Leita í fréttum mbl.is

Réttur yfir eigin líkama og fóstureyðing

Afsökun margra þingmanna fyrir að greiða atkvæði með fóstureyðigarfrumvarpinu, sem heimilar fóstureyðingu allt til þess að langt er liðið á meðgöngutíma, var eftirtektarverð. Hver á fætur öðrum komu þingmenn upp í atkvæðaskýringu og klifuðu á því að þeir styddu frumvarpið vegna þess að það væri réttur kvenna að ráða yfir eigin líkama. 

Engin dregur réttmæti þess í efa, að konur sem og annað fólk  eigi að hafa rétt til að ráða eigin líkama. 

Þessi röksemdafærsla hefur hinsvegar ekki réttmæta skírskotun. Fóstureyðingar snúast ekki um sjálfsagðan rétt kvenna yfir eigin líkama heldur rétt þeirra til taka rétt yfir eigin líkama af öðrum einstaklingi.

Spurningin er því hvort að verðandi móðir á að ráða því hvort annar einstaklingur fái að vaxa, dafna og hafa ráð yfir sínum líkama eða hvort taka eigi þann rétt af þeim einstaklingi.

Samþykkt fóstureyðingarfrumvarpsins felur í sér höfnun á rétti ófæddra barna yfir eigin líkama. Sé verið að tala um mannréttindi, þá eru þau tekin af þeim, sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér með samþykkt þessa ólánsfrumvarps. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

22 vikna fóstur er maður í hans mynd. Læknirinn hlýtur að þurfa að taka ofurmannlega á við þær aðstæður.

Halldór Jónsson, 5.5.2019 kl. 21:16

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Grundvallarspurningin varðandi fóstureyðingar er sú, hvort fóstrið er persóna, með þau réttindi sem þeim tilheyra, eða ekki. Og málið er flóknara en það, því í raun er spurt á hvaða tímapunkti fóstrið verður slík persóna.

Það er alger, en algengur misskilningur, að umræðan um fóstureyðingar snúist um réttindi kvenna: Sé fóstrið persóna, sem nýtur mannréttinda, er fóstureyðing manndráp. Önnur réttindi víkja fyrir rétti einstaklings til að vera ekki drepinn. Sé fóstrið hins vegar ekki persóna hefur fóstureyðingin enga siðferðilega þýðingu og spurningar um réttindi kvenna koma þá í rauninni aldrei til tals.

Með öðrum orðum: Álitamálið um fóstureyðingar snýst einvörðungu um siðferðilega stöðu fóstursins.

Af þessu leiðir, að spurningin um það, hvort fóstrið sé hluti af líkama móðurinnar eða ekki er sömuleiðis þýðingarlaus sé fóstrið persóna: Sé maður háður öðrum um líf sitt leggur það hinum skyldur á herðar.

Tveir ágætir siðfræðingar hafa sýnt glöggt fram á það, að þær röksemdir sem beitt er fyrir fóstureyðingum duga líka til að réttlæta dráp ungbarna. Mér vitanlega hefur engum tekist að hrekja þessa niðurstöðu þeirra. Sjá hér: https://jme.bmj.com/content/39/5/350

Umræðan er þrungin siðferðilegum spurningum. En þingmenn leitast við að skauta framhjá þeim. Ástæðan liggur ekki aðeins hjá þessum þingmönnum: Íslendingar láta siðferði sig yfirleitt afar litlu varða. (Blefken áttaði sig á því á sínum tíma).

Þorsteinn Siglaugsson, 5.5.2019 kl. 21:24

4 Smámynd: Lífsréttur

En Halldór, þessir fóstureyðingalæknar eru engin ofurmenni, heldur ómenni og bleyður, sem þora ekki að segja frá þessum illvirkjum sínum út á við, en gera þetta peninganna vegna, hálaunaðir fyrir manndrápin, rétt eins og tilræðismenn fyrir miðameríska eiturlyfjabaróna.

Lífsréttur, 6.5.2019 kl. 00:08

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Fekk þetta sent frá lútherskum presti 3. þ.m.:

Þarft  þú  leigumorðingja

 til að leysa fyrir þig mál?

 

Páfi líkir drápi barns í móðurkviði við það að ráða leigumorðingja til þess að leysa vandamál sín.

„Það að losa sig við manneskju er líkt og að grípa til þeirra ráða að fá leigumorðingja til þess að leysa vandamál.“

 Þetta kom fram í ávarpi Francis páfa 10. október  síðastliðinn.


Jón Valur Jensson, 6.5.2019 kl. 00:19

6 identicon

Sæll Jón.

Framganga Ingu Sæland og sköruleg málsvörn hennar
vakti athygli mína þegar mál þetta lá fyrir þinginu til atkvæðagreiðslu.

Inga Sæland vitnaði margsinnis til lagatextans
frá 1975 þar sem svo segir í 10.gr. 2.mgr:
"Fóstureyðing skal aldrei framkvæmd eftir 16. viku meðgöngutímans, nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður...".

Jafnoft að því er virtist var því haldið fram 
að vikurnar væru 22 og því engin breyting frá því
sem ný lög kvæðu á um.

Hvað er það rétta hvað þessu viðvíkur, háttvirtur lögmaður,
Jón Magnússon?

Húsari. (IP-tala skráð) 6.5.2019 kl. 00:53

7 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Afar athyglisverð yfirferð yfir málið hjá Þorsteinn Siglaugsson. Það eina sem ég vil vekja athygli á varðandi skrif Þorsteins er að Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tekur ekki afstöðu til „persónu“. Mannréttindasáttmálinn fjallar um LÍF og skyldu þess að bjarga LÍFI.

LÍF fósturs hefst með fyrstu LÍFSMÖRKUM, sem er sjálfstæður hjartsláttur frá hjarta fóstursins. Frá þeim tíma er LÍF fóstursins hafið. Lífsöryggi er hins vegar á ótraustum grunni meðan sköpun mannslíkamansi fer fram. UMtalsvert fyrr en við lok 22. viku meðgöngu eru öll líffæri mannslíkama orðin mótuð og yfirleitt rétt stillt til eðlilegrar sjálfstæðrar starfsemi strax eftir fæðingu.  Eftir fæðingu öðlast einstaklingurinn grunn að persónuleika sem þroskast með samspili hæfileika hans við mótaðar skoðanir foreldranna.

Guðbjörn Jónsson, 6.5.2019 kl. 00:54

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Fóstur (barn/einstaklingur) löngu fyrir 22.viku er finnur fyrir aðskotahlut koma að sér þar sem það í móðurkviði telur sig öruggt, reynir að koma sér undan tönginni sem nota á til að slíta það, barnið, í sundur lim fyrir lim. Hvernig getur það skynjað slíkt sé það ekki persóna???

Abby Johnson hafði framkvæmt fjölda fóstureyðingar þegar augu hennar opnuðust fyrir því sem hún hafði verið að gera. Hún segir á myndbandi, hvað gerðist og olli því að hún yfirgaf Plannes Parenthood. Sjá vefslóðina.     https://www.youtube.com/watch?v=9OiRjeo08Yk

Bíómynd kom út í mars "Unplanned" sem fjallar um sögu Abby Johnson.

Svo er það Dr. Levatino  sem hafði framkvæmt þúsundir fóstureyðinga áður en hann áttaði sig á hvað hann var búinn að vera að gera. Hann fjallar um fóstureyðingar sem fagmaður frá báðum hliðum á myndbandi. Sjá vefslóð hér fyrir neðan. https://www.youtube.com/watch?v=dIRcw45n9RU

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.5.2019 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 532
  • Sl. sólarhring: 607
  • Sl. viku: 4579
  • Frá upphafi: 2427423

Annað

  • Innlit í dag: 481
  • Innlit sl. viku: 4241
  • Gestir í dag: 461
  • IP-tölur í dag: 442

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband