Leita í fréttum mbl.is

Hinn nýi Guð

Fylgjendur hefðbundinna trúarbragða nálgast guðdóm sinn af virðingu, auðmýkt og undirgefni. Þó þau séu ekki bænheyrð þá fordæma þau ekki Guð sinn heldur leita að því, hvort þeir hafi ekki rækt skyldur sínar sem trúað fólk og ábyrgir einstaklingar og leitast síðan við að gera betur. Því fer fjarri að þau leiti til fjölmiðla til að fordæma Guð sinn fyrir að verða ekki við öllum óskum þeirra.

Hin nýi siður, sem hefur heltekið velferðarríki Vesturlanda í kjölfar sítrylltari neysluhyggju og ábyrgðarleysis einstaklinga er guðdómurinn sem á að sjá um hvern einstakling frá vöggu til grafar og tryggja velferð hans án þess að það skipti máli með hvaða hætti einstaklingurinn hegðar sér. Þessi Guðdómur er Ríkið. Sinn nýja Guð nálgast trúaðir með hroka, yfirlæti og fordæmingu hlutist hann ekki til um að verða við öllum óskum þeirra.

Kvöld eftir kvöld er okkur fluttar fréttir í sjónvarpsstöðvunum af fólki sem ekki hefur fengið allar óskir sínar uppfylltar í viðskiptum sínum við hinn nýja Guð. Sögurnar eru ávallt einhliða og fulltrúar hins nýja Guðs geta ekki borið af sér sakir vegna trúnaðar. Þessar fréttir eiga það sammerkt að almennt eiga þær ekkert erindi við almenning í landinu.

Fyrir nokkrum dögum var sagt frá því að stúlka á unglingsaldri í geðrofi eftir fíkniefnaneyslu hefði verið vistuð í fangageymslu lögreglu. Fordæming móðurinnar var alger og fulltrúi almannavaldsins, umboðsmaður barna tók undir það og fordæmdi að því er virðist lögregluna fyrir að setja stúlkuna í fangaklefa.

En hvað átti að gera? Á umboðsmanni barna mátti skilja að það væri eitthvað annað þó umboðsmaðurinn hefði sjálf engin úrræði.

Fyrir það fyrsta er það skylda foreldra að gæta barna sinna. Geti þau það ekki þá er næst að leita til heilbrigðisstofnana. Í þessu tilviki vildi heilbrigðisstofnun ekki taka við stúlkunni. Þess er ekki getið í fréttinni af hverju það var, þó leiða megi getum að því. Þá var ein stofnun hins nýja Guðs eftir lögreglan. Lögreglan hefur það úrræði að setja fólk sem er til vandræða eða er ógn við eigin öryggi í fangaklefa. Það hefur lengi verið ljóst. 

Lögreglan er fyrst og fremst til að gæta öryggis borgaranna og almannafriðar. Hún hefur ekki sérstakar skyldur gagnvart fíkniefnaneytendum í geðrofi frekar en börnum sem eru sturluð vegna ofneyslu áfengis. En vandamálin lenda oft á hennar borði.

Iðulega hafa drukknir sturlaðir unglingar verið vistaðir í fangageymslum án þess að umboðsmaður barna hafi stokkið upp á nef sér eða fréttastofur sjónvarps hafi fundið sérstaka hvöt hjá sér til að fordæma slíkt athæfi. Gegnir öðru máli um unglinga sem eru sturlaðir vegna neyslu ólöglegra fíkniefna?

Ef til vill er til of mikils mælst að fréttafók setji hlutina í eðlilegt samhengi og gæti þess að flytja ekki einhliða fréttir, sem oftar en ekki eru - fréttir sem eiga ekkert erindi við almenning í landinu, en virðast frekar vera hluti helgihalds hinna nýju trúarbragða sem byggir á  skyldu Ríkisins til að sjá fyrir öllum þörfum fólks frá vöggu til grafar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er ánægjulegt að lesa svo rökréttar færslur um nútímann og öll þau vandamál og skilningsleysi sem einmitt skapast af öllum þeim hröðu breytingum sem honum fylgja.

Það er einfalt að ímynda sér þá samlíkingu, að ef tiltekin fuglategund, þar sem kerlingin hefur legið á eggjunum í þúsundir ára tæki upp á því að hætta því og ætlaðist til að karlinn tæki við.

Þetta hefði auðvitað þær afleiðingar að engir yrðu ungarnir og síðan yrðu karlarnir fljótlega vitstola og síðan kerlingarnar sömuleiðis og loks dæi tegundin einfaldlega út.

Jónatan Karlsson, 15.11.2018 kl. 09:07

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þarft mál, takk fyrir.

Hrólfur Þ Hraundal, 15.11.2018 kl. 12:26

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hver gæti verið lærdómurinn af svona sögum?

Að það vanti meira jákvæðan aga inn á heimili og í samfélagið?

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/2290/

Jón Þórhallsson, 15.11.2018 kl. 12:59

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gaf mér loksins tíma til að lesa pistilinn gaumgæfilega og finnst hann virkilega áhugaverður. Þetta endalausa klag í fjölmiðlum (á prenti eða skjá) er bara orðin föst hjarðhegðun og er búin að ganga yfir okkur í alltof mörg ár. Minnist athugasemdar einnar ágætrar sem sá vikurit á borði vina sinna ;"Hver er aumingi vikunnar núna"? Kannski ekki alveg orðrétt. 

Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2018 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 405
  • Sl. sólarhring: 1361
  • Sl. viku: 5547
  • Frá upphafi: 2469931

Annað

  • Innlit í dag: 380
  • Innlit sl. viku: 5088
  • Gestir í dag: 378
  • IP-tölur í dag: 370

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband