Leita í fréttum mbl.is

Fréttin bakviđ fréttina

Undanfarna daga hafa fjölmiđlar greint frá ţví ađ hersveitir  "stríđsherrans" Khalifa Haftar hershöfđingja sćki ađ Trípolí höfuđborg Líbýu og berđjist gegn löglegri ríkisstjórn landsins. Ţessi frétt er eins röng og misvísandi og mest má vera. 

Ríkisstjórninni í Trípolí var komiđ á fót fyrir 3 árum međ ađstođ Sameinuđu ţjóđanna (SŢ). Hún hefur ekkert lýđrćđislegt umbođ. Henni var ćtlađ ađ koma á friđi og lýđrćđi. Ţađ hefur henni gjörsamlega mistekist. Íslamskir öfga- og glćpahópar, sem fá m.a. tekjur af ţví ađ selja Afríkubúum (svonefndum flóttamönnum) far til Evrópu, hafa hreiđrađ um sig í Trípolí. Stjórnun fjármála og viđskipta er í ólestri. Kílómetra langar biđrađir viđ banka og víđar bera ţví glöggt vitni.

Íslamískar vígasveitir ráđa ţví hvađa upplýsingar erlent fjölmiđlafólk fćr og ţćr stjórna mikilvćgum ráđuneytum ríkisstjórnarinnar m.a. leyniţjónustu og öryggismálum. Kílómetra löngu biđrađirnar eru ţví aldrei sýndar á fréttamiđlum.

Dćmi um völd og áhrif Íslamistanna á ríkisstjórnina er m.a. ađ bresk yfirvöld hafa ekki fengiđ framselda ađila sem tengjast hryđjuverkinu sem unniđ var í Manchester ţar sem mikill fjöldi fólks lét lífiđ, án ţess ţó ađ forsetafrú Íslands sći ástćđu til ađ ganga um  höfuđkirkjur Manchesterborgar berfćtt međ höfuđklút í samúđarskyni viđ fórnarlömbin. 

Haftar hershöfđingi er höfuđandstćđingur Íslamskra öfga- og vígasveita í landinu og ástćđa sóknar hans gegn Trípolí kemur til fyrst og fremst vegna ţess ađ svokölluđ ríkisstjórn landsins í vörslu vinstri sósíalistans Antonio Guterres framkvćmdastjóra SŢ hefur hvorki getu né vilja til ađ stemma stigu viđ ţessum glćpahópum Íslamista. 

Haftar hershöfđingi hefur upprćtt hópa Íslamista í suđurhluta Líbýu og telur nauđsyn bera til ađ ljúka nú ţegar upplausnarástandi í landinu. Sú er ástćđa sóknar hans gegn duglausri spilltri ríkisstjórn í Trípolí, sem stjórnar ţó ekki einu sinni höfuđborginni nema ađ hluta.

Lýđrćđisríki vesturlanda ćttu ađ styđja baráttu Haftar hershöfđingja og vinna í samráđi viđ hann ađ ţví ađ öryggi, festu og lýđrćđisţróun verđi komiđ á.

Af ţessu tilefni sagđi dáđlaus framkvćmdastjóri NATO,sósíalistinn Jens Stoltenberg "ég hef miklar áhyggjur" vegna ofbeldisins og hvatti alla hlutađeigandi til ađ hćtta bardögum. Mikill stuđningur ţađ eđa skilningur á vandanum.

Sama segir vinstri sósíalistinn Antonio Guterres framkvćmdastjóri Sameinuđu ţjóđanna, sem ber hvađ mesta ábyrgđ á innflytjendavandamálum Evrópu í seinni tíđ.

Fjölmörg Arabaríki sem ţekkja til óstjórnar og hryđjuverka Íslamista, skynja ástandiđ betur en sósalistarnir Guterres og Stoltenberg og styđja Haftar og hvetja hann til ađ ljúka ţví verki sem hann er byrjađur á.

Er ekki rétt ađ gefa sósíalistunum Stoltenberg og Guterres frí í bili og leyfa fólkinu í ţessum heimshluta ađ koma á eđlilegri stjórnun og hrekja burt Íslamistana?

Fréttin bakviđ fréttina er sú, ađ Haftar hershöfđingi sćkir ađ höfuđborginni Trípolí til ţess ađ koma dáđlausri spilltri ríkisstjórn og herflokkum Íslamista frá völdum til ţess ađ koma á eđlilegu ástandi í Líbýu og ţróun í átt til lýđrćđis.

Hvađ gengur Stoltenberg og Guterres til ađ vinna gegn ţví? Hvađ gerist ef ţeim tekst ţađ? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 1228
  • Sl. viku: 5152
  • Frá upphafi: 2469536

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 4718
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband