Leita í fréttum mbl.is

Fulltrúar hverra voru þeir?

Þegar Ísland keppir í íþróttum á alþjóðavettvangi ganga einstaklingar og keppnislið jafnan stolt inn á leikvanginn undir fána Íslands. Sama á við á fundum hjá fjölþjóðastofnunum og venjulega hjá einkaaðilum, þar koma íslendingar að málum undir íslenska fánanum.

Íslendingar eru almennt stoltir af því að koma fram fyrir hönd landsins síns og vilja vera verðugir fulltrúar fyrir þess hönd og eru líka almennt áfram um það að allir viti að þar eru íslendingar á ferð og þeir sýna það með því að veifa þjóðfánanum.

Við atkvæðagreiðslu í söngvakeppni Evrópu í gærkvöldi veifuðu keppnisliðinn stolt fána landa sinna alltaf þegar sjónvarpsmyndavélunum var beint að þeim nema eitt. Lið Íslands.

Þegar íslenska liðið, sem kemur fram fyrir Íslands hönd á kostnað íslenskra skattgreiðenda veifar öðrum fána en Íslands þá er það nýlunda, sem er skammarleg og vonandi kunna þeir sem sendu þetta lið til keppni að taka á því með viðeigandi hætti. 

Vissulega hafa íþróttamenn, listamenn stjórnmálamenn og stjórnmálalegir erindrekar mismunandi skoðanir til manna, málefna og þjóðlanda. En þegar þeir koma fram sem fulltrúar fyrir Íslands hönd þá verða þeir að gera það af alúð og virðingu fyrir landi og þjóð, stoltir af því að vera íslendingar og stoltir af því að veifa íslenskum gunnfána en ekki annarra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Amen!

Jón Þórhallsson, 19.5.2019 kl. 14:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi jaðarsannfæring tveggja vitleysinga túlkast sem pólitískur boðskapur og andóf í nafni og umboði íslensku þjöðarinnar.

Þeim þykir þetta örugglega ekkert tiltökumál hjá ruv og sannræmist sannfæringu flestra sem þar ráða. Hvað hefði verið gert ef dæminu væri snúið við? Held að fjölmiðlar væru þá í kollektívu geðrofi í dag.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.5.2019 kl. 16:12

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Já, hvað hefði verið gert ef dæminu væri snúið við?

Þá myndu ALLIR eigendur RÚV ganga fylktu liði með blys og mótmælaskilti að útvarpshúsinu sínu. Allir 100. Öðrum dagskrárliðum yrði sópað til hliðar, þar til útvarpsstjóri hefur sagt af sér og yfirgefið bygginguna í beinni útsendingu? 

Benedikt Halldórsson, 19.5.2019 kl. 18:06

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hr. lögmaður, íslenski fánin er ekki gunnfáni. Hann er þjóðfáni og siglingafáni.

Gunnfáni eftir mínum skilningi er stríðsfáni.

En hvað viðvíkur þessum atburðum á þessari söngvakeppni sem er náttúrlega engin söngvakeppni heldur að þróast í allt aðra átt og fæst lög með einhverri laglínu, þá raskar atburðurinn ekki minni ró. Mér er yfirleitt illa við að fólk sé drepið og land sé tekið af þeim sem eiga land, það gerir eignarétturinn.

Og ég spyr almenning hér hvernig komst Ísrael í þessa keppni?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.5.2019 kl. 09:57

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Það gilda allt önnur lögmál Jón minn þegar vinstra siðferðið á í hlut. Sjáðu áhersluna sem RÚV leggur á að réttlæta siðferði Þórhildar Sunnu þegar hún kallar Ásmund þjóf. Hún má það á grundvelli tjáningarfrelsis hvað sem einhverri siðanefnd líður. slíka nefnd á að leggja niður éf niðurstaðan hentar ekki stundinni. 

Ég mætti ekki segja að mér finnist hún Þórhildur vera illgjarn vitleysingur eftir að hlusta á hana í viðtali við útvarp sögu þar sem Arnþrúður sagði hana vera rógbera eftir áþreifanlegum dæmum sem hún tiltók.

Það væri hinsvegar víst hatursorðræða að hennar dómi  og mér yrði refsað. Alveg eins og straffa á Pétur og Arnþrúði fyrir það sem innhringjendur segja undir nafni ef þau leiðrétta ekki í mörgum orðum. Maður verður að gera greinarmun á því hverjir eiga í hlut hverju sinni. Pírata-og Jóhannesar siðferðið á Stundinni er svo miklu göfugra en ég og þú.

Halldór Jónsson, 20.5.2019 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 217
  • Sl. sólarhring: 506
  • Sl. viku: 4433
  • Frá upphafi: 2450131

Annað

  • Innlit í dag: 198
  • Innlit sl. viku: 4127
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 192

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband