Leita í fréttum mbl.is

Sendum utanríkisráðherra til Moskvu í kjölfar Matteo Salvini.

Íbúar og stjórnendur fyrirtækja víða á landsbyggðinni gera sér grein fyrir að refsiaðgerðir íslenskra stjórnvalda gegn Rússum kosta magar milljarða á ári. Ítrekað hefur verið farið fram á það að stjórnvöld hætti að troða illaskir við Rússa enda eigum við þeim ekki annað en allt gott upp að inna.

Fleiri þjóðir en við finna fyrir því að Evrópusambandið skuli halda fast við refsiaðgerðir gegn Rússum. Í gær hótaði Ítalía að beita neitunarvaldi gegn því að refsiaðgerðunum yrði haldið áfram.

Matteo Salvini innanríkisráðherra Ítalíu sagði í Moskvu í gær að refsiaðgerðirnar væru efnahagslegt, þjóðfélagslegt og menningarlegt brjálæði og gjörsamlega fráleitt og hefði kostað Ítali billjónir Evra. Salvini sagði auk þess, að hann treysti því að þeir væru nógu gáfaðir í Brussel til að skilja að þeir væru komnir of langt og snúa yrði til baka til góðra samskipta milli Ítalíu, Evrópusambandsins og Rússlands. 

Vel má vera að Salvini hafi rétt fyrir sér að þeir séu nógu gáfaðir í Brussel til að átta sig á villu síns vegar varðandi refsiaðgerðir gegn Rússum þó draga megi það í efa. Hitta er annað mál, að það væri sterkur leikur hjá ríkisstjórninni að senda nú utanríkisráðherra til Moskvu til að gefa svipaða yfirlýsingu og Salvini og tilkynna afdráttarlaust, að íslendingar drægju sig einhliða út úr öllum refsiaðgerðum gegn Rússum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

Russland, Kina , Indland , Egyptaland, eru að mynda griðarlegt storveldi saman og eru Gjalþrota evropu þjóðir eru hvorki fulg né fiskur í þessum samskiptum og geta aldreii unnið neitt stríð gegn Russum, þvi að Russar standa ekki einir !!!! þeir eiga nefnilega bandmenn út um allt. Utanríkis ráðherra, Guðlaugur þór og þeir aðrir sem að styðja hernaðar aðgerðir gegn Russum, er augljóslega ekki þeir einstaklingar sem að hægt er að senda til Russa í neinum opinberum erindagjörðum til þess að liðKa fyrir einu eða neinnu, nema þá að þvi tilskyldu að islendingar segi sig úr Nato. það þurfa aðrir einstaklingar sem að eru mun Truverðugri en Guðlaugur þór að taka að sé það verkefni að vera milligöngu menn á milli Russlands og Islands, enda get ég ekki ímyndað mér annað en að Gunnar Bragi og Guðlaugur þór séu báðir litnir hornauga og þá miðað við þau ummæli sem að hafa verið látin falla undanfarið og hvorugur þeirra nýtur neinnar virðingar heldur þar á þeim bænum, heldur yrði litið á þessa einstaklinga sem hræsnara sem tala TVEIMUR TUNGUM. 

Isleingar eiga að kúpla sig úr Nato. 

Björn Bjarnason ætti að hafa í huga söguna um seinustu kvöldmáltíðina þegar að Jesus sagði við lærisveina sína eftirfarandi. 

Einn af ýður mun svíkja mig !!

Nato og seinasta kvöldmáltíðin.

Björn Bjarna gerir nefnilega aldrei ráð fyrir því að eitt Nato ríki muni ráðast á annað Nato ríki.

Jesus kristur hafði munnin fyrir neðan nefnið, þegar að sá mælti. Einn af yður mun svilka mig.

Hverjir eiga að vernda Islendinga þá og undir þeim kringumstæðum er eitthvað sem að Björn Bjarna ætti að leiða hugan að ???

það skyldi þó ekki vera að islendingar muni þá enn og aftur eiga eftir að koma skriðandi til Russlands til þess að byðja um hjálp ?

kv

LIG 

Lárus Ingi Guðmundsson, 18.10.2018 kl. 15:17

2 identicon

Rétt er það. Stórmennskubrjálæði okkar litlu þjóðar ætlar aldrei að linna. En Þjóðverjar víla ekki fyrir sér að eiga stórfelld viðskipti við Rússa m.a. í gasinnkaupum. Rússar hafa aldrei lagt neitt illt til okkar. Björguðu efnahagnum með skiptikaupum á olíu og ullarvoðum og sjávarafurðum á sínum tíma. Og ekki hafa þeir hlutast til um innanríkismál okkar eins og Evrópusambandið gerir leynt og ljóst.

Með kveðju.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 18.10.2018 kl. 19:07

3 identicon

Kæri Jón

Er stuðningur við Pútin virkilega mál málanna?

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 18.10.2018 kl. 21:25

4 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki stuðningur við Pútin, Einar heldur eðlileg samskipti á milli þjóðanna. Skiptir mig ekki máli í því sambandi hvort það er Pútin eða einhver annar sem er forseti í þvísa landi.

Jón Magnússon, 18.10.2018 kl. 21:44

5 Smámynd: Júlíus Valsson

Algjörlega sammála þér Jón. Þessi meðvirkni með ESB er komin út fyrir alla skynsemi og hefur valdið okkur miklu fjárhagslegu tjóni. Rússar hafa oft reynst okkur vel á erfiðum tímum öfugt við margar aðrear og náskyldari þjóir. Færeyingar eru þar undanskyldir að sjálfsögðu.  

Júlíus Valsson, 18.10.2018 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 286
  • Sl. sólarhring: 740
  • Sl. viku: 4107
  • Frá upphafi: 2427907

Annað

  • Innlit í dag: 265
  • Innlit sl. viku: 3801
  • Gestir í dag: 258
  • IP-tölur í dag: 247

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband