækka gæði í leiðinni. Nái þessi stefna Trump fram að ganga. munu Bandaríkjamenn fá dýra kennslu í grunnatriðum varðandi höft, samkeppnishömlur og væntanlega komast að því sama og gerðist fyrir tæpum 80 árum að frjáls viðskipti eru hagfelld fyrir neytendur en haftastefna og ofurtollar óhagfelld.

Vinsældir Trump jukust vegna þess að fólk sá að það hefur það betra vegna aðgerða hans. Þær vinsældir geta auðveldlega þurrkast út þegar fólk finnur fyrir afleiðinum verndartollana sem munu hækka vöruverð verulega m.a. verð á einni brýnustu neysluvöru Bandaríkjamanna bifreiðum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón. Góð Grein. Varðandi verndartollanna þá held ég að þetta sé ein brellan til að semja. Hann kemur fyrst með hótun og dregur til baka hjá þeim sem vilja semja við hann á hans forsemdum. 

Valdimar Samúelsson, 8.3.2018 kl. 16:13

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

PS það er skrítið samt hvað fréttamiðlar hér eru lítt hrifnir að Trump enda eru þeir allir alþjóða og fjölmenningasinnaðir.

Valdimar Samúelsson, 8.3.2018 kl. 16:14

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Vegna stærðar hagkerfisins bandaríska mun það græða á tollunum fremur en tapa hugsa ég. Allavega fyrst í stað og þá fara vinsældir Trumps upp en ekki niður.

Halldór Jónsson, 8.3.2018 kl. 22:14

4 Smámynd: Haukur Árnason

" eins og raunar er reyndin með 57 þingmenn af 63 á Alþingi í dag."  Það eru þá sex sem hafa "hugmyndfræðilega kjölfestu", Hverjir ætli þeir séu ?

Haukur Árnason, 8.3.2018 kl. 23:11

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það sem einnig fer lítið fyrir í fjölmiðlum hér á landi er sú staðreynd að atvinnuleysi hefur minnkað verulega í BNA og atvinnuleysi meðal svartra er í sögulegu lágmarki. Enn fremur hefur fjöldi fyrirtækja greitt út bónusa til starfsmanna sinna, til þeirra sem ekki hafa fengið slíkar greiðslur áður.

Hvað tolla á stál og ál varðar þá er Trump að vernda innlenda framleiðslu þeirra og þar með þá starfsmenn sem að þeim vinna.

Trump sagði á fundi í Davos, "America first, but not America only" og að sérhver þjóðarleiðtogi ætti að setja sitt ríki í fyrirrúmi þegar að erlendum viðskiptum og samskiptum kemur. Trump hugsar um hagsmuni þjóðar sinnar, hagsmuni allra í BNA og það ættu íslenskir ráðamenn að gera hvað hagsmuni allra íslendinga varðar.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.3.2018 kl. 15:46

6 identicon

Trump virðist alveg vera samkvæmur sjálfum sér varðandi verndartollana eins og skattalækkanirnar. 

En hann er ekki samkvæmur hinum Blairísku skoðunum um háskatta og alþjóðavæðingu, sem eru svo vinsælar hér og í Evrópu. 

En Trump í þessum leiðangri sínum að auka hag Bandaríkjamanna er ekkert endilega sammála  frjálshyggjusjónarmiðum ykkar hægri krata og það sem meira er vel má vera að hann hafi þar rétt fyrir sér. 

Segjum nú sem svo að Trump boðaði tollahækkun á Evrópska fólksbíla upp í 10% (pallbílar og sendibílar eru nú þegar á 10% inn í USA).

Líklega upphæfist sama ramakveinið og þó sýnu meira og varðandi þessa tollun á innflutt járn sem hefur að mati sumra sérfræðinga afskaplega lítið að segja í stóra samhenginu.

Það gengi maður undir manns hönd að benda á hvað þetta drægi úr hagsæld Bandaríkjamanna sjálfra og þeir dæmdu sig úr leik með slíku. 

ESB talsmenn færu svo á límingum yfir ófyrirleitninni gagnvart ESB og töluðu um viðskiftastríð.

Gallinn á þessu öllu er bara sá að nú þegar eru 10% tollur á fólksbílum frá USA inn í ESB.

En yfir því heyrist ekki múkk!

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 9.3.2018 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 298
  • Sl. sólarhring: 691
  • Sl. viku: 4119
  • Frá upphafi: 2427919

Annað

  • Innlit í dag: 274
  • Innlit sl. viku: 3810
  • Gestir í dag: 265
  • IP-tölur í dag: 254

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband