Leita í fréttum mbl.is

Það sem vantaði í úttekt Seðlabankans

Athyglisvert er að skoða úttekt Seðlabanka Íslands á veitingu neyðarláns til Kaupþings banka í október 2008 ekki sérstaklega vegna þess sem fram kemur í skýrslunni heldur vegna þess sem vantar í hana. 

Fram kemur að takmörkuð gögn liggi fyrir um veitingu neyðarláns til Kaupþings þá myrku daga þegar Íslendingar uppgötvuðu sér til skelfingar að þeir voru ekkert merkilegri en aðrir og í stað þess að vera ofurríkir þá var neyðarástand. Það eru í sjálfu sér ekkert ný sannindi. Þá kemur ekki fram að árhifamiklum aðilum ekki síst verkalýðshreyfingunni var í mun að hægt væri að bjarga Kaupþingi banka ekki síst vegna hagsmuna lífeyrissjóðanna.

Það sem kemur hins vegar ekki fram í skýrslunni af skiljanlegum ástæðum er umfjöllun um það með hvaða hætti var staðið að því að hámarka verð þeirrar tryggingar sem sett var að veði fyrir veitingu neyðarlánsins. Ljóst er að hefði tryggingin verið fullnægjandi þá hefði ekki orðið neitt tjón. 

Ég skrifaði ítarlega grein fyrir nokkrum árum í Morgunblaðið þar sem ég rakti að tilboð lá fyrir í það sem sett var að veði, sem hefði leitt til fullrar endurgreiðslu neyðarlánsins, en Már Seðlabankastjóri kaus að taka öðru tilboði, sem var vafasamara og gat eingöngu þjónað hagsmunum kröfuhafa Kaupþings banka en ekki þjóðarinnar. 

Hvernig skyldi standa á því að Már Guðmundsson Seðlabankastjóri vill ekki gera grein fyrir þessum þætti málsins þó mikilvægastur sé?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Já, mig rámar í þessa upplýsandi grein þína.  Þú mættir alveg gefa upp linkinn enda á greinin fullt erindi í umræðuna nú.  Ég skrifaði einnig um þetta á sínum tima en ég man ekki lengur hvar.

Daníel Sigurðsson, 28.5.2019 kl. 12:55

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jón.

Hér er annað sem vantar alveg sérstaka skýrslu um:

Hvar er Rannsóknarskýrsla heimilanna? - bofs.blog.is

Guðmundur Ásgeirsson, 28.5.2019 kl. 19:56

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég skal reyna það þegar ég hef tíma Daníel. En hún birtist á sínum tíma í Morgunblaðinu.

Jón Magnússon, 28.5.2019 kl. 21:13

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Var veðið ekki í danska bankanum FÍH og selt á 70 milljarða. Kaupandinn seldi síðan strax aftur á 1200 milljarða. Er það það sem vantar kannski í þessa skýrslu? Hvað seldi laupandi veðsins veðið á?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.5.2019 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 83
  • Sl. sólarhring: 863
  • Sl. viku: 4597
  • Frá upphafi: 2426467

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 4264
  • Gestir í dag: 75
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband