Leita í fréttum mbl.is

Þjóðleg hjátrú.

Hvítasunnan í minni minningu frá unglings- og sokkabandsárunum eru minningar um kuldalegt og hráslagalegt veður. Síðan þá á heilmikil hlýnun að hafa orðið af manna völdum en samt getur nú kólnað og orðið hált á fjallvegum þó komið sé að lokum maímánaðar. Við  á Faxaflóasvæðinu þurfum ekki að kvarta. Margir telja að þjóðleg hjátrú sé af hinu góða og ein er sú að veðrabrigði í tengslum við breytingar í stjórnmálum segi mikið fyrir um hvað gerist. Samkvæmt því ætti hagkerfið að kólna heldur betur á tímum kyrrstöðustjórnarinnar því að kuldakastið hófst þegar Geir og Ingibjörg fóru að tala saman og stendur enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það er kalt á klakanum!

4f (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Jón ég sé að það er stjórnarhrollur í þér og efast um að það sé frá þjóðtrúnni komið. Mér fannst nú á tímabili full heitt á milli þeirra Geirs og Ingibjargar þegar þau voru að hittast sbr. vísu Hjálmars Jónssonar.

Rétt var að gulltryggja grunninn,

Geir fann að björnin var unninn

En þurfti enn kossa

með þvílíkum blossa

og það svona beint á munninn.

Vona að þér fari að hitna í hamsi fljótlega.. bestu kveðjur

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.5.2007 kl. 10:50

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Gleðilega Hvítasunnu vona að heilsan sé komin til baka.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 27.5.2007 kl. 12:54

4 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Jón !

Gleðilega hátíð og til hamingu með kosninguna.Fyrir ca 50 árum var ég skipverji á M/S Heklu og FUS,Heimdallur stóð fyrir hópferð með skipinu til Vestmannaeyja.Ef ég man rétt var mörgum manninum hlýtt í meyjarfaðmi um þá Hvítasunnu.Varst þú með.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 27.5.2007 kl. 21:30

5 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Þarna varð mér heldur betur á í messunni.Þú hefur sennilega ekki verið svo ýkja hár í loftinu er þessi ferð var farinn.Ég bið þig fyrirgefningar á þessum ruglingi.Það er oft betra að kynna sér málin áður en maður setur þau fram.En þú hefur kannski heyrt gamla félaga tala um fyrrgreinda ferð.En aftur fyrirgefðu þetta rugl.Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson, 27.5.2007 kl. 21:41

6 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

 Jón ábending til þín og annara að fara inn á kristinnp.blog.is frábær útlistun á hvernig kvótakerfið virkar í raun, gott innlegg fyrir nýbakaðan alþingismann þó að hann viti ansi mikið um kvótann.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 28.5.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 876
  • Sl. viku: 3270
  • Frá upphafi: 2456704

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 3082
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband