Leita í fréttum mbl.is

Kynbundinn launamunur?

Ekki er ágreiningur um það að kynbundinn launamunur er fyrir hendi í þjóðfélaginu. Ágreiningur er um hvað hann er mikill. Það er heldur ekki ágreiningur um að eyða þurfi kynbundnum launamun og greiða skuli sömu laun fyrir sömu vinnu óháð kynferði. 

Öllum ætti að vera ljóst, að vinni Sigríður helmingi lengri vinnutíma en Sigurður og fái helmingi meira kaup, þá er ekki um kynbundinn launamun að ræða heldur fá þau sömu laun fyrir sömu vinnu. 

Á þessa staðreynd benti Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og þess vegna væru tölur um kynbundin launamun, sem unnið væri út frá m.a. af talskonum gegn launamisrétti, rangar. Þetta leiddi til þess, að Sigríður fékk á sig fordæmingu úr ýmsum áttum. En engin gagnrýnandanna talaði um nauðsyn þess að fá betri tölfræðileg gögn til að vinna út frá til að umræðan væri byggð á þeim raunveruleika sem um er að ræða, en ekki tilbúningi á grundvelli fórnarlambavæðingar.

Frá því var skýrt í Bretlandi á föstudaginn var að skv. tölfræðilegum upplýsingum frá ONS (breska hagstofan) væri engin kynbundinn launamunur hjá fólki undir 40 ára aldri (launamunurinn sem var mældur var undir 2% sem er innan skekkjumarka)Kynbundin launamunur starfsfólks í fullu starfi mældist þó 8.6% í Bretlandi og það er að sjálfsögðu talið óviðunandi, þó verulega hafi þokast í rétta átt. 

Engin ágreiningur er um það að útrýma beri kynbundnum launamun og það er ekki sérstakt baráttumál kvenna heldur baráttumál allra sem vilja jafnstöðu borgaranna í þjóðfélaginu. Engin pólitískur ágreiningur er um þessa stefnu og þessvegna er það aumkunarvert þegar einstakir stjórnmálamenn reyna að slá sig pólitískt til riddara réttlætisins með orðhengilshætti í málum eins og þessum. 

Nauðsynlegt er að Hagstofan mæli kynbundin launamun í mismunandi aldurshópum og hjá fólki sem vinnur fullan starfsdag til að fá betri tölfræðileg gögn og tala um vandann út frá raunverulegum staðreyndum en ekki tilbúnum.

Forsenda þess að ná árangri í þessum efnum eins og mörgum öðrum, er að vinna út frá réttum forsendum eins og Sigríður Andersen bendir réttilega á.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 295
  • Sl. sólarhring: 703
  • Sl. viku: 4116
  • Frá upphafi: 2427916

Annað

  • Innlit í dag: 271
  • Innlit sl. viku: 3807
  • Gestir í dag: 263
  • IP-tölur í dag: 252

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband