Leita í fréttum mbl.is

Mun hatriði sigra?

Íslenska þjóðin bíður með óþreyju eftir fyrirfram ætluðum sigri hljómsveitarinnar Hatarar í Eurovision keppninni í kvöld. Hvað sem líður boðskap eða skort á boðskap sem þessi hljómsveit bíður upp á, þá er það ákveðið atriði, en raunveruleikinn í landinu þar sem Eurovision keppnin fer fram annar. 

Ríkisútvarpið hefur verið iðið við fréttaskýringaþætti og aðra þætti, þar sem vakin er athygli á bágum kjörum þeirra sem búa á Gasa svæðinu og hinum svokallaða Vesturbakka Ísrael. Í þessum einhliða  þáttum hefur það orðið útundan, að gera grein fyrir pólitíska raunveruleikanum á þessum svæðum. 

Á Gasa eru hryðjuverkasamtökin Hamas við stjórn, sem hafa það á stefnuskrá sinni að drepa alla Gyðinga. Ekki bara Gyðinga í Ísrael heldur alla hvar svo sem þeir finnast. Nái sjónarmið þeirra fram sigrar hatrið. Á Vesturbakkanum er geðþekkari stjórnmálahreyfing við völd. Þrátt fyrir það er haldið í hatur gagnvart Ísrael og sem minnst samskipti við Gyðinga.

Ariel Sharon þá forsætisráðherra Ísrale, kom á óvart með því að veita Gasa sjálfstjórn og koma landnemum Gyðinga burt. Eftir að Gasa fékk sjálfstjórn byrjuðu Hamas liðar þar að skjóta flugskeytum á Ísrael auk annarra fjandsemlegra tilburða. Þessvegna er lokað á samskipti við Gasa og það gera Egyptar líka. Þeim finnast þessir trúbræður sínir og frændur þar ekki hæfir til að eiga samskipti við Egyptaland.

Á Vesturbakkanum hefur kaupsýslumaður að nafni Ashraf Jabari myndað stjórnmálaflokk, sem miðar að því að koma á efnahagslegum framförum meðal Palestínuaraba. Hann bendir á að meðal Palestínuaraba sé heill her af velmenntuðu fólki, lögfræðingum, viðskiptafræðingum, verkfræðingum og öðrum, sem fá ekki önnur störf en sem götusölumenn eða bílstjórar. 

Ashraf Jabari og flokkur hans leggur áherslu á að það sé mikilvægara að koma á efnahagslegum framförum meðal Palestínu Araba og samskiptum við Ísrael, en að hata Ísrael. Vegna þessara skoðana liggur hann nú undir árásum frá trúbræðum sínum og löndum. Hann er kallaður svikari og leiguþý Gyðinga. Sumir hafa krafist þess að hann verði tekinn af lífi.

Því miður hafa leiðtogar Palestínu Araba ekki tekið undir sjónarmið Ashraf Jabari. Þvert á móti hafa flestir þeirra gert hatur og illsku gagnvart Ísrael, að inntaki stjórnmálabaráttu sinnar. Þessir leiðtogar telja vænlegra að fjárfesta í hatrinu en finna lausn sem gæti horft til framfara og friðsamlegrar sambúðar Gyðinga og annarra, sem búa á þessu svæði. 

Orð Goldu Meir fyrrum forsætisráðherra Ísrael eru enn í fullu gildi því miður, en hún sagði: "Friður kemst ekki á fyrr en þeir elska börnin sín meira en þeir hata okkur."

Það hefur orðið sí algengara að fjölmiðlar og já kennarar í skólum landsins fjalli um stöðu Ísrael og Palestínu Araba með einhliða árásum á Ísrael og það sé allt þeim að kenna. Slíkar fullyrðingar eru rangar, en henta þeim sem vilja að hatrið sigri. 

Það er í sjálfu sér merkilegt að Ashraf Jabari sem boðar efnahagselgar framfarir og frið við Gyðinga skuli koma frá Hebron, en í Hebron hafa verið framin ólýsanleg hermdarverk annars vegar af Aröbum en líka af Gyðingum,m.a.rabbína, sem gerði skotárás á mosku í Hebron. Eftir að hafa verið í Hebron var ég hugsi yfir því hatri sem þar var greinilegt. Einnig hvað Gyðingar á svæðinu sýndu Aröbunum mikla lítilsvirðingu. Sá hópur Gyðinga er hópur sem eins og Hamas og þeirra líka vilja ljá hatrinu lið í stað þess að vinna að sigri framfara, friðar og vináttu. 

Vesturlönd eiga að leggja sitt að mörkum í þessari baráttu gegn hatrinu m.a. með því að hætta að styðja palestínsk samtök öfgafólks, sem vill stríð en ekki frið, en styrkja og styðja þá aðila eina á Vesturbakkanum og Gasa, sem hafa frið og framfarir á stefnuskrá sinni í stað stríðs, haturs og illsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Takk fyrir.

Benedikt Halldórsson, 18.5.2019 kl. 14:22

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ashraf Jabari og flokkur hans leggur áherslu á að það sé mikilvægara að koma á efnahagslegum framförum meðal Palestínu Araba og samskiptum við Ísrael, en að hata Ísrael. Vegna þessara skoðana liggur hann nú undir árásum frá trúbræðum sínum og löndum. Hann er kallaður svikari og leiguþý Gyðinga. Sumir hafa krafist þess að hann verði tekinn af lífi.

Hvernig getum við stutt við þennan mann og hans flokk héðan af Íslandi? Vaf þessi söngflokkur sem við sendum til Ísraels að ganga í þá átt?

Halldór Jónsson, 19.5.2019 kl. 07:53

3 Smámynd: Jón Magnússon

Nei heldur betur ekki Halldór. Innlegg Íslands var innlegg í hatur og eymd þessa fólks

Jón Magnússon, 19.5.2019 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 357
  • Sl. sólarhring: 507
  • Sl. viku: 4404
  • Frá upphafi: 2427248

Annað

  • Innlit í dag: 324
  • Innlit sl. viku: 4084
  • Gestir í dag: 313
  • IP-tölur í dag: 305

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband