Leita í fréttum mbl.is

Heimskan kostar mikið

Í fyrra árið 2018 eyddu Þjóðverjar 23 milljörðum Evra hin stjarnfræðilega upphæð 3.151 milljarði íslenskra króna eða margföldum íslensku fjárlögunum til að aðlaga innflytjendur að þýsku þjóðfélagi og vinna gegn áframhaldandi fjöldainnflutningi fólks. Stór hluti þeirra innflytjenda sem komu í boði Merkel árið 2015 hafa aldrei unnið handtak.

Blaðið The Daily Telegraph birti þessa frétt 21.maí s.l. og segir að þetta sé aukning um 11% frá því árinu áður. Skv. sömu heimild átti að ræða þessi mál í þýsku ríkisstjórninni í dag.

Árið 2015 opnaði Angela Merkel landamærin og þetta er ein birtingarmynd afleiðinganna af þeirri heimsku að neita sér um það að stjórna landamærunum. Þá sagði Merkel. "Wir schaffen das" Við getum gert það - þeir sem voru þessir - við var alþýðufólk í Þýskalandi sem þarf að borga eins og alltaf fyrir óráðssíu "góða fólksins" sem er bara gott á annarra kostnað.

Enginn af því fræga fólki, sem sagðist ætla að taka flóttafólk heim til sín hefur gert nú 4 árum síðan. Enginn. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Efnahagur þjóðverja er farinn að batna mikið við komu þessa flóttafólks og það er farið að sjást. Fullyrðingar þínar og The Daily Telegraph eru rangar.

Það er fjallað um það hérna.

https://www.independent.co.uk/news/world/europe/germany-refugee-intake-boost-economy-ageing-population-unemployment-a8901161.html

Jón Frímann Jónsson, 23.5.2019 kl. 00:38

2 Smámynd: Bessi Eydal Egilsson

 Heimildir?

Bessi Eydal Egilsson, 23.5.2019 kl. 10:53

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Góður Jón að venju.

Heimskan á sér engin takmörk þegar kemur að rétttrúnaði

eða populisma.

Hér á landi steig "fræga og þekkta" fólkið og lofaði

öllum sem hingað kæmu húsnæði og sumarbústöðum til

afnota.

Ekkert af þessu liði hefur staðið við "stóru" orðin.

Enda ekkert borgað fyrir það.

Gott að vera heimskur á annarra manna kostnað.

Sigurður Kristján Hjaltested, 23.5.2019 kl. 17:51

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það fólk sem ekki getur lært að eiga heima hjá sér, lærir það ekkert frekar annarstaðar.  

Hrólfur Þ Hraundal, 24.5.2019 kl. 07:01

5 Smámynd: Jón Magnússon

Því miður Jón Frímann þá kosta þessir svokölluðu flóttamenn gríðarlega fjármuni og þess vegna var sérstakur fundur vegna þess máls í þýsku ríkisstjórninni eins og hið virta breska stórblað the Daily Telegraph vísaði til og það eru mínar heimildir um það mál. 

Jón Magnússon, 24.5.2019 kl. 22:38

6 Smámynd: Jón Magnússon

Af open border liðinu er því oft haldið fram að innflytjendur færi þjóðfélögum Vestur Evrópu tekjur umfram gjöld og það er rétt hvað varðar innflytjendur frá öðrum ríkjum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. En það á hins vegar síður ein svo við varðandi ólöglega innflytjendur og hælisleitendur þar hleypur kostnaður umfram framlag á þúsudum milljarða í þessum sömu ríkjum.

Jón Magnússon, 24.5.2019 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 220
  • Sl. sólarhring: 497
  • Sl. viku: 4436
  • Frá upphafi: 2450134

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband