Leita í fréttum mbl.is

Glæpurinn var að vera kristin

Asia Bibi er fátæk landbúnaðarverkakona, sem vann við það ásamt öðrum konum í þorpinu þeirra, að tína ber. Asia er kristin en samstarfskonur hennar múslimar. Samstarfskonur hennar báðu hana um að ná í vatn,sem hún gerði og drakk hluta af því úr málmkrús. Samstarfskonur hennar sögðu, að þar sem hún væri kristin hefðu hún gert málmkrúsina óhreina. Asia er sökuð um að hafa þá sagt: 

"Ég trúi samkvæmt mínum trúarbrögðum á Jesús Krist sem dó á krossi fyrir syndir okkar. Hvað gerði spámaðurinn ykkar Múhameð einhverntímann til að bjarga mannkyninu?" 

Asia hafnaði því að hafa sagt þetta um spámanninn Múhameð. Samt sem áður var hún ákærð fyrir guðlast og dæmd til dauða árið 2010 og hefur setið í fangelsi síðan. Áfrýjunardómstóll féllst á áfrýjun hennar og dauðadómi var hafnað. Afleiðingin var sú, að opinberir embættismenn sem tóku málstað Asiu voru myrtir og fjölskylda hennar varð að fara í felur.

Víðtæk mótmæli brutust út í Pakistan og yfirvöld ákváðu að setja ferðabann á Asia til að lægja öldurnar. En Asia hefur sótt um hæli í Bretlandi og víðar til að reyna að komast hjá því að vera myrt. 

Óneitanlega sýnir mál Asia dapurlega mynd af réttarfari og viðhorfum múslima almennt í þessu fjölmenna ríki Pakistan.

Asia gerði ekki neitt annað en að lýsa trú sinni. Kristið fólk trúir því að Jesús sé bjargvættur mannkynsins. Af sjálfu leiðir að þá er Múhameð það ekki. Með sama hætti trúir fólk sem er Múhameðstrúar að Múhameð hafi verið síðastur helstu spámanna Guðs og hafnar því gildi Jesús sem slíks,þó hann sé samt spámaður skv. Múhameðstrú. Fram hjá þessum ágreiningi trúarbragðanna verður ekki komist. Hluti af trúfrelsi er því að fá að hafa skoðun skv. eigin trúarbrögðum og það er ekkert sem leyfir þeim sem eru annarrar trúar að verða reiðir og móðgast yfir því. En þannig er það samt í löndum múhameðstrúarfólks og þau viðhorf eru að ryðja sér til rúms á Vesturlöndum.

En það er ekki bara í löndum Múhameðstrúarfólks,sem að frelsi kristins fólks er skert, til að tjá skoðanir sínar með eðlilegum hætti og gera grein fyrir afstöðu sinni til annarra trúarbragða þegar trúarbrögðin heita múhameðstrú. Þá hafa þeir sem hana aðhyllast leyfi til að verða reðiðir og brjóta og bramla vegna þessarar sérstæðu heimildar sinnar. Kristið fólk verður hins vegar að þola hvaða köpuryrði og andúð gegn sínum trúarbrögðum og hefur enga heimild til að verða reitt eða bregðast við. 

Múslimar á Vesturlöndum hafa sóst eftir því að koma hugmyndum sínum um guðlast inn í vestræn réttarkerfi og hefur tekist það að hluta ef skoðaður er nýr dómur mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi það réttlætanlegt að dæma konu til sektar fyrir að hafa sagt sannleikann um Múahmeð af því að það gæti leitt til óróa í viðkomandi landi. 

Svo virðist sem flóttamennirnir sem hafa komið til Evrópu frá löndum Múhameðstrúarfólks vilji endilega koma þeirri skipan á í Evrópu, sem olli því að það flúði til Evrópu og Evrópskir gapuxar kalla það fjölmenningu sem beri að virða. 

Er ekki mikilvægara að standa vörð um Evrópsk gildi umburðarlyndis, trúfrelsis og mannréttinda heldur en fórna því mikilvægasta í samfélögum kristins fóks á altari fjölmenningar sem þýðir í raun m.a. að leyfa múhameðstrúarfólki að brjóta lög og reglur sem mótaðar hafa verið í kristnum samfélögum.

Sagan um örlög Asia Bibi ætti að vera lærdómur fyrir okkur. Það þarf alltaf að spyrna við fótum og vera trúr sínum skoðunum annars vaða öfgaöflin yfir allt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér góða greinina, Jón. Við eigum að leitast við að standa með ofsóttum trúsystkinum okkar í löndum heims, m.a. í gegnum náðunar-hvatningar í gegnum Amnesty International.

En nú var að koma góð BBC-frétt (fyrir 6 klst.) af Asiu Bibi:  https://www.bbc.com/news/world-asia-46130189  = 

"A Pakistani Christian woman acquitted of blasphemy after spending eight years on death row has been freed from prison, her lawyer says.

Some reports say Asia Bibi has boarded a plane but its destination was not known.

The Supreme Court ruling sparked protests from Islamists and the government had said it would bar her from leaving Pakistan.

Her husband had said they were in danger and pleaded for asylum..."

Nánar hér með myndbandi (sem m.a. sýnir fjölmenn og fáránleg mótmæli islamista gegn henni, með kröfum um asftöku hennar): 

Pakistan blasphemy case: Asia Bibi freed from jail 

(= slóðin hér ofar)

Jón Valur Jensson, 8.11.2018 kl. 05:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 722
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annað

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband