Leita í fréttum mbl.is

Blekkingar forseta Alþingis og málfþófið.

Steingrímur J. Sigússon forseti Alþingis hefur setið lengst allra núverandi þingmanna á Alþingi. Hann þekkir því vel til þeirra bragða sem hægt er að grípa til vilji alþingismenn tefja framgang mála. Sjálfur hefur hann oftar tekið þátt í málþófi á Alþingi en nokkur annar sitjandi þingmaður. 

Umræðan um 3.orkupakkann hefur staðið um nokkurt skeið. Forseti hagar dagskrá þingsins þannig að áfram skuli endalaust haldið að ræða 3.orkupakkann. Síðan ítrekar hann daglega að orðræður þingmanna Miðflokksins setji önnur störf þingsins og framgang mála í uppnám, en þetta er rangt og það veit forseti fullvel.

Fulltrúi Steingríms þingfréttaritari Ríkissjónvarpsins hefur þetta daglega orðrétt eftir honum, en varast að greina frá efnisatriðum eða öðru sem varðar umræðuna. 

Steigrímur J lætur eins og hann sé ósjálfbjarga í gíslingu þingmanna Miðflokksins og öðrum málum verði ekki fram komið vegna málþófsins. Honum er þó að sjálfsögðu ljóst að þetta er rangt. Forseti Alþingis hefur öll ráð varðandi dagskrá og skipulag þingstarfa 

Í 1.mgr. 77.gr.laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis segir: "Forseti boðar þingfundi og ákveður dagskrá hvers fundar."

Í 2.mgr. 77.gr. laganna segir: "Forseti getur breytt röðinni á þeim málum sem eru á dagskrá og einnig tekið mál út af dagskrá."

Forseti hefur því skv. þingskaparlögum allt vald varðandi dagskrá þingsins. Þess vegna getur hann tekið önnur mál á dagskrá og látið afgreiða þau. Ástríða þingmanna Miðflokksins til að ræða þriðja orkupakkanum skiptir því engu máli í því sambandi. 

Af þessu leiðir að það sem haft er eftir Steingrími J. í síbylju á fréttamiðlum er rangt. En með því er fyrst og fremst verið að vega að þingmönnum Miðflokksins og þessi framkoma forseta Alþingis gagnvart þingflokki er vægast sagt óviðeigandi og í versta falli hreinar rangfærslur í þeirra garð. 

Fallast má á að málþóf er hvimleitt, en er hins vegar löglegt úrræði þeirra sem eru á móti málum. Forseti Alþingis og alþingismenn, ættu því að hlutast til um, að tekin verði upp ákvæði í þingskaparlög og stjórnarskrá þess efnis, að 20% þingmanna geti vísað ákveðnum málum til þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og breyta síðan þingskaparlögum með þeim hætti, að útilokað verði að hafa frammi endalaust málþóf. 

En meðan lögin eru með þeim hætti sem þau eru nú þá geta þingmenn að sjálfsögðu nýtt sér lögbundinn rétt sinn til umræðu um mál til lengri eða skemmri tíma. Það er síðan kjósend að meta hvort þeim þykir rétt hafa verið að málum staðið eða ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góð tillaga að 20% þingmanna geti vísað málum til þjóðarinnar,í umræðum gæti það e.t.v.lítillega breyst.

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2019 kl. 13:20

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þörf grein og góð, nafni, og mjög ljóst af henni allri og þingskaparlögunum, að Steingrímur hefur ástundað í þessu máli hráskinnaleik og blekkingar með sínum daglegu ásökunum á hendur Miðflokksmönnum.

Höfuðábyrgðarmaðurinn í málinu öllu heitir Steingrímur J. Sigfússon!

Jón Valur Jensson, 29.5.2019 kl. 15:49

3 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Eru þau virkilega öll saman í þessu spurði M.Bouc forstjóri orient express Poirot, þar sem hann varð æ ruglaðri eftir því sem vitnisburðunum fjölgaði.


Sennilega er þetta mjög góð samlíking varðandi Orkupakkana.


Það er búið að víkka kokið á þeim sem fyrst viðhöfðu mótbárur og höfðu efasemdir og snúa þeim í trúnni.

Mín tilfinning er að orkupakkarnir boði mér og landsmönnum nánast öllum, fyrir utan "Fat Cats" ekkert gott,bara slæmt. 

Ég horfi á kjötfyrirvarana  og hvernig þeir urðu að engu, sem skýrt dæmi um að einungis þvert feitt nei sé í boði.

Eiga Landsmenn allir að verjast mælaskiptum með oddi og egg??

Vonandi Harðneita allir landsmenn, þegar til kemur að ágætum venjulegum mælum verði skipt út fyrir mæla sem mæla markaðsverð á mínútu og að sjálfsögðu til að rukkað verði á nýja mátann!!

Kolbeinn Pálsson, 29.5.2019 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 219
  • Sl. sólarhring: 504
  • Sl. viku: 4435
  • Frá upphafi: 2450133

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 4129
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 194

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband