Leita í fréttum mbl.is

Sérstakur staður í helvíti

Bretar sögðu Þjóðverjum stríð á hendur árið 1939 þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. Bretar höfðu ábyrgst landamæri og sjálfstæði Póllands og stóðu við það þegar á þá var ráðist.

Nú 73 árum síðar segir Pólverjinn, Donald Tusk forseti Evrópuráðsins, sem situr í samninganefnd Evrópusambandsins vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, að það sé "sérstakur staður í helvíti" fyrir þá sem börðust fyrir útgöngu Breta úr sambandinu. 

Nokkru síðar sagði Guy Verhofstadt þingmaður á Evrópuþinginu fyrir Belgíu og í samninganefndinni, að jafnvel Lucifer (skrattinn) myndi ekki bjóða þá sem styddu Brexit velkomna, vegna þess að eftir það sem þeir gerðu Bretlandi, þá gætu þeir jafnvel komið því til leiðar að valda sundrungu í helvíti. 

Yfirlýsingar pólska forseta Evrópuráðsins og belgíska þingmanns Evrópuþingsins og sitja í samninganefnd um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, voru gefnar degi áður en þessir herramenn hitta Theresu May. Þetta eru kaldar kveðjur áður en sest er að samningaborði og sýnir vel þann hroka og trúarsannfæringu sem þessir geirnegldu Evrópusinnar eru haldnir. 

Theresa May var spurð hvort ummæli Tusk mundi skapa jákvætt andrúmsloft á samningafundinum og því var svarað, að það væri undir Tusk komið hvort hann teldi svona ummæli vera til hjálpar. 

Óneitanlega sýna ummæli samningamanna Evrópusambandsins við Breta og helstu ráðamanna sambandsins inn í hæstu hæðir trúarsannfæringar og valdahroka, sem er fáheyrður í dag, en er meira í ætt við yfirlýsingar sigurvegara í styrjöldum á fyrri öldum. Ummælin sýna, að ráðamenn Evrópusambandsins ætla sér hvað sem það kostar, að fjötra Breta í viðjum Evrópusambandsins í trássi við vilja meirihluta kjósenda bresku þjóðarinnar. 

Að þessu virtu er það með ólíkindum, að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn skuli hafa verið stofnaður til þess eins að berjast fyrir því, að setja þær viðjar á íslensku þjóðina, sem bretar eru nú í óða önn að varpa af sér og gengur illa. Hvernig mundi smáþjóð farnast í viðskiptum við þessa herramenn? 

Þó svo að margir hafi rennt hýru auga á tímabili til Evrópusambandsins m.a. sá sem þetta ritar, þá er nú ljóst, að aðild að bandalaginu felur í sér nánast algjört afsal fullveldis og stórs hluta sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar. 

Þess vegna er það skylda allra þjóðhollra íslendinga að endurmeta stöðuna gagnvart Evrópusambandinu. Vilji Samfylkingin og Viðreisn vera í þeim hópi, þá verða þessir stjórnmálaflokkar að lýsa því yfir að aðild að bandalaginu sé ekki valkostur fyrir Ísland að óbreyttu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jón góð grein þetta vor ruddaleg ummæli Tusk´s ættu að styrkja Bretana og sýna þeim hvernig samband þeir eru að etja við.  

Þessir ESB forsvars kallar hafa í raun allir verið ruddalegir gagnvart Bretum en þeir vita að þetta er ótroðin braut þar sem menn verða spila úr málunum eins og þau koma fyrir. Grænlendingarnir sluppu fyrir horn.  

Valdimar Samúelsson, 7.2.2019 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 678
  • Sl. sólarhring: 693
  • Sl. viku: 4725
  • Frá upphafi: 2427569

Annað

  • Innlit í dag: 609
  • Innlit sl. viku: 4369
  • Gestir í dag: 575
  • IP-tölur í dag: 556

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband