Leita í fréttum mbl.is

Sjáandi sjá þeir ekki

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest dóm æðsta dómstóls Austurríkis þess efnis, að það sé ekki brot á 10.gr. mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi, að dæma konu sem sagði að Múhameð hefði verið barnaníðingur til sektar fyrir þau ummæli, sem voru túlkuð sem hatursorðræða. 

Konan flutti fyrirlestur um Íslam haustið 2009, þar sem hún fjallaði um hjónaband Múhameðs spámanns Allah og stúlkunnar Aishu, sem var sex ára þegar Múhameð þá 56 ára giftist henni og hafði fyrst við hana samfarir þegar hún var níu ára og hann þá 59 ára.

Fyrirlesarinn konan E.S. sem býr í Vín í Austurríki spurði "hvað köllum við svona háttalag annað en barnaníð". 

Frú E.S. var dæmd af æðsta dómstól Austurríkis fyrir að kalla framferði Múhameðs barnaníð og dæmd til að greiða 480 Evrur í sekt fyrir að vanvirða trúarkenningar.

Frú E.S vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og taldi dóm æðsta dómstóls Austurríkis vera brot á tjáningarfrelsi. Á fimmtudaginn var kvað Mannréttindadómstóll Evrópu upp þann dóm, að sektardómurinn yfir E.S væri ekki brot á 10.gr. mannréttindasáttmálans um tjáningarfrelsi.

Í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins er vikið að því að fólk eigi rétt á því að trúarskoðanir þeirra séu verndaðar og dómur æðsta dómstóls Austurríkis væri til þess fallinn að viðhalda friði milli trúarbragða í Austurríki og ummæli frú E.S væru umfram það sem væri leyfilegt í málefnalegri umræðu og taldi þau niðrandi ummæli um spámanninn Múhameð, sem gæti leitt til fordóma og ógnað friði milli trúarbragða.

Hvað nefnum við sextugan mann, sem hefur samræði við níu ára stúlku? Barnaníðing. Í öllum tilvikum nema um sé að ræða Múhameð spámann af því það geta ógnað friði í samfélaginu. Hvers konar samfélag er það þá eiginlega?

Í hinni vestrænu Evrópu má ekki segja sannleikann um Múhameð spámann að viðlögðum sektum. 

Hversu langt á læpuskapur og aumingjadómur Evrópskra stofnana og stjórnvalda að ganga áður en fólk hristir af sér þessa hlekki fáránleikans. 

Dómur Mannréttindadómstólsins  í Evrópu í máli frú  E.S hefur ekkert með mannréttindi eða lögfræði að gera heldur er hann dæmigerður fyrir dómstól, sem sveiflast eftir almenningsáliti og tekur afstöðu á ómálefnalegum grundvelli. 

Mannréttindi þ.á.m. tjáningarfrelsi eru algild. Það má aldrei gefa afslátt af því eins og því miður er gert í þessum dómi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Jón, mikið er ég sammála þér með þetta.

Nú er réttrúnaðurinn stimplaður með það í

farteskinu, að ekki megi segja sannleikann.

Gaman væri að sjá hvernig brugðist yrði við því

í Evrópu ef slíkt myndi ske á milli barns og fullorðins.

Ef það er múslimatrúar, þá er það í lagi og heitir

ekki barnaníð...!!!????

Hvað heitir þá þessi gjörningur hjá "góða fólkinu"..??

Barnaníð og glæpamaður hjá kristnum, en ef þú ert

múslimatrúar,, sjálfsagt og eðlilegt.

Hræsnin í þessum dómi er með ólíkindum og bara til

þess eins gerð að kasta olíu á eld.

"Góða fólkið" gerir sér greinilega ekki grein

fyrir því, að meirihluti, sem þegir yfirleitt,

er fyrir löngu kominn með upp í kok á þessum

átroðningi, sem endalaust er látið dynja á okkur

með því fororði að allir geti búið saman án 

þess að trúarbrögð muni raska því.

Einfeldningsháttur af hæstu gráðu.

Það var ástæða fyrir því að landamæri voru

fundin upp. Það var vegna þess að íbúar innan

þeirra merkja, vildu halda í sínar venjur og hefðir.

Við losnuðum við nazistan, kommúnistann og við þurfum

að losna við þessa óværu sem ISLAM er.

Enign munur þar á, bara búið að henda inn í

kokteillin trúrarbulli, en í grunninn sama

bullið, allsherjaryfirráð og stjórnun á öllu

sem kemur að lífi fólks og háttum

Svo einfallt er það.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 27.10.2018 kl. 20:15

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sem sagt, það snýst um trúarlega athöfn af hálfu Múhameðs að hafa samfarir við 9 ára gamla stúlku. Múhameð er fyrirmynd fylgjenda sinna og þá hlýtur það að snúast um trúarlega athöfn múslíma að hafa samfarir við ókynþroska stúlkur. Múslímar komast upp með slíkt, í þeirra tilfelli er það ekki glæpur.

Hins vegar ef karlar sem hafa aðra trú en múslímar eða enga trú, láta sér detta í hug að hafa samfarir við svo ungar stúlkur, jafnvel mun eldri stúlkur, þeir eru níðingar og eiga von á fangelsisvist og sektum. Þeir eru barnaníðingar, en múslímar ekki.

Evrópa beygir sig og buktar fyrir íslam.

Tómas Ibsen Halldórsson, 27.10.2018 kl. 21:59

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel skrifaður pistill, nafni.

Það er langt gengið þegar æðsti dómstóll kastar rekunum að tjáningarfrelsi, þótt á einu sviði sé, til þókknunar mörgum múslimum.

Er svo ekki líklegt, að frú E.S. hafi þurft að borga líka ærinn lögfræðikostnað, margfaldan á við þessar 66.000 kr. (480€)?

Jón Valur Jensson, 28.10.2018 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband