Leita í fréttum mbl.is

Þetta skiptir engu máli.

Í gær samþykkti breska þingið án atkvæðagreiðslu að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum án þess að það sé nokkurt neyðarástand enda var látið í veðri vaka, að þessi samþykkt skipti engu máli.

Í október s.l. skrifaði fulltrúi Íslands f.h. íslensku ríkisstjórnarinnar upp á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í málum flóttamanna, þrátt fyrir að engar lýðræðislegar umræður færu fram um málið á Alþingi eða í stjórnsýslustofnunum. Gagnrýni við þessa málsmeðferð var svarað með þeim hætti að þessi undirskrift fyrir Íslands hönd skipti engu máli. Samt töldu á annan tug þjóðlanda m.a. Bandaríkin og mörg Evrópusambandsríki þetta skipta því máli, að þau gætu ekki samþykkt yfirlýsinguna.

Nú er okkur sagt, að samþykkt Orkupakka 3 skipti engu máli.

Athygli vekur að þjóðþing og ríkisstjórnir skuli ítrekað gangast fyrir samþykktum, sem skipta engu máli að þeirra sögn.

En skuldbindur samt þá sem samþykkja.

Ef til vill má í besta falli, kalla málatilbúnað af þessu tagi ærslafullan gleðileik ábyrgðarlausra stjórnmálamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

O3, Marakesh,...

hvað skiptir eiginlega máli?

Er þetta allt bara Barbabrella og allt í plati efir því hvort við höfum hægri eða vinstri stjórn?

Ég skil ekki setninguna um að stuðla að viðskiptum með orku yfir landamæri af því að hún þýðir allt annað í útleggingu flokksins okkar?

Engin viðskipti yfir landamæri nema okkur þóknist svo hvað sem stendur í pakkanum?.

Á ég eitthvað erindi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins nema til þess að hitta gamla vini á ksffstofunni ? Gulli og Áslaug Arna sjá um málatilbúnaðinn og að æpa þá niður sem vilja ræða um málefni flóttamanna til dæmis,  eins og við lentum í með Gústafi Níelssyni undir fundarstjórn Jónaar Þóris.

Jón minn góður. Ég er farinn á stundum  að efast um sumt sem ég áður á trúði. 

Fylgi Sjálfstæðisflokksins okkar gamla á sjálfsagt eftr að risa í hæstu hæðir þegar hann er laus við okkur þessa kverúlanta sem vilja ekki láta forystuna leiða sig blint.

Halldór Jónsson, 4.5.2019 kl. 00:42

2 Smámynd: Jón Magnússon

Nei komi til þess Halldór minn verður fokið í öll skjól hjá Sjálfstæðisflokknum.

Jón Magnússon, 5.5.2019 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 61
  • Sl. sólarhring: 1258
  • Sl. viku: 5203
  • Frá upphafi: 2469587

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 4763
  • Gestir í dag: 55
  • IP-tölur í dag: 55

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband