Leita í fréttum mbl.is

Er ekkir rétt að kirkjan fari að bera sannleikanum vitni?

Þaulskipulögð hermdarverk voru unnin á Sri Lanka á páskadagsmorgun. Hryðjuverkin beindust að kirkjum kaþólskra í landinu, en einnig gegn vestrænum ferðamönnum á hótelum í landinu. Undirbúningur þaulskipulagðra hryðjuverka eins og á Sri Lanka tekur marga mánuði að skipuleggja og jafnvel ár. 

Athygli vakti að biskupinn yfir Íslandi minntist ekki á þessi hryðjuverk gegn kristnu fólki í páskaávarpi sínu, en talaði um loftslagsmál. Forseti lýðveldisins sendi stjórnvöldum á Sri Lanka samúðarkveðjur 22.apríl s.l.og harmaði atburðina, en ekkert heyrðist frá biskupi eða þjóðkirkjunni.

Loks birtist á vef kirkjunnar þ.25.apríl yfirlýsing frá biskupi um málið. Yfirlýsing biskups er með miklum ólíkindum. Þar eru hryðjuverkin á Sri Lanka sögð vera til að hefna fyrir árás sturlaðs manns á tvær moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi fyrir skömmu.

Miðað við samhengið og tilefnið, verður ekki annað séð, en biskup sé að  afsaka hermdarverk Íslamistanna á Sri Lanka og/eða réttlæta það með skírskotun til þess sem gerðist í Christchurch.

Hryðjuverkið á Sri Lanka hefur ekkert með hryðjuverkið í Christchurch að gera. Hryðjuverkin á Sri Lanka voru í undirbúningi löngu áður en atburðirnir gerðust í Cristchurch.

Af yfirlýsingu biskups má ráða, að biskup fylgist illa með því sem er að gerast og hvaða ásókn er gegn kristnu fólki í heiminum í dag, ofsóknir og morð. Þeir sem standa fyrir því eru í nánast öllum tilvikum öfgafólk úr röðum Íslamista, sem því miður njóta stuðnings og/eða velvilja allt of stórs hóps trúarsystkina þeirra.

Til upprifjunar fyrir biskup til að auðvelda henni að tengja hluti saman með eðlilegum hætti, má benda á eftirfarandi, sem mér kemur í hug varðandi hryðjuverk Íslamista á þessari helgustu trúarhátíð kristins fólks á undanförnum árum. Tilvikin eru örugglega fleiri:

Á páskadag 2012 Sprengdu Íslamskir hryðjuverkamenn kirkju og meir en 50 kirkjugestir dóu

Á páskadag árið 2016 sprengdi Íslamskur sjálfsmorðssprengjumaður sig í loft upp við barnaleikvöll þar sem kristnir voru vanir að safnast saman meir en 70 manns aðallega konur og börn dóu næstum 400 særðust

 

Á pálmasunnudegi árið 2017 sprengdu Íslamskir hryðjuverkamenn tvær koptískar kirkjur í Egypgtalandi. Fimmtíu dóu og 120 manns særðust.

Engin ofangreindra árása hafði eitt eða neitt með það sem gerðist í Christchurch að gera, ekki frekar en hryðjuverkin á Sri Lanka. Þetta eru árásir á kristið fólk vegna trúar okkar. Það er slæmt að biskupinn yfir Íslandi skuli vera í afneitun gagnvart því og skuli í yfirlýsingu sinni gera tilraun til að samsama og réttlæta hryðjuverk Íslamistana á Sri Lanka við atburð, sem hafði ekkert með þetta þaulskipulagða hryðjuverk að gera

Hryðjuverkin á Sri Lanka voru framin gegn kristnu fólki af trúarástæðum vegna þess að það var kristið. Eðlilegt hefði verið að biskupinn hefði kallað eftir aðgerðum þó ekki væru víðtækari en þær sem utanríkisráðherra Breta hvatti til í gær. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sæll Jón. Fréttir af hryðjuverkunum á Sri Lanka birtust á vef mbl.is um kl. hálf átta á Páskadagsmorgun. Ég reikna með að biskup hafi skrifað predikun sína nokkru fyrir þann tíma og mér finnst ekkert óeðlilegt við það hafi hún jafnvel ekki verið búin að frétta af þessu þegar messan hófst. Mér finnst því ekki sanngjarnt að hafa það, að hún hafi ekki nefnt þessi hryðjuverk í predikun sinni, til marks um að hún hafi látið þau sér í léttu rúmi liggja.

Hvað fréttatilkynninguna varðar er hún mjög afdráttarlaus. Í henni er nefnt að árásirnar hafi verið skipulagðar til að hefna fyrir árásina í Christchurch. Staðhæfingar um þetta voru áberandi í fréttum dagana eftir árásina. Þetta er t.d. haft eftir embættismanni á Sri Lanka í frétt þann 23. apríl. Mér finnst það að tiltaka hvað glæpamönnum gekk til ekki fela í sér að verið sé að afsaka glæpi þeirra. Hvort síðar hefur komið í ljós að þetta hafi ekki verið tilfellið veit ég ekki. Hef ekki séð neinar fréttir um það.

Það er auðvitað sjálfsagt að gagnrýna kirkjuna fyrir ýmislegt. En gagnrýnin þarf að vera málefnaleg og sanngjörn og við þurfum að forðast að draga ályktanir sem styðjast ekki við rök.

Þorsteinn Siglaugsson, 26.4.2019 kl. 11:28

2 Smámynd: Jón Magnússon

Þorsteinn hafi viljað svo ólíklega til að biskupinn hafi ekki frétt af hryðjuverkaárásunum á Sri Lanka fyrr en eftir páskaprédikun þá eðlilega vísaði hún ekki til hennar. Hvað svo sem það varðar, þá hefði verið eðlilegt að biskupinn hefði brugðist við samdægurs og fordæmt árásir á kirkjur kristins fólks. Varðandi Christchurch þá var þetta nefnt af yfirvöldum á Sri Lanka, sem eru að reyna að afsaka sig. Árásin í Christchurch á ekkert erindi inn í yfirlýsingu biskups um hryðjuverk gegn kristnu fólki Þorsteinn og samtengingin er með þeim hætti að hún er óviðurkvæmileg. 

Jón Magnússon, 26.4.2019 kl. 12:27

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Alveg með ólíkindum að biskup Íslands skuli nefna í predikun sinni einhverja ástæðu hryðjuverkahóps fyrir fjöldamorðum sínum. 

Ívar Pálsson, 26.4.2019 kl. 20:55

4 Smámynd: Jón Magnússon

Það finnst mér líka Ívar. Mér sárnaði að sjá þessa vitlausu tilvísun og afsökun hennar.

Jón Magnússon, 27.4.2019 kl. 10:20

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek mjög undir mál þitt Jón Magnússon.

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2019 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 1227
  • Sl. viku: 5150
  • Frá upphafi: 2469534

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 4716
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband