Leita í fréttum mbl.is

Hryðjuverkamenn ISIL í hópi flóttamanna frá Sýrlandi.

Aðstoðarmaður aðalforingja ISIL, Kasir al Haddawi,  sem var áður Emír í héraðinu Deir Essor í Sýrlandi var handtekinn í Tyrklandi fyrir nokkrum dögum ásamt tveim öðrum háttsettum ISIL liðum. Þeir voru í hópi sýrlenskra flóttamanna,á leið til Grikklands.

Europol gat numið sendi hryðjuverkamannanna og gert tyrknesku öryggislögreglunni viðvart. Hefði Europol ekki náð að brjótast inn í tölvusenda þá væru þessir ISIL liðar nú í Evrópu og ættu frjálsa för m.a.til Íslands,sem skilríkjalausir flóttamenn. 

ÍSIL Emírinn Kasir er talinn bera ábyrgð á fjöldamorðum yfir 700 borgara í Deir Essor meðan hann var emír á svæðinu. Hann er einnig ber líka ábyrgð á fjöldamorðum á Shaitat ættbálknum. 

Í síðustu viku komst lögregla yfir netþjóna ISIL í Holland, Kanada og Bandaríkjunum og tölvuupplýsingar frá öðrum löndum. Það eitt sýnir að hópur ISIL liða hefur náð að flýja og koma sér fyrir í vestrænum ríkjum. Aðeins virkar lögregluaðgerðir koma í veg fyrir hrikaleg hryðjuverk þeirra í okkar heimshluta. 

Sú staðreynd að ISIL liðar eru í hópum að flýja Sýrland og Írak og koma sér fyrir í Evrópu og Norður Ameríku leiðir hugann að því hversu alvarlegt það er og til þess fallið að ógna öryggi borgaranna, að taka ekki upp einhliða virkt eftirlit með öllum þeim sem koma til landsins og vísa þeim umsvifalaust frá landinu, sem ekki geta gert grein fyrir sér með trúverðugum hætti. Það gæti að vísu kallað á breytingu á útlendingalögum og hugsanlega úrsögn úr Schengan samstarfinu - og farið hefur fé betra í báðum tilvikum.

Mikilvægasta hlutverk ríkisstjórna er að tryggja öryggi borgaranna. Með því að hafa útlendingalög á forsendum galopinna landamæra er verið að bjóða heim áður óþekktri hættu. Það væri einnar messu virði fyrir ríkisstjórn og Alþingi að taka umræðu um stefnu í innflytjendamálum. Auk áhættunnar sem núverandi stefna veldur borgurunum þá kostar þessi stefna skattgreiðendur fleiri og fleiri milljarða á ári.

Er ekki betra að byrgja brunnanna áður en börnin detta ofan í?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er ekki þetta sem ríkisstjórnir vilja. Íslendingar sýna engan vilja að loka landamærum sínum. Fólk/þegnar eru alveg heilaþvegnir á þessu landamæra sviði og flugfélög sem skipafélög gera akkúrat ekkert meira en lag kveða á um. 

Valdimar Samúelsson, 30.4.2018 kl. 12:59

2 Smámynd: Tryggvi Helgason

Íslendingar eiga tvímælalaust, að segja sig frá Schengen samkomulaginu. Hvernig er hægt að fá Alþingi til þess að taka þetta mál upp, og losa landið út úr Schengen? Það er nauðsynlegt til þess að geta stöðvað alla þá sem eiga ekkert erindi til Íslands og sem almenningur er alfarið á móti, að fái að flytjast til landsins.

Tryggvi Helgason, 30.4.2018 kl. 20:37

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir sem vilja loka landamærum Íslands eru miklu fleiri,en eru svo auðsveipir beri stjórnvöld einhverju við t.d.því að annars fengjum við ekki neina fyrurgreislu eða vitneskju frá interpól,hafi ég .það rétt eftir.

Helga Kristjánsdóttir, 1.5.2018 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 508
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband