Leita í fréttum mbl.is

Grínari í forsetastól.

Eftir stjórnarbyltingun í Úkraínu 2014, sem skolaði Petro Poroshenko súkkulaðibarón í forstastól Úkraínu hefur ástandið í landinu versnað gríðarlega. Spilling, sem var þó landlæg hefur aukist, lífskjör hafa versnað og umbætur á stjórnkerfi eða efnahagslífi hafa ekki orðið.

Evrópusambandið og Bandaríkin, sem leynt og ljóst stuðluðu að leiðtogaskiptum í Úkraínu brugðust ókvæða við aðgerðum Rússa vegna valdaránsins og Poroshenko fór sigurför um Evrópulönd, en þó sérstaklega í öldungadeild Bandaríkjaþings þar sem honum var fagnað sem mannkynsfrelsara. Allt var gert til að hjálpa honum og ríkisstjórn hans. Bandaríkin, Evrópusambandið og "stórveldið" Ísland, settu vanhugsgað viðskiptabann á Rússland.

Nú 5 árum síðar er Úkraína orðið fátækasta land í  Evrópu. Færri en 10% landsmanna treystir stjórnmálastéttinni. Í  forsetakosningum er boðið upp á spillta súkkulaðibaróninn til endurkjörs. Yuliu Timoshenko fyrrum forseta, sem dæmd var vegna spillingar og skemmtikraftinn Zelenskiy, sem lofar því einu að að allt verði í lagi verði hann kjörinn.

Ólíkt Jóni Gnarr, sem var illu  heilli  fyrir Reykvíkinga kjörinn borgarstjóri á sínum tíma hefur Zelenskiy einhver örlítil pólitísk viðmið, en hann hefur talað um að forseti Brasilíu, hægrimaðurinn Jair Bolsanaro og Macron forseti Frakklands hafi gefið sér pólitískan innblástur og viðmið. 

Hvernig sem fer í kosningum til forseta Úkraníu þá ættu íslensk stjórnvöld að sjá hversu  fráleitt það er, að fórna íslenskum hagsmunum svo varðar fleiri milljarða árlega til að troða illsakir við vinaþjóð okkar Rússa vegna ágreinings milli Úkraínu og Rússlands sem koma okkur ekkert við í því stjórnmálaumhverfi sem er og hefur verið í Úkraínu. 

Íslenska ríkisstjórnin skaðar þjóðarhagsmuni um milljarða árlega vegna stuðnings síns við stjórnvöld í Úkraínu, sem njóta ekki trausts nema innan við 10% eigin landsmanna. Íslensk stjórnvöld ættu að sjá a.m.k. ekki seinna en núna, að viðskiptaþvinganir gegn Rússum eru án takmarks eða tilgangs og fráleitt að skaða þjóðarhagsmuni áfram með þessari vitleysu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 36
  • Sl. sólarhring: 512
  • Sl. viku: 4337
  • Frá upphafi: 2420670

Annað

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 3971
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband