Leita í fréttum mbl.is

Þjóðarsjóður

Formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann lýsir svonefndum þjóðarsjóði sem meiningin er að setja á laggirnar með framlögum frá skattgreiðendum með millilendingu í ríkissjóði. Svo virðist sem þessi þjóðarsjóður eigi að vera eins konar vogunarsjóður til að takmarka áhættu Íslands komi til óvæntra náttúruhamfara eða einhvers sem jafna má til slíks. 

Fjármálaráðherra lýsir því að fjármunir þjóðarsjóðsins verði ávaxtaðir erlendis. Röksemdirnar fyrir því eru vægast sagt veikar og í andstöðu við þá hugmyndafræði sem t.d. Eyjólfur Konráð Jónsson fyrrum þingmaður flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins boðaði á sínum tíma.

Ekki verður séð að þessi vogunarsjóður ríkisins bæti miklu við varðandi hagsmuni almennings í landinu. 

Það er hins vegar til sjóður sem gerir það og það er sjóður íbúa Alaska sem heitir "The Permanent Fund" sá sjóður nýtur ávaxta náttúruauðlinda Alaska aðallega olíunnar og eftir að fjármunir hafa verið teknir frá til rekstrar og nátturlegs viðhalds þá er því sem eftir er dreift til íbúa Alaska. Ekki skiptir þar máli hvor þú ert 90 ára eða eins árs. 

Árið 2015 voru greiddar USD 2.072 til hvers íbúa Alaska úr sjóðnum eða kr. 257.000 á hvern íbúa. Hver fjögurra manna fjölskylda fær þannig rúma milljón skattfrjálst. Væri ekki meira vit í að stofna slíkan sjóð og deila út arði af þjóðarauðlindunum eins og t.d. fiskimiðunum o.fl. til fólksins í landinu. Það væri búbót fyrir vísitölufjölskylduna að fá um milljón úr þjóðarsjóðnum og það mundi leiða til mun meira öryggis en að stofna vogunarsjóð til að leika sér með peninga almennings í landinu vegna þess að ef til vill gæti eitthvað vont gerst einhvern tímann. 

Má minna á að lífeyrissjóðirnir töpuðu rúmlega 500 milljörðum árið 2008 að hluta til vegna fjárfestinga sem vogunarsjóðir. 

Sjálfstæðisflokkurinn hafði einu sinni þá skoðun að almenningur gæti betur ávaxtað sitt pund sjálfur. Væri ekki ráð að hverfa til þeirrar stefnu aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Væri ekki nær að hækka skattleysismörkin og laun hjúkrunarkvenna?

Júlíus Valsson, 12.12.2018 kl. 20:03

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hafðu þökk fyrir góðan pistil, Jón Magnússon. Færi betur að þú sætir í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins, en sá er þar situr nú. Það er ekkert annað en sorglegt að sjá kratismann kristallast í orðum núverandi formanns Sjálfstæðisflokksins. Önnur eins flokksleysa hefur aldrei fengið að hampa flokksskírteini flokksins sem ég eitt sinn taldi mig til. "Þjóðarsjóður", ja hvur fjandinn næst? Brésnef hefði ekki einu sinni dottið svona della í hug.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.12.2018 kl. 23:38

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég er sammála þér Halldór Egill um að Jón Magnússon væri góður formaður Sjálfsstæðisflokksins. 

Benedikt Halldórsson, 13.12.2018 kl. 11:11

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek undir orð þín Halldór Egill og gef mér bessaleyfi  til að gera þau að mínum.

Hrólfur Þ Hraundal, 13.12.2018 kl. 19:48

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég tek undir orð þín Halldór Egill og gef mér bessaleyfi  til að gera þau að mínum.

Hið ískalda mat Bjarna B. Var það mat sem okkur íslendinga vantaði ekki á þeim tíma.  En svo kom og kom, takk fyrir, það vantar ekki meira af slíku. 

Hrólfur Þ Hraundal, 13.12.2018 kl. 20:54

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þegar menn átta sig á að þeir eru með allt niðurumsig, þá kemur fyrir að þeir bregðast við og Sigurður Ingi ætlar að smíða eftirlitsakerfi til að fylgjast með umferð og mynda bílnúmer til að innheimta veggjöld. 

Veggjöld eru innheimt með mun einfaldari og ódýrari hæti nú þegar, en ríkið stelur meirihluta þeirra veggjalda og notar í annað.  Það myndi varla breytast mikið þó að innheimtu aðferðum væri breitt.

Það er varla ástæða til að mynda þjóðarsjóð handa misvitrum embættismönnum að róta í þar sem ríkissjóður er til og ef hann stæði illa þá yrðu þjóðarsjóður notaður jafnt sem aðrir peningar sem til væru  til að rétta hann af.   

Hrólfur Þ Hraundal, 14.12.2018 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 491
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband