Leita í fréttum mbl.is

Gunnfánar Viðreisnar

Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn er óðum að verða eitt mesta furðufyrirbæri íslenskra stjórnmála. Fyrir nokkrum dögum greiddi flokkurinn atkvæði með vantrausti á dómsmálaráðherra fyrir að fara að m.a. tillögum Viðreisnar í síðustu ríkisstjórn. Yfirklór þingmanna flokksins vegna þessa asnasparks eru allt síðari tíma skýringar og vægast sagt aumkunarverðar. Með því að lýsa yfir vantrausti á dómsmálaráðherra lýsti Viðreisn vantrausti á sig sjálfa.

Tveggja daga flokksþingi Viðreisnar er nýlokið. Í fréttatíma sjónvarpsins var sýnt frá þinginu og undir hvaða gunnfánum það starfar. Athygli vakti að auk fána flokksins þá taldi Viðreisn rétt að flagga einnig fánum samkynhneigðra og Evrópusambandsins.

Íslenski fáninn sást hins vegar hvergi. Áherslur flokksins liggja þannig ljósar fyrir.

Þetta sýnir vel hvers konar flokkur Viðreisn er. Hann er ekki þjóðlegur flokkur og leggur ekki áherslu á þjóðleg gildi. Hann leggur áherslu á að Ísland gangi í Evrópusambandið hvað sem það kostar. Þó svo að daglega megi horfa upp á hvaða fantatökum Evrópusambandið beitir Breta sem hafa sagt sig úr bandalaginu þá hreyfir það ekki við steinbarninu sem flokksfólk Viðreisnar er með í maganum. Þetta fólk sér enga framtíð nema í faðmi Angelu Merkel í Evrópusambandinu.

Flestum sem fylgjast með þróun Evrópumála er ljóst að  innganga í Evrópusambandið fyrir smáþjóð í dag þýðir í raun  algjört afsal fullveldis þjóðarinnar og framsal þjóðfélagsvaldsins til yfirstjórnarinnar í Brussel. Það breytir engu fyrir flokksfólk í Viðreisn.

Það er síðan að vonum að formaður Viðreisnar skuli líkja fyrrum flokkssystkinum sínum við áfa út úr hól og risaeðlur. Formaðurinn hefur raunar áður gefið fólki einkunnir. Mánuði fyrir hrun sagði hún um erlendan sérfræðing sem sagði að veruleg vandamál væru framundan í íslensku efnahagslífi, að hún sem menntamálaráðherra teldi að maðurinn þyrfti að fara í skóla í endurmenntun því vitleysan í honum væri æpandi.

Mánuði síðar hrundi íslenska bankakerfið og Þorgerður Katrín og millistjórnandi stærsta banka landsins á þeim tíma sem er eiginmaður hennar urðu aldeilis hlessa, en höfðu haft vaðið fyrir neðan sig og komið sér úr persónulegum ábyrgðum af því, að þau eru þegar botninum er hvolft ekki eins og álfar út úr hól þegar gæta þarf eigin hagsmuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Það er ekki hægt að orða þetta betur Jón.

Þessi 7 til hægri kúlulánadrottnig þekkir

ekki sinn vitjunartíma.

Hann var kominn löngu fyrir hrun.

Sýnir bara innrætið.

Allt fyrir mig, og ekkert fyrir alla.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.3.2018 kl. 22:40

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei aldeilis ekki, miklu frekar Trölla: "Í kolli mínum geymi ég gullið" Sparibaukur Útvegsbankans gamla sem með tímanum varð hluti Aríon og alvöru tröll héldu ekki haus fyrir margfaldri þyngd þess af íslensku gullkrónunni.--- 

Helga Kristjánsdóttir, 12.3.2018 kl. 02:53

3 identicon

Sæll Jón

Þessi pistill segir hlutina eins og þeir eru. Þorgerður Katrín nefnir fyrrum flokksfélaga sína öllum illum nöfnum og þakkar stuðning við sig á erfiðum tímum með sínum hætti. Samstarfið við vinstriflokkana gengur hins vegar eins og í sögu undir forystu Pírata og Loga.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 12.3.2018 kl. 10:06

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Að horfa á okkar fyrrum flokksfélaga Þorstein Pálsson og Þorgerði Katrínu á fundi óþjóðlegra liðsmanna fullveldisafsals Íslands sker í hjarta Sjálfstæðismanns.Þvílík sorg.

Halldór Jónsson, 12.3.2018 kl. 14:28

5 Smámynd: Jón Magnússon

Halldór minn. Viðreisn hefur markað sér sess sem vinstri flokkur auk þess að vera Evrópusambands flokkur. Mér finnst leiðinlegt að Þorsteinn skuli hafa elt Þorgerði Katrínu í þetta flan. Svo er það aldeilis makalaust að þessi fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður skuli stimpla Sjálfstæðisflokkinn sem harðsvíraðan hægri flokk þegar hann er í besta falli rólyndur miðjuflokkur allra handa. 

Því miður er Sjálfstæðisflokkurinn ekki hægri flokkur sem stendur vörð um þjóðleg gildi, smáatvinnurekendur og ungt fólk sem vill eignast eigið húsnæði. Þannig var Sjálfstæðisflokkurinn þegar hann var með um 40% fylgi áður en pappírsbarónarnir og þeir sem voru með báðar hendur í kökuboxinu fyrir og eftir hrun tóku flokkinn yfir. 

Jón Magnússon, 12.3.2018 kl. 21:26

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Þakka kjarnyrtan og málefnalegan pistil síðuhafa um landsöluflokksómyndina viðreisn. 

 Niðurlagið í athugasemdinni hér að ofan hjá þér Jón, hvetur vonandi sanna Sjálfstæðismenn til aðgerða. Það er svo sannarlega kominn tími á hallarbyltingu í Valhöll.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.3.2018 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 294
  • Sl. sólarhring: 705
  • Sl. viku: 4115
  • Frá upphafi: 2427915

Annað

  • Innlit í dag: 270
  • Innlit sl. viku: 3806
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 251

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband